Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2015, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2015, Blaðsíða 39
myndir eru til sem sýna hann með glas í hendi. En einnig sárafáar myndir af honum án stórvindilsins. Hafi menn neytt áfengis í óhóflegum mæli er eitt líffæri gjarnan leitt fram til vitnis um hið óholla líf- erni. Paul Johnson, sagnfræðingurinn frægi, segir að þegar lík Churchill var krufið hafi lifrin úr honum litið út eins og væri hún úr ungbarni. Þeir sem þurfa að verja óhóflega notkun sína á víni og/eða tóbaki vísa gjarnan í vörninni á Churchill sem gangandi vitnisburð um að þess háttar gagnrýni sé til- hæfulaus. En Churchill var um flest óvenjulegur maður. Miklu fremur undantekningin en reglan. Þess utan dró hann úr áköllum óhófs síns með ýmsu móti. Viskíið, sem hann sötraði liðlangan daginn, var blandað með miklu vatni. Hann neytti ríkulegrar fæðu með drykkju sinni (sem er gott fyrir lifrina) án þess þó að fitna úr hófi, því hann var líkamlega aktíf- ur lengst af. Þá hafði Churchill þá reglu, sama hvernig stóð á, að fá sér jafnan síðdegislúr, sem flestum ber saman um að sé hrein hollusta, sem nú- tíminn gefi þó fæstum færi á að nýta sér. Fleygar setningar og söguskrif Enginn stjórnmálamaður á fleiri fleygar setningar sem lifað hafa en Winston Churchill. Tvennt kom til. Eðlislæg og iðkuð hæfni hans, þekking á sögu, bók- menntum og enskri tungu annars vegar og hins veg- ar hve lengi hann var í innstu röð eða sjálfur miðdep- ill mestu atburða í sögu þjóðar sinnar og að nokkru veraldarinnar allrar. Og Churchill á einnig höfundarétt á fleygum setn- ingum sem sagðar voru einungis vegna þess hve vel eða sniðuglega þær hljómuðu. Þær átti ekki endilega að taka bókstaflega. Þegar áðurnefndri fullyrðingu um harðan dóm sögunnar, eða öðru í þeim dúr, var beint að Churchill sagðist hann ekki hafa áhyggjur af því. Söguna þá ætlaði hann sér að skrifa sjálfur. Hið mikla verk hans um sögu Heimsstyrjaldarinnar síðari hefur, eins og önnur slík verk, hlotið bæði lof og last. En flestum gagnrýnenda ber saman um að hafi höfundurinn staðið frammi fyrir freistingum um að auka sinn hlut úr hófi fram hafi hann staðist þær vel. Verkið njóti þess hins vegar ótæpilega að þessi mikli leikstjórnandi atburðanna skyldi ekki aðeins vera til frásagnar, heldur leggja svo margt til sem enginn annar gat gert. Síðar hefur margt verið skrif- að hinni miklu sögu Churchills til fyllingar, eða þar sem önnur hlið atburða er dregin fram eða það leið- rétt sem höfundar töldu ástæðu til. Rétttrúnaður gamall í hettu Drýgstan hluta ævinnar var Churchill ekki með rit- störfin ein á sinni könnu. Hann var einnig virkur frí- stundamálari og nú seljast verk hans á tugi og hundruð milljóna króna. Og svo voru það „aðal- störfin“. Því að Churchill var að auki þingmaður, ráðherra, flokksformaður, leiðtogi stjórnarandstöðu og háttlaunaður pistlahöfundur við þekktustu blöð Bretlands. Það er aumur blettur á sögu sumra þeirra að þau sögðu upp samningum við Churchill þegar hann tók að skrifa greinar gegn uppgangi nasismans og Adolf Hitler. Þeir sem sáu um stjórnmálalega rétttrúnaðinn í Bretlandi um þær mundir veifuðu ótæpilega stimpl- inum „stríðsæsingamaður“ yfir Churchill og mikill meirihluti Breta og þingmenn úr öllum flokkum studdu hina nú alræmdu friðþægingarstefnu Chamberlains. Ekki hefur verið reiknað út hversu mörgum millj- ónum mannslífa hefði verið hægt að bjarga ef ekki hefði svo lengi tekist að kæfa nærri rödd stríðs- æsingamannsins. Og nýjar hettur Fróðlegt hefur verið að fylgjast með hrópum og stór- yrðum vegna teiknimyndar sem birtist í Morgun- blaðinu á dögunum og sótti í þá atburði sem hæst hafa borið í umræðunni síðustu vikur. Hafa nokkrir „með ríkustu réttlætiskenndina“ vart getað hamið sig á bloggheimum fyrir hneykslan. Hefur hver af öðrum étið upp