Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2015, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2015, Blaðsíða 40
Viðtal 40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.9. 2015 Þ etta er mikill sirkus en mjög gaman meðan á því stendur. Ég hef séð ýmislegt þegar kemur að því að frumsýna kvikmyndir en þetta er vissulega annað og meira. Hátíðirnar í Cannes og Feneyjum eru þekktar fyrir íburð og það er mikill stíll yfir þessu. Ég held að Feneyjahátíðin sé sú elsta í heimi,“ segir glaður en svolítið þreyttur Baltasar Kormákur í símasamtali við Sunnu- dagsblað Morgunblaðsins frá Feneyjum. Kastljós heimspressunnar hefur heldur betur beinst að honum í vikunni vegna frumsýn- ingar á nýjustu kvikmynd hans, Everest. – Þannig að það er upplifun út af fyrir sig að koma á Feneyjahátíðina? „Já, heldur betur. Þetta er öðruvísi en allt sem ég hef tekið þátt í fram að þessu, þó ekki væri nema fyrir þá staðreynd að manni er siglt inn á frumsýninguna.“ Hann hlær. – Það er augljóslega í mörg horn að líta hjá þér. Geturðu lýst fyrir mér hvernig síð- ustu dagar hafa verið? „Stanslaus kynning á myndinni. Heims- pressan er hérna í Feneyjum og við þurfum að fara í viðtöl við miðla frá öllum löndum þar sem myndin á eftir að koma út. Ég var búinn að vera í Bandaríkjunum áður, þannig að ameríska pressan er minna hér. Þetta er feikilega mikið umstang. Bæði einkaviðtöl og svo stórir blaðamannafundir með mörg- hundruð manns. Það eru líka minni blaða- mannafundir, þar sem ég er að svara spurn- ingum frá allt að tíu fréttamönnum í einu.“ Að skríða saman – Hvernig er heilsan eftir þetta allt saman? „Maður er svona að skríða saman, þakka þér fyrir.“ – Hvernig á þessi partur af starfi leik- stjórans við þig, það er að segja hasarinn sem óhjákvæmilega fylgir kynningu mynd- arinnar? „Ég get alveg glímt við það enda ýmsu vanur. Ég kann að koma fyrir mig orði og brosa framan í myndavélarnar. Það er ekk- ert mál, þannig lagað. Ég er nú einu sinni leikaramenntaður. Það er samt ekki það sem ég nýt mín best við. Ég nýt mín best og líð- ur best þegar ég er að vinna og búa til bíó- mynd. Þá er ég í „elementinu“ mínu. Ég hef engan sérstakan áhuga á að vera stöðugt framan í fólki, ef þannig má að orði komast, og ætli það sé ekki ástæðan fyrir því að leik- stjórn höfðar meira til mín en að leika sjálf- ur. Þegar kemur að svona kynningum er að- alatriðið að slaka á og vera maður sjálfur.“ – Hvernig gengur það? Það er að segja að vera þú sjálfur í þessum glysgjarna heimi? „Mér gengur það ágætlega. Ég fer aldrei í manngreinarálit og segi það sem mér finnst. Án þess að vera ókurteis. Ég tala eins við alla, hvort sem þeir vinna fyrir ofan mig eða neðan. Ég held að fólk kunni að meta það. Ég er ekki hræddur við neinn sem er fyrir ofan mig og ber virðingu fyrir öllum sem eru fyrir neðan mig. Enda getur það breyst hratt. Einhver sem er fyrir neðan þig gæti skyndilega verið kominn upp fyrir þig. Það geta verið miklar sviptingar í þessum bransa. Ætli þetta viðhorf sé manni ekki líka í blóð borið, það er engin stéttaskipting á Ís- landi.“ – Svo sá bakgrunnur hjálpar þér? „Ég hugsa það, já.“ Slekkur ekki bara ljósin – Situr allt annað á hakanum meðan á þessu stendur? „Það fer mjög mikill tími í þetta. Maður reynir samt að sinna öðrum verkefnum eftir föngum, reka fyrirtæki og svona. Maður slekkur ekki bara ljósin.