Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2015, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.9. 2015 Græjur og tækni Allar líkur eru taldar á því aðtölvuframleiðandinn Apple muni kynna viðskiptavinum nýjan iMac í október. Helsta uppfærslan er talin vera mjög skarpur skjár með 4k upplausn. Bætt skjáupplausn frá Apple Það fyrsta sem maður tekur eftir þegar ný LenovoYoga 3 Pro 14" er tekin úr kassanum er að hún ermun léttari en stærðin gæti gefið til kynna, ekki nema 1,68 kg, sem er býsna gott fyrir vél með svo stóran skjá. Ég fékk hvíta vél til að skoða og áttaði mig þá þegar á því hve leiður ég var orðinn á svörtum eða gráum fartölvum – það var vissulega kominn tími til að breyta til, þó aðrir litir á vélinni séu skemmtilegri, til að mynda sá appelsínuguli. Annað sem við blasir þegar vélin er tekin úr kassanum er hve þunn hún er, innan við tveir sentimetrar: 18,3 sm að þykkt, en vélin er annars 335 x 229,5 x 18,3 mm Á hlið vélarinnar eru þrjú USB tengi, tvö USB 3.0, en það þriðja er USB 2.0 og líka straumtengi fyrir vélina. það er líka micro HDMI tengi, hljóðtengi og rauf fyrir SD kort. Þar er einnig hnappur til að ræsa vélina og annar til að læsa skjánum og eins hnappur til að hækka og lækka. Ég hef áður prófað fartölvur í Yoga-línu Lenovo og þær hafa jafnan komið þægilega á óvart. Það hljómar kannski ankann- anlega að máli skipti að hægt sé að sveigja skjáinn aftur um 360 gráður og hugsanlega eiga menn erfitt með að sjá notagildið við það. Maður er þó fljótur að átta sig á því þegar maður fer að nota Yoga-vél, og sérstaklega hentugt fannst mér að geta sett hana í „tjald“ stellingu, enda mjög þægilegt að horfa á myndefni með vélina þannig upp setta (eins og sjá má reyndar á meðfylgjandi mynd), en mér fannst líka snjallt að geta sett skjáinn niður í 270 gráð- ur og svo kemur sér vel að geta sett hana í 360 gráður og þá nota hana nánast sem spjaldtölvu, þó hún sé vissulega bæði stór og þung í því hlutverki. Ekki má gleyma því að með vélina í tjaldstellingu er líka hægt að láta hana standa upp á rönd og stilla þannig upp ríflega A4 skjásíðu fyrir framan sig. Það er þó ekki bara skjárinn sem gerir þessa vél eins skemmtilega og raun ber vitni, það er hvað hægt er að gera við skjáinn, því hún er einkar öflug og skemmtileg, með 2,4G Hz i7 örgjörva sem gefur vel ríflegan kraft. Diskurinn í henni er líka vel hraðvirkur þó ekki sé hann stór, en í vef- verslun Nýherja er sama vél með 500 GB SSHD disk á 209.900 kr. SSHD er þá venjulegur harður diskur með SSD-minni sem gerir hann hraðvirkari en ella. Lyklaboðið er baklýst og mjög gott, en ég kunni ekki eins vel við snertiflötinn, fannst hann ekki nógu stífur við- komu. Skjárinn er góður, en mætti vera bjartari. Upplausn- in á honum er rífleg, 1920 x 1080 dílar, semsé FHD, og IPS-tæknin gerir að verkum að betur sést á skjáinn til hlið- ar, þ.e. bjögun er minni til hliðanna, en líka eru litir náttúr- legri. Svar við því eru svonefndir SSHD diskar, venjulegir harðir diskar með viðbættum minniskubbum. Með því næst meiri hraði með minni kostnaði, enda sér sérstakt forrit um að raða í SSD- hlutann þeim gögnum sem mest eru notuð. Það gerist nátt- úrlega ekki alveg strax og vélin er tekin í notkun, það tekur vélina smá tíma að átta sig á hvaða forrit eru notuð mest, en hún verður hraðvirkari með tímanum, eða svo finnst not- andandum í það minnsta. Um leið og ekki þarf lengur diska þá þarf líka ekki að þykjast vera diskur eins og ég sá þegar ég setti upp Intel NUC-vél fyrir stuttu, þar sem „drifið“ var bara minniskort (mSATA) eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Græjan ÁRNI MATTHÍASSON * Minni í vélinni er 8 GB og getur ekki verið meira, ef svo ólíklegavill til að menn vilji meira í fartölvu. Diskurinn er 256 GB SSD. Sú vél sem ég fékk í hendurnar var með Windows 8.1 64 bita upp sett, en bauð upp á uppfærslu nánast um leið og ég kveikti á henni sem gekk og bráðvel. Með fylgir líka ýmis Lenovo-hugbúnaður, Lenovo SHAREit, sem auðveldar að deila gögnum milli véla, þar með tal- ið milli tækja með mismunandi stýrikerfi og Yoga Harmony, sem kemur ekki að miklum notum. 