Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2015, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2015, Blaðsíða 46
L oftkastalinn er Miðfjörð- urinn, hann er Ísland og það er því mjög spennandi að fá að flytja tónlistina, sem þar varð til, fyrir samlanda mína. Það mætti segja að þessi verk séu að koma til heimkynna sinna í fyrsta sinn. Ég er að koma yfir sjó- inn með tónlistina mína,“ segir Helgi Rafn Ingvarsson sem flytur tónverk sitt í Kaldalóni í Hörpu á sunnudaginn klukkan 17. Draumkennd og ævintýragjörn Helgi segir að tónleikarnir Loft- kastali séu samansafn af fimm verkum sem hann samdi á tíma- bilinu 2012-2014 og hafa þau verið flutt margsinnis í Englandi og á Ír- landi. „Þessi fimm verk urðu fyrir valinu fyrir þessa tónleika í Hörpu því þau deila öll svipuðum þemum og hljóðfæraskipan. Þau eru öll draumkennd og ævintýragjörn í senn og varð þá til yfirskriftin Loftkastali sem okkur finnst lýsa vel því hugarástandi sem liggur að baki tónlistinni í verkunum,“ segir Helgi. „Ég býð áhorfendum að stíga um borð í Loftkastalann, sleppa ímyndunaraflinu lausu og skilja eftir hversdagsleikann.“ Árbakki í Miðfirði Hugmyndin er sprottin úr leitinni að kyrrðinni, að sögn Helga en hann býr í stórborginni London. Þegar hann hugsaði um stað þar sem honum líður best, kom árbakki í Miðfirði strax í hugann. Þar á hann griðastað í amstri dagsins. „London er svo stór borg og mikið af fólki og maður fær stundum innilokunarkennd,“ segir Helgi sem er í doktorsnámi í tónsmíðum við hinn virta skóla í London, Guildhall school of Music and Drama. „Þá er gott að leita til kyrrðarinnar fyrir norðan, en fjölskyldan á sum- arbústað á Hvammstanga. Þar ólst faðir minn upp og fjölskylda mín hefur miklar rætur. Miðfjörður er einn af fáum stöðum þar sem mér tekst algerlega að slaka á og jarð- tengjast,“ segir hann og ákvað að semja verk sem færði hann að ár- bakkanum. „Þegar sveitadreng- urinn finnur sig í erlendri stórborg og kemst ekki norður í land skapar hann sér Loftkastala. Loftkastalinn hans er staður þar sem ys og þys borgarinnar nær ekki til hans, griðastaður þar sem honum tekst að sleppa ímyndunaraflinu lausu. Þar skapar hann ævintýri og hjart- ans tónlist.“ Alæta á tónlist Meðfram ströngu námi semur Helgi tónlist en hann hefur verið viðriðinn tónlist lengi og komið víða við. Margir muna eftir honum sem söngvara í Idolinu árið 2003 en mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Helgi spilar á nokkur hljóðfæri og hefur góða söngrödd en hefur í seinni tíð mestan áhuga á tónsmíðum. Doktorsritgerðin hans fjallar um hvernig óp- erusöngvarar geti betur túlkað leik- inn á sviði, en óperan er ein tegund af tónlist sem heillar Helga. Hann segist vera opinn fyrir hvers konar tónlist og vill ekki setja tónlist í flokka. „Mér finnst tónlist öll eiga heima í einum kassa, það þurfa ekki endilega að vera skörp skil á milli stefna. Það eru alltaf áhrif úr alls kyns áttum. Loftkastali er til dæmis smá jazzskotið,“ segir Helgi. Langar að semja óperu Helgi hefur samið eina stutta óperu sem fjallar um stærðfræðing einn sem var uppi í París snemma á 19. öld en sá mæti maður lést eftir ein- vígi yfir stúlku sem hann var ást- fangin af. „Franski stærðfræðing- urinn Évariste Galois lifði mjög stuttri, þó einstaklega viðburðaríkri ævi, en hann dó aðeins tvítugur að aldri árið 1832. Hans helsta afrek var að leysa 350 ára gamalt stærð- fræðivandamál sem síðar varð grunnur að nútíma algebru,“ út- skýrir Helgi. Hann stefnir á að skrifa óperu í fullri lengd síðar meir. „Það er erf- itt og verðugt verkefni og já, það er minn metnaður að ná því einn dag- inn. Óperuformið er mjög marg- þætt og sem tónskáld þarf maður að hafa skilning á gífurlega mörg- um þáttum tónlistar og leikhúss svo verkið sé vel úr garði gert. Ég hef skrifað og fengið fluttar þrjár kammer-óperur síðan 2007, bæði í Reykjavík og í London, og sú fjórða og sú fimmta eru á teikni- borðinu,“ segir hann. Pöbbleikhús ópera Helgi segir að sýna megi óperur annars staðar en á hefðbundnu leik- NÝTT ÍSLENSKT TÓNSKÁLD Í HÖRPU Hugurinn reikar í Miðfjörðinn LOFTKASTALI ER NÝTT TÓNVERK FYRIR STRENGI EFTIR HINN UNGA OG EFNILEGA HELGA RAFN INGVARSSON. VERKIÐ VERÐUR FLUTT Í KALDALÓNI Í HÖRPU Á SUNNUDAG. ÁHEYRENDUR GETA BÚIST VIÐ FERÐALAGI Á STAÐ ÞAR SEM FRIÐUR OG RÓ RÍKIR, ÞÓ MEÐ SPENNU OG DRAMA Á LEIÐINNI. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Tónskáldið og hluti af hljóðfæraleikurunum sem munu stíga á svið á sunnudaginn. Jonathan Larson, Helgi Rafn Ingvarsson, Guðný Jónasdóttir og Matthildur Anna Gísladóttir. Morgunblaðið/Golli 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.9. 2015 Menning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.