Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2015, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.9. 2015 Það er ekki til neitt sem heitir opinbert fé,aðeins fé skattgreiðenda,“ sagði frúinsem stóð í stafni í Bretlandi í rúman ára- tug. Allt of oft gleymist þetta grundvallaratriði í umræðu um opinber fjármál. Ríkið getur ekki aukið útgjöld sín nema með því að taka fé af einstaklingum. Jafnvel þótt einstaklingarnir séu stundum kallaðir „tekjustofnar“ til að breiða yf- ir þessa staðreynd verður henni ekki haggað. Þess vegna skýtur það skökku við að þegar frumvarp til fjárlaga, sem kynnt var í vikunni, gerir ráð fyrir skattalækkunum séu þeir til sem telja það vera sérstaka atlögu að heimilunum í landinu. Í stað þess að fagna því að tekjuskattsþrep nr. 2, sem hefur lagst á þorra almennings, verði lagt niður er því haldið fram af stjórnarand- stöðunni að hinir lægst launuðu, sem hafa greitt lægstu skattana, beri lítið úr býtum við þessa breytingu og að ójöfnuður aukist. Í stað þess að fagna því að tollar verði felldir niður á yfir 1.600 vörutegundum, og Ísland þar með orðið nánast tollalaust land, telja þeir það fjár- lagafrumvarpinu til vansa að ekki séu felldir niður þeir tollar sem áfram er fyrirhugað að verði á tilteknum matvælum. Ég tek heils hug- ar undir með þeim sem vilja sjá gengið enn lengra í því að losa þjóðina undan hinu heima- tilbúna helsi sem tollar eru. Það væri hins veg- ar fráleitt að njóta ekki augnabliksins þegar tekið er svo stórt skref í rétta átt. Langflestir launþegar hafa tekjur á bilinu 310 til 840 þúsund krónur. Á þennan stóra hóp kaus vinstristjórnin að hækka skatta umfram þá sem lægri tekjur höfðu, í nafni jöfnuðar. Nú er hins vegar svo komið að þessi jöfnunartil- burðir vinstrimanna eru orðnir sérstakt vanda- mál í íslensku atvinnulífi. Kjaradeilurnar í sum- ar lutu einmitt að kröfum um að draga úr jöfnuði með því að meta menntun til launa, krafa sem á ekki endilega rétt á sér en lýsir þó afstöðu fjölmennra stéttarfélaga til hugsjónar- innar um jöfnuð. Hin fjölmenna millitekjustétt er að sligast undan þeirri fjárhagslegu ábyrgð sem hún ber á útgjöldum ríkisins. Aukin jaðaráhrif eru svo annað vandamál sem þrepaskipting og skattahækkanir vinstri- stjórnarinnar höfðu í för með sér. Með yfir 46% tekjuskatti og miklum tekjutengingum alls kyns bóta er mönnum rækilega refsað fyrir að auka tekjur sínar, reyna að draga björg í bú. Ekki síst ef það er gert af miklum krafti yfir stutt tímabil í tengslum við íbúðakaup og barneignir. Þótt tekjuskattslækkunin sem nú er boðuð sé ekki endilega mikil í krónum talið fyrir alla tekjuhópa felur hún að minnsta kosti í sér afturhvarf frá markvissum fjárhagsárásum ríkisins á millitekjufólk. Ríkið gefur og ríkið tekur * Hin fjölmenna milli-tekjustétt er að sligastundan þeirri fjárhagslegu ábyrgð sem hún ber á út- gjöldum ríkisins. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Sigríður Ásthildur Andersen sigga@sigridur.is Blaðamaðurinn Andrés Magnússon velti fyrir sér á Twitter í vikunni nýting- armöguleikum á húsnæði ef nýr Landspítali mun rísa á öðrum stað en nú: „Ef nýr Land- spítali verður byggður á nýjum stað, er þá ekki öruggt að gamla Landsspítalahúsið verði gert að forsetahöll?“ spyr hann. Fræg urðu um- mæli Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar eftir leik íslenska karla- landsliðsins í fót- bolta um síðustu helgi þar sem hann sagði að hann hefði lofað landsliðsstrákunum eftir leikinn að allir veitinga- og skemmtistaðir yrðu opnir fyrir þá um nóttina, eins lengi og þeir vildu. Margir vildu meina að forsætisráðherra hefði verið full alvara með þessu og væri að sækjast langt út fyrri valdsvið sitt. Svanhildur Hólm Vals- dóttir skrifaði á Facebook í tilefni umræðnanna: „Æ, mér finnst eitt- hvað steikt að þurfa að leggja á versta veg út frá því að Sigmundur Davíð hafi sagt brandara eftir leik- inn í gær um afgreiðslutíma veit- ingastaða. Kommon. Honum fannst gaman á leiknum og var glaður eins og við hin að karlalandsliðið kæm- ist á EM. Mega sumir aldrei gera grín?“ Sitt sýnist hverjum um nýtt fjár- lagafrumvarp. Hugmyndasmiðurinn og auglýsingamógúllinn Örn Úlfar Sævarsson skrifar á Twitter: „Börn sem fæðast árið 2016 eiga að fá sjónvarp og sykurdrykki frek- ar en tíma með feðrum sínum #fjárlög #ónýttfæðingarorlof.“ Og kollegi hans og Baggalútur, Bragi Þór Valdi- marsson, skrifaði á Twitter: „Ég vil yfirbyggða keppn- ishöll fyrir íslenska ljóðið. 20.000 manna lágmark. Við gætum auð- veldlega orðið heimsmeistarar í ljóðum innan 50 ára.“ AF NETINU Fjöldi svokallaðra „lundaverslana“ við Laugaveginn hefur verið til umræðu undanfarið þar sem sumum þykir fullmikið af slíkum ferðamannaverslunum. Það er þó ekki aðeins í miðborg Reykjavíkur sem er vinsælt að kaupa fuglinn vinsæla sem minjagrip, þar sem einn umsvifamesti uppboðsvefur heims, eBay, er með nokkur þúsund lundagripi til sölu. Má þar nefna úttroðna lundabangsa, lundaleirtau, lundaboli, lundalyklakippur, lundafrímerki, lundaöskubakka, lundasímahulstur og uppstoppaða lunda sem kostar um 22.000 krónur. Morgunblaðið/Eggert Ekki bara á Laugaveginum Alls kyns lunda- gripi er að finna á eBay. Vettvangur Ljósmyndasýning Hafdísar Bennett, Ísland – litir og form, hefur verið sett upp í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, en hún hefur áður verið í sendiráði Íslands í Lundúnum og Safnaðar- heimili Kópavogskirkju. Sýningin er óður til ættjarð- arinnar, eins og yfirskriftin gefur til kynna. „Segja má að ég sé að fást við kjarnann í þessum verkum,“ segir Hafdís, en ís- lenska bergið, í allri sinni dýrð, er áberandi í mynd- unum. „Ég elska steina og berg og hef alltaf haft mik- inn áhuga á jarðfræði.“ Sýningin er í biðsal vegna tengiflugs til Ameríku og þykir Hafdísi það vel til fundið hjá Isavia, sem stendur fyrir sýningunni. Þannig vakni mögulega áhugi fólks sem aðeins er að millilenda á Íslandi og það geti fyrir vikið jafnvel hugsað sér að koma aftur síðar – og þá til að kynnast landi og þjóð. Sýningin stendur til októberloka. Ljósmyndir Hafdísar Bennett sýndar í Leifsstöð Verk Hafdísar Bennett í Leifsstöð. Ljósmynd/Ingþór Ingólfsson Hafdís Bennett
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.