120 GB Crucial mSATA SSD „drif“. HELSTI EINKATÖLVUFRAMLEIÐANDI HEIMS ER LENOVO OG ÞEIM SESSI NÁÐI FYRIRTÆKIÐ EKKI SÍST MEÐ ÞVÍ AÐ KYNNA NÝJUNGAR AF MIKLUM MÓÐ. YOGA-LÍNA FYRIRTÆKISINS ER GOTT DÆMI UM ÞAÐ HVERJU ÁORKA MÁ MEÐ SMÁ HUGMYNDAFLUGI OG NÝ VÉL Í ÞEIRRI RÖÐ, YOGA PRO 3, ER FYRIRTAK Í ALLA STAÐI. * Örgjörvinn er Intel Core i7 5500u 2,4G Hz og eins og tölurnar gefatil kynna er hann af Broadwell-kynslóð Intel sem betur er getið um hér fyrir neðan og eins og grafíkörgjörvinn Intel HD5500, sem er ekki nema í meðallagi öflugur ef nota á vélina sem leikjavél. Að því sögðu þá stendur hann sig bráðvel í notkun almennt, en dugir varla fyrir leikjaóða. Smá viðbót um SSD Það er í sjálfu sér rangt að tala um SSD-diska, þar sem það eru engir diskar og ekkert sem snýst – SSD er í raun safn af minniskubbum sem geyma gögn þó slökkt sé á tölv- unni. Þrátt fyrir það er mönnum tamt að tala um drif og eða diska þegar SSD er annars vegar og SSD er meira að segja skammstöfun fyrir „solid-state drive“. Þar sem ekkert snýst í SSD drifi minnka eðlilega lík- urnar á því að eitthvað bili og fyrir vikið þola SSD drif mun meira hnjask en hefðbundnir harðir diskar aukinheldur sem þau eru margfalt hraðvirkari – um leið og kveikt er á tölvu eru gögnin tiltæk, það þarf ekki að bíða eftir því að diskarnir nái réttum hraða, og svo er líka margfalt fljót- legra að sækja gögn á SSD drif en venjulegan harðan disk. Ókostur við SSD drif er að pláss fyrir hvert GB á slíku drifi kostar miklu meira en á venjulegum hörðum disk, jafn- vel tíu sinnum meira, þó munurinn minnki smám saman. NÝ YOGA-KYNSLÓÐ Eins og getið er um hér fyrir ofan þá er nýjasta kynslóð Intel ör- gjörva í Lenovo Yoga 3 Pro vél- inni sem þar er tekin til skoðunar. Þeir sem velta fyrir sér fartölvu- kaupum um þessar mundir hafa líka eflaust tekið eftir því að versl- anir auglýsa sem mest þær mega að nýjustu vélarnar séu með fimmtu kynslóð örgjörva frá Intel og þar sem það nýjasta sé alltaf best þá séu það bestu kaupin. Þetta er vissulega rétt, Broad- well, en svo kallar Intel fimmtu kynslóð örgjörva sinna, eru betri en kynslóðin á undan, sem kall- aðist Haswell, en afkastamunurinn er ekki svo ýkja mikill þegar á reynir, samkvæmt ítarlegum próf- unum er hraðaaukningin um 10%. Víst er það aukning, en ekki eins stórt stökk og til að mynda stökk- ið mikla frá Nehalem í Sandy Bridge (frá fyrstu kynslóð í aðra kynslóð), nú eða stökkið upp í Nehalem. Framfarirnar í Broadwell felast í öðru en beinni hraðaaukningu, sem er þó til staðar, eins og til að mynda í stærð örgjörvans eins og sjá má á meðfylgjandi mynd; Ör- gjörvar í Broadvell-línu Intel eru almennt mun minni en Haswell- línunni. Annað sem skiptir miklu fyrir fartölvur er að þeir eru spar- neytnari, eyða ríflega 10% raf- magni í vinnslu sem getur gefið auka klukkutíma af notkun eða meira. Í þessu ljósi þá gerir vél með Haswell-örgjörva nánast sama gagn og Broadwell í allri al- mennri notkun, nema þá straum- urinn skipti óvenju miklu máli. NÝIR ÖRGJÖRVAR Stærðarmunurinn á Haswell, til vinstri, og Broadwell, til hægri, er óneitanlega býsna mikill. Haswell, Broadwell og svo framvegis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.