Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2015, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2015, Blaðsíða 13
Í slenska þjóðin svífur létt í lund um stræti og torg eftir að hafa fylgst með landsliðinu í knattspyrnu ná besta ár- angri í sögu íslenskrar karlaknatt- spyrnu. Þrátt fyrir að sviðsljósið hafi kannski eink- um beinst að Svíanum Lars Lagerbäck má ekki gleyma því að það er annar sem stendur honum algjörlega jafnfætis í þjálfuninni og mun taka alfarið við liðinu eftir að EM lýkur á næsta ári. Heimir Hallgrímsson, hinn glaðlegi og metnaðarfulli Eyjamaður, er sagður hvers manns hugljúfi af öllum sem hann þekkja en einnig afar einbeittur og agaður. Blaðamaður byrjar á því að hringja í Lars Lagerbäck til að fá smá innlegg hjá honum um sína upplifun af Heimi. Það fyrst sem hann segir: „Heimir er afar gáfaður. Þess vegna er hann þarna sem hann er.“ Það er komið að því að segja: Takk, Heim- ir! Heimir segist ekki hafa neinar áhyggjur af því að vera ekki þakkað nógsamlega, honum sé vissulega þakkað þótt það rati kannski ekki í 18 punkta letri á forsíður blaða. Það er eng- um blöðum um það að fletta að hann er afar hógvær þrátt fyrir að hafa efni á öðru. En allt í lagi, það má samt spyrja Heimi strax hvort hann sé ekkert fúll yfir því að Lagerbäck sé svona fyrirferðarmikill í sviðs- ljósinu. Sér í lagi þar sem það er ljóst að þeir hafa staðið algerlega jafnfætis í þjálfuninni. Látum við svona af því að Lars Lagerbäck er útlenskur (við elskum auðvitað útlenskt) eða hvað? Spyr blaðamaður Heimi þar sem hann situr þreyttur og sáttur eftir viðburðaríka helgi. Þarftu ekki að fara að slá þig meira til ridd- ara? „Fyrir mér er þetta ekki spurning um at- hygli. Lars á auðvitað svo ótrúlegan feril að baki og kemur hingað til lands sem stjarna sem allir þekkja. Það er eðlilegt að hann fái mikla athygli og ég er ósköp rólegur yfir því. Við stöndum jafnhliða í þessari þjálfun, erum báðir aðalþjálfarar, og ég hef næga trú á sjálfum mér til að láta þetta ekki fara fyrir brjóstið á mér. Það má segja að við séum svo- lítið eins og Halli og Laddi – og ég er þá Halli – skilurðu? Það er kannski frekar að fjölskyldunni hafi sárnað stundum þegar það er einblínt á að Lars sé þjálfarinn og þeim finnst ég gleymast. En maður verður bara að skilja það að hann er karakter sem á mikla sögu að baki. Og að sjálfsögðu er hann sá sem breytti allri um- gjörðinni hjá landsliðinu. Þessari rútínu sem við höfum unnið eftir og erum alltaf að bæta. Í gamla daga þegar við byggðum kofa eða söfnuðum í brennu átti alltaf einhver mest í kofanum.“ Að því sögðu tekur Heimir það fram að Lagerbäck sjálfur hafi alltaf látið honum líða eins og þeir væru alveg jafnráðandi. „Líka þegar ég var fyrstu tvö árin aðstoðarþjálf- arinn hans. Hann hefur alltaf gefið mér mitt frelsi og ég fann í raun lítinn mun á því þegar ég var aðstoðarþjálfari og nú. Okkar samstarf hefur alltaf verið þannig. Við erum ólíkir, ég er sterkari á sumum sviðum og hann á öðrum en við leyfum hvor öðrum að njóta sín og erum aldrei að reyna að skyggja á hvor annan. Það er líka mjög mikilvægt að þegar tveir þjálfarar stjórna að báðir séu ekki að tala í einu. Ég hef lært mjög mikið af Lars því reynsla hans er þann- ig að það kemur ekki upp sú staða, bæði í leikjum og æfingum, að hann hafi ekki lent í því áður. Hann hefur því alltaf hugmyndir að lausnum. Við þekkjumst auðvitað orðið út og inn. Ef þú myndir vilja spyrja hann að ein- hverju held ég að ég gæti svarað orðrétt fyrir hann án þess að ráðfæra mig við hann; ég veit nokkurn veginn hvernig hann myndi svara þeirri spurningu,“ segir Heimir og hlær. Þetta hljómar allt eins og þið yrðuð ágætis rannsóknarlögregluteymi. „Já, ég hugsa það – svona „good cop, bad cop“. Nei, reyndar finnst mér Halli og Laddi eiginlega lýsa okkur betur.