Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2015, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2015, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.9. 2015 Bækur Bókmenntahátíð í Reykjavík verðurhaldin í vikunni, hefst á miðvikudagog lýkur á laugardag. Hátíðin, sem er haldin annað hvert ár, hefur verið gott tæki- færi til að kynnast straumum og stefnum í erlendum bókmenntum, en ekki síður í ís- lenskum bókmenntum, sem sést meðal ann- ars á því að á hátíðinni að þessu sinni verða fimmtán erlendir höfundar í sviðsljósinu, en sautján innlendir. Ekki hafa allir erlendu höfundarnir verið gefnir út á íslensku, en einhverjir þó og sumir eiga það í vændum. Þannig kemur til að mynda safn hundrað örsagna Ana María Shua út í haust í þýðingu Kristínar Guð- rúnar Jónsdóttur. Shua er meðal þekktust rithöfunda Argentínu og höfundur fjölda bóka, skáldsagna, barnabóka, smásagnasafna og örsagnasafna. Einnig stendur til að gefa nýjustu skáld- sögu sænska rithöfundarins Danny Wattin út á íslensku. Hún heitir Fjársjóður herra Isakowitz í þýðingu Höllu Kjartansdóttur, en Wattin hefur einnig skrifað smásögur, kvik- myndahandrit og barnabækur og starfað sem blaðamaður. Dave Eggers hefur verið áberandi í bandarískum bókmenntaheimi undanfarin ár. Bjartur gaf Hvað er þetta hvað: sjálfs- ævisaga Valentinos Achaks Deng út fyrir sjö árum í þýðingu Rúnars Helga Vignissonar. Þó ekkert hafi verið gefið út á íslensku eftir Bretann David Mitchell, þekkir hann vel til hér á landi sem sjá má meðal annars í því að í hans síðustu bók, The Bone Clocks, er aðalpersónu bókarinnar boðið að taka þátt í Bókmenntahátíð í Reykjavík og bókin ger- ist að nokkru hér. Mitchell sankar nú að sér efni í næstu bók þar sem leiðtogafundurinn í Höfða kemur meðal annars við sögu. Breski höfundurinn David Nicholls sló í gegn með bókinni Einn dagur, sem Bjartur gaf út 2011, og fyrr á þessu ári kom út hjá Bjarti önnur bók eftir hann, Við. Arnar Matthíasson þýddi báðar bækurnar. Nicholls er annars þekktur sem afkastamikill hand- ritshöfundur sem skrifað hefur fyrir leiksvið, sjónvarp og kvikmyndir, en hann er leiklist- armenntaður. Íraski kvikmyndaleikstjórinn, ljóðskáldið og rithöfundurinn Hassan Blasim flúði heimaland sitt 2004 og hefur búið í Finnlandi upp frá því. Hann hefur skrifað fjölda bóka um ólík efni, en smásagnasafnið Þúsund og einn hnífur og fleiri sögur frá Írak kemur út í tilefni af heimsókn Blasims til Íslands, í þýðingu Sölvi Björns Sigurðssonar. Mál og menning gefur út. Finnska skáldkonan Katja Kettu er ekki aðeins þekkt sem rithöfundur í heimalandi sínu heldur er hún líka söngkona í pönk- hljómsveitinni Confusa og hefur leikstýrt teiknimyndum. Skáldsagan Ljósmóðir af Guðs náð var mest lesna skáldsagan í Finn- landi árið sem hún kom út og Forlagið gefur hana út í þýðingu Sigurðar Karlssonar . Lena Andersson er sænskur rithöfundur og dálkahöfundur hjá Dagens Nyheter. Hún hefur gefið út tíu bækur og á síðasta ári kom út bók hennar Í leyfisleysi í þýðingu Þórdís- ar Gísladóttur. Bjartur gaf út. Svo er það þýski höfundurinn Timur Ver- mes sem umdeild háðsádeila hans um Hitler, Aftur á kreik, kom út á vegum Forlagsins í þýðingu Bjarna Jónssonar í vor. Franski rithöfundurinn Pierre Lemaitre er frægur fyrir sínar spennubækur og þá helst fyrir bókina Alex sem Forlagið gaf út í sumar í þýðingu Friðriks Rafnssonar. Danska skáldkonan Stine Pilgaard sló í gegn með annarri skáldsögu sinni, Mamma segir, árið 2012, sem Forlagið gaf út í þýð- ingu Steinunnar Stefánsdóttur á síðasta ári. Fyrir einhverjar sakir hefur danski rithöf- undurinn Helle Helle ekki enn fundið útgef- anda hér á landi, en hún er einn af þekkt- ustu rithöfundum Dana um þessar mundir og er til að mynda tilnefnd til Bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs fyrir skáldsög- una Hvis det er. Kim Stanley Robinson hef- ur ekki heldur verið gefinn út á íslensku, en hann er þó með merkustu vísindasagnahöf- undum Bandaríkjanna síðustu áratugi, en ír- ansk-kanadíski blaðamaðurinn og kvik- myndagerðarmaðurinn Maziar