furðulegar fordæmingar á borð við þær að fyrir teiknaranum hafi vakað að draga dár af hræðilegum örlögum flóttafólks, eymd þess og óhamingju. Hvernig geta menn látið sér slíkt til hug- ar koma og svo látið út úr sér? Hvað hafa þeir sér til afsökunar? Auðvitað er reynt að finna á því skýr- ingar að svona langt sé seilst. Teiknimyndir blaða um víða veröld eru kunnar. Þær eru óaðskiljanlegur hluti blaðamennskunnar. Þær heita „cartoons“ á heimsmálinu. Í ensk- íslenskum orðabókum er orðið stundum þýtt sem „skrípamyndir“ og iðulega er orðið „skopmyndir“ notað í daglegu tali. En allir sem fylgjast með, lesa eða nema efni úr betri erlendum blöðum sér til gagns vita að orðið, og sérstaklega þýðing þess, segir ekki nema hálfa sög- una og varla það. Vissulega er skop iðulega stór hluti af inntaki slíkra mynda. En þær eiga sér margar aðrar hliðar. Tilveruréttur þeirra er kannski fyrst sá að „mynd segir meira en mörg orð“. Í annan stað að teikni- mynd gerir meira en það. Þar kemur listræni þátt- urinn til og skírskotun til ímyndunarafls listamanns- ins og „lesandans“. Stundum er skopið hreint aukaatriði, og stundum er ekkert eftir því leitað. Myndirnar eru þá „beitt gagnrýni“ eða þær sýna „andrúmsloft“ sem tengist stórum atburðum eða smáum sem verða ekki gerð skil með orðunum ein- um, og síst með langhundum. Myndmálið dregur iðulega veruleikann upp í svip- hendingu. Og stundum verða myndirnar til vegna þess að teiknarinn, listamaðurinn eða hvaða titill sem honum er gefinn vill sýna samúð sína, samkennd. Oft hefur það verið gert listilega með örfáum dráttum. Minnisvert dæmi um myndir og sorg Um jólaleyti ársins 2004 skall einn mesti óhugnaður síðustu tíða, flóðbylgjan mikla á Indlandshafi, að ströndum 14 ríkja, þegar heimamenn og gestir áttu sér einskis ills von. Talið er að meira en 250 þúsund manneskjur hafi farist, næstum því eins og hendi dauðans hafi verið veifað yfir hluta heimsins. Teikn- urum stórblaðanna nær og fjær var ekki hlátur í hug. En þeir birtu myndir sínar engu að síður. Sumar þeirra voru afburðasnjallar og eftirminnilegar. Þær hittu „lesandann“ beint í hjartastað og hjálpuðu hon- um á viðkvæmri stund. Sumar voru ekki endilega eins grípandi. Slíkur dómur fer auðvitað eftir smekk og auga hvers og eins sem ber myndirnar augum. Auðvitað er ekki hægt að útiloka að þeir hafi verið til, austan hafs eða vestan, sem töldu að teiknararnir, myndlistarmennirnir, hefðu verið að reyna að vera fyndnir á kostnað 250 þúsund manna og enn fleiri að- standenda þeirra. En slík örlagafífl hafa örugglega verið fá. Hingað heim Síðustu sex árin hafa ritstjórar Morgunblaðsins aldr- ei „pantað mynd“ hjá teiknurum blaðsins. Ritstjór- arnir telja líklegt að hefðu teiknarar blaðsins getað átt von á slíku væru þeir ekki með samning við blað- ið. Þeir sem einbeita sér að hinum skrifaða texta á Morgunblaðinu, sem á öðrum miðlum, hafa aldrei það markmið að gera það sem öllum líkar. Ekki vegna þess að flestir og vonandi allir séu ekki góðvilj- aðir og vilji gæta sanngirni. Það er hins vegar ómöguleiki að gera ætíð það sem öllum líkar og ekki eftirsóknarvert markmið. Þvert á móti eru skríbentar og teiknarar meðvit- aðir um að efni, stíll, framsetning og áherslur verða ætíð metin með ólíkum hætti. Markmiðið er að gera sitt besta og svíkja hvorki sannleikann né sjálfan sig. Það mun „lesandinn“ að lokum meta mest. Sennilega vegur misjafn smekkur enn þyngra þeg- ar „lesandinn“ skoðar hina daglegu teiknimynd. En „lesanda“ sem skoðar mynd þar sem leitast er við að sýna (hvort sem það tókst til fulls eða ekki) í senn samúð og illyfirstíganleg vandamál, sem tilraun til fyndni á kostnað þeirra sem við óblíðust örlög búa um þær mundir, verður aldrei gert til hæfis. Það væru raunar hrikaleg mistök að reyna það. Morgunblaðið/Eggert 6.9. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.