Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2015, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2015, Blaðsíða 56
SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2015 Heimildarmyndin I want to be Weird hefur verið tekin til sýninga í Bíói Paradís. Myndin fjallar um bresku lista- konuna Kitty Von-Sometime sem hefur verið búsett á Ís- landi í tíu ár. Hún er hvað þekktust fyrir The Weird Girls Project, sem er röð verka eða myndbandsþátta þar sem konur eru í forgrunni. Hver þáttur er einstakur og bygg- ist upp ákveðinni hugmyndafræði. Síðasti þáttur The Weird Girls Project, #EmbraceYourself, vakti mikla at- hygli í fjölmiðlum hér heima og erlendis síðastliðið vor. Í því verki lagði Kitty áherslu á að styrkja líkamsmynd kvenna og voru konurnar sem tóku þátt naktar en þakt- ar glimmeri og svartri málningu. Leikstjóri I Want to be Weird er Brynja Dögg Frið- riksdóttir. Myndin var sýnd á Skjaldborgarhátíðinni í vor og verður sýnd á norrænu kvikmyndahátíðinni Nordisk Panorama 18.- 23. september, þar sem hún er tilnefnd til verðlauna sem besta norræna heimildarmyndin. Í tengslum við sýningar á I Want to be Weird stendur Bíó Paradís fyrir sýningu í innri sal Bíó Paradísar á verkum Kittyar og The Weird Girls Project. Búningar, ljósmyndir og myndbandsþættir The Weird Girls Proj- ect eru meðal þess sem verður á sýningunni sem stendur til og með 23. september. Sýningin er öllum opin og að- gangur frír. Fjórar sýningar eru eftir á I Want to be Weird. Í dag, laugardag, kl. 18. 9. september kl. 20, 16. september kl. 18 og 23. september kl. 20. Brynja Dögg Friðriksdóttir og Kitty Von-Sometime við frum- sýningu myndarinnar fyrir helgi. Morgunblaðið/Eggert KITTY VON-SOMETIME Í BÍÓI PARADÍS Vill vera kynlegur kvistur Bresk/bandaríska málmbandið Whitesnake hélt tvenna tónleika í Reiðhöllinni í Reykjavík í sept- emberbyrjun 1990 og naut full- tingis breska rokkbandsins Quireboys. Sem frægt er missti söngvari Whitesnake, David Co- verdale, af seinni tónleikunum og hljóp Pétur heitinn W. Kristjáns- son þá í skarðið. Morgunblaðið birti nokkrar fréttir um komu þessara vinsælu hljómsveita og myndaði White- snake strax við komuna til lands- ins. Í þeirri frétt kom fram að þeir félagar myndu renna fyrir lax í Kjósinni daginn eftir. Í öðrum fréttum kom fram að liðsmenn bæði Whitesnake og Quireboys hefðu verið hinir alþýðlegustu og litið inn í Skífunni og Hljóðfæra- húsinu til að spjalla við aðdáendur. Sex þúsund manns voru á fyrri tónleikunum og var haft eftir fréttamanni Morgunblaðsins í Reiðhöllinni, Árna Matthíassyni, að hljómlistamennirnir hefðu leik- ið á als oddi og greinilega kunnað vel að meta viðtökur áheyrenda, sem skemmtu sér hið besta í mikl- um hita og troðningi. Í pistli síðar bar Árni mest lof á annan gítar- leikara Whitesnake, Steve Vai, og velti fyrir sér hvort hann væri fremsti gítarleikari samtímans. GAMLA FRÉTTIN Snákur í reiðhöll Whitesnake-liðar lentir á Íslandi. Gítarundrið Steve Vai er lengst til hægri. Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson ÞRÍFARAR VIKUNNAR Sir Ben Kingsley leikari Egill Ólafsson söngvari og leikari Sir Patrick Stewart leikari ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mán. - fös. 11-18:30 Kaffihús Mozzarellabeygla meðmozzarellaosti, basilpestó, salati, sýrðum lauk og tómat. 995kr. Kynningarverðmeð fjólubláumsvala eða kaffi Nú795kr. Bröns Amerísk pönnukaka, bakaðar baunir, sýróp,beikon, nýbakaðbrauðog spælt egg. 1.395kr. Kynningarverðmeðkaffi Nú1.195kr. NÝTT GO CRAZY 25% af öllu* NÚ 127.425 Lissabon-sófi. Tveggja sæta sófimeð legubekk. L 258 xD138cm. Áður 169.900kr NÚ 5.246 Black tree-rúmföt. Áður 6.995kr.Lavanda-þvottakarfa. Áður 5.995kr. NÚ 4.496 Bamboo-kollur. Áður 4.995kr. NÚ 3.746 Majestick-skemill. 45x40 cm. Áður 16.995kr. NÚ 12.746 Oslo-ábreiða. Áður 7.995kr. NÚ 5.996 LAUGARDAG 5/9 & SUNNUDAG 6/9 *Gildir ekki um vörur á áður lækkuðu verði og merktum Everyday low price. Afsláttur reiknast á kassa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.