Bahari er þekktari fyrir kvikmyndir en bókaskrif. Níg- erísk-bandaríski höfundurinn Teju Cole hef- ur ekki heldur verið gefinn út hér á landi, sem skýrist hugsanlega af því að hann er hefur ekki gefið út nema tvær bækur og varla unnið sér nafn utan Bandaríkjanna, þó hann sé margverðlaunaður þar í landi. Dagskrá hátíðarinnar má sjá á bok- menntahatid.is. BÓKMENNTAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK Stefnur og straumar Thors Vilhjálmssonar verður minnst á Bókmenntahátíð, enda var hann einn af helstu forvígismönnum hennar um árabil. Hér flytur hann erindi við setningu hátíðarinnar 2005. Morgunblaðið/Golli BÓKMENNTAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK HEFST Á MIÐVIKUDAG. FJÖLMARGIR ERLENDIR RITHÖFUNDAR KOMA FRAM Á HÁTÍÐINNI, LESA UPP OG RÆÐA VERK SÍN, EN EINNIG VERÐA ÍSLENSKIR HÖFUNDAR ÁBERANDI. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ana María Shua Danny Wattin Dave Eggers David Mitchell David Nicholls Lena Andersson Timur Vermes Teju Cole Stine Pilgaard Pierre Lemaître Maziar Bahari Hassan Blasim Helle Helle Katja Kettu Kim Stanley Robinson Svíinn Hjalmar Söderberg skrifaði margar góðar bækur um og eftir alda- mótin 1900, en ætla má Doktor Glas, eða Glas lækni hans vinsælustu nokkru sinni (kom út 1905). Ég þekki engan rithöfund, og í raun enga aðra bók sem skapar svo mikla nánd við sinn lesanda. Söderberg gerir lesandann að trúnaðarvin í ljóðrænum texta sem sveiflast milli heimspekilegra spurninga og hins hvers- dagslega, en undirliggjandi er siðfræðileg grunnspurn- ing. Hugmyndin að þessari sögu er einstök. Læknirinn Glas er vel gefinn og í góðri stöðu en á í hinum stök- ustu vandræðum með að eiga í kynferðislegu sambandi við konur. Hann kynnist konu prestsins Gregorius, Helgu, og verður ástfanginn. Hér er um að ræða fal- lega ungmey sem hefur verið þvinguð í hjónaband með gömlum presti, Gregorius, og þegar hún rekur raunir sínar fyrir Glas lækni, byrjar leiðin að lausn vandans, og um leið glæpur, að tendrast í hugskoti hans. Hér er því um að ræða módern sögu sem leikur á þekkta strengi þjóðsagna; Glas ætlar að bjarga prinsessunni úr helli tröllsins, hann er anakrónískur riddari. Ásetningurinn kemur hægt og seigfljótandi í formi retóríkur sem miðar að því að tröllgera prestinn gamla, hann er óseðjandi kynferðis- lega og gramsar gráðuglega hið fagra fljóð, siðblindur talar hann um kær- leika og ást á Guði meðan hann skapar annarri manneskju helvíti á jörð. Vísur Hallfreðar vandræðaskálds koma kannski næst þessu af okkar heimavelli, þegar hann lýsir hinum sveitta Grís að klemma undir sig hið saklausa svanafljóð (sem einmitt Hallfreður elskaði). Skáldsagan er áminning um það hve mikils tungumálið er megnugt að gera við okkur. Mín reynsla var sú að þegar Glas hefur geisað nógu lengi og fært rök fyrir ætluðum glæp sínum, þá verður það í raun eðlileg og sjálfsögð framvinda þegar hann loks eitrar fyrir prest, sem er bæði fljótt og snyrtilega afgreitt. Ekki fyrr en maður hefur lagt frá sér bókina áttar maður sig á að maður hefur í raun veitt kaldrifjuðum morðingja fullan skilning og samúð, blekkingin lukkast ekki síst útaf þessari nánd við les- andann sem Söderberg skapar. Rökstyðja mætti það að nasistar hafi beitt samskonar retórík á gyðinga í sinni réttlætingu, og síðan eru fjöl- mörg dæmi af því sama. Ástarsagan er norræn að eðli (nefna mætti Kormák auk Hallfreðar), og segja mætti að hetjan bjargi prinsessu úr helli en múri sjálfan sig inni um leið (hann óttast enn nándina). Þórarinn Guðnason þýddi bókina á íslensku og hún kom út 1942, en reyndar þekki ég aðeins bókina á frum- málinu. Þá má nefna að Svíinn Bengt Ohlsson skrifaði skáldsöguna Greg- orius (2004), þar sem sagan er sögð frá sjónarhóli prestsins, einnig spennandi bók en auðvitað allt önnur saga. BÆKUR Í UPPÁHALDI BERGSVEINN BIRGISSON Bergsveinn Birgisson hreifst af skáldsögunni um lækninn Glas og ill áform hans eftir sænska rithöfundinn Hjalmar Söderberg. Morgunblaðið/Einar Falur Hjalmar Söderberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.