“ Hann hlær. – Dómar eru teknir að birtast og margir hverjir mjög lofsamlegir. „Já, það er töluvert af góðum dómum. Ég var til dæmis að heyra af fimm stjörnu dómi frá Nýja-Sjálandi, þar sem sagan gerist að hluta. Það er gaman að þeir sem tengja við söguna kunni að meta myndina. Sama má segja um aðstandendur hinna látnu. Þeir hafa verið mjög ánægðir með myndina og túlkunina og stutt vel við bakið á okkur. Margir þeirra eru meira að segja hér í Fen- eyjum. Aðrir dómar eru ekki eins jákvæðir en það er svo merkilegt að þeir sem setja út á myndina einblína mest á sömu hluti og þeir sem eru jákvæðir. Þetta virðist vera sitthvor sýnin. Það er dálítið merkilegt. Sumir hæla okkur til dæmis fyrir það hvað persónurnar eru eðlilegar en öðrum finnst það ómögulegt. Vilja hafa þær meira í Holly- wood-hetjustíl. Það er erfitt að eiga við það. En á heildina litið virðast dómarnir vera meira jákvæðir en neikvæðir og maður gleðst að sjálfsögðu yfir því. Dómarnir eru að tínast inn og satt best að segja hef ég ekki haft tíma til að leggjast yfir þá ennþá. Eins og gengur vekja dómar í enskumælandi blöðum alltaf mesta athygli en mun fleiri koma til með að fjalla um myndina.“ – Nú eru leikararnir væntanlega að sjá myndina í fyrsta sinn. Hvernig líst þeim á hana? „Sumir voru að sjá hana hérna en aðrir voru búnir að sjá hana áður. Þeir eru rosa- lega ánægðir. Ég hef svo sem sagt það oft áður en ég er mjög montinn af þessum leik- arahópi.“ Ekki farinn að spá í Óskar – Einhverjir eru farnir að taka býsna stórt upp í sig, meðal annars gagnrýnendur, og farnir að tala um mögulega tilnefningu til Óskarsverðlauna. Ert þú farinn að hugsa eitthvað í þá átt? „Nei. Ég er ekkert að spá í það og geri mér engar væntingar. Það bara gerist ef það gerist og yrði bara bónus. Ég geri ekki myndir með verðlaun í huga, hvorki Óskars- verðlaun né önnur. Þá verða þær allar þann- ig á bragðið.“ – En þú ert eigi að síður mjög ánægður með myndina. Hún er eins og þú vildir hafa hana, ekki satt? „Jú, ég er mjög stoltur af þessari mynd. Auðvitað er alltaf hægt að pikka í einhver smáatriði, hefði ég haft meiri peninga eða meiri tíma. En það skiptir ekki máli núna. Myndin er tilbúin og ég er stoltur af henni.“ – Sýnist þér hún höfða síður til einhverra hópa en annarra? „Þetta er náttúrulega mynd um hamfarir og slíkar myndir höfða ekki alltaf til ein- hverra vitsmunalegra listaspíra. Skilurðu? Þetta er mjög sjónræn mynd og þær eru ekki alltaf dálæti gagnrýnenda. Þetta er stórt bíó. Mynd eins og Perfect Storm fékk ekkert sérstaka dóma en halaði inn peninga. Það er ekki á vísan að róa.“ – Dómar eru líka eitt, aðsókn annað. „Nákvæmlega. Þetta ferðalag er rétt að byrja og myndin á eftir að fara um allan heim. Spennandi verður að sjá hvernig al- menningur tekur henni.“ Spennandi verkefni í boði – Konan þín, Lilja Pálmadóttir, er með þér í Feneyjum. Eru börnin þín þar líka? „Nei, skólinn var að byrja þannig að ég Aðalatriðið að slaka á og vera maður sjálfur BALTASAR KORMÁKUR HEFUR STAÐIÐ Í STRÖNGU VIÐ AÐ KYNNA NÝJ- USTU KVIKMYND SÍNA, EVEREST, AÐ UNDANFÖRNU EN HÚN VAR FRUM- SÝND Á KVIKMYNDAHÁTÍÐINNI Í FENEYJUM FYRIR HELGI. HANN KVEÐST Á HEILDINA LITIÐ ÁNÆGÐUR MEÐ FYRSTU DÓMANA OG STOLTUR AF MYNDINNI ÞEGAR HANN HEFUR SLEPPT HENNI ÚT Í ÓVISSUNA. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Það var ekki tekið út með sældinni að leika í Everest. Jason Clarke í broddi fylkingar við tökur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.