“ Ekki talað við eiginkonuna Heimir er borinn og barnfæddur Eyjamaður og er afar heimakær sem slíkur. Hann kann best við sig í faðmi fjölskyldunnar og eftir leiki veit hann ekkert betra en draga sig í hlé, sitja og fagna sigri með eiginkonu sinni í ró- legheitum og kannski besta vini. Um síðast- liðna helgi eftir að ljóst varð að landsliðið hafði tryggt sér sæti á EM í fótbolta fór hann beint upp á hótel og tók svo fyrstu ferð til Eyja daginn eftir. „Mér finnst svolítið óþægilegt þegar Pétur og Páll koma upp að mér og þakka mér fyrir, ég er lítið fyrir að láta klappa mér. Ég vildi bara komast heim í rútínuna mína þar sem ég er með fólkinu sem ég þekki. Að vísu er þetta stórfurðulegt núna, ég hef ekki enn talað við eiginkonu mína eftir sigurinn. Eiginkona mín, Íris Sæmundsdóttir, er sú sem ég deili öllu með og ekki síst í fótboltanum þar sem hún er fyrrverandi landsliðakona í knattspyrnu. En nú, eftir einu stærstu stundina í lífi mínu, hef ég ekkert heyrt í henni.“ Þetta á sér þá skýringu að Íris er uppi á hálendi í engu símasambandi en hún leggur stund á nám í ævintýraferðamennsku í Keili og er í óvissuferð í óbyggðum. Saman eiga þau tvo syni sem vita einnig fátt annað skemmtilegra en fótbolta. Heimir segist afar heppinn að eiga fjölskyldu sem hafi skilning á því að hann þarf oft að vera mikið fjarverandi vegna knattspyrnunnar og að allir deila þess- um áhuga með honum. Heimir er tannlæknir og rekur stofu úti í Eyjum. Fólk sem þekkir hann bara úr fótbolt- anum trúir því stundum rétt mátulega þegar hann segist vera tannlæknir. Þar að auki segir Heimir það eiginlega ekki þykja neitt sér- staklega svalt í boltaíþróttinni. Meira að segja þegar hann sótti þjálfaranámskeið úti í Eng- landi var honum sagt af gamalreyndum kemp- um þar að vera ekkert að auglýsa þetta – vera ekkert að tala um að hann væri tann- læknir. Það þótti bara kjánalegt að einhverjir í þessum geira væru tannlæknar. Ekki vont fólk í Eyjum Ertu Eyjamaður aftur í ættir? „Foreldrar mínir, Heimir Hallgrímsson og Guðbjörg Einarsdóttir, fæddust bæði í Vest- mannaeyjum, ömmur mínar eru undan Eyja- fjöllum og afar mínir frá Eyrarbakka og úr Fljótsdalnum. Elsta systir mín dó og við erum fimm systkinin eftir. Ég var svo heppinn að vera yngstur á heimilinu. Í þá tíð var eins og gengur og gerist lítill peningur sem fólk hafði milli handanna en ég naut þess að vera kannski hvað dekraðastur. Það finnst systk- inum mínum að minnsta kosti.“ Heimir segist trúa því að hann hafi verið nokkuð stilltur krakki. Líflegur og brallaði ýmislegt en í það heila til friðs. Íþróttir áttu hug hans allan frá unga aldri og hann segir Eyjalífið ekki hafa breyst að miklu leyti frá því sem var þá hvað frjálsræði barna varðar. „Sem foreldri er maður áhyggjulaus um þau því þarna þekkja allir alla og lítið um glæpi. Aðkomumenn verða oft hissa þegar þeir fatta að við skiljum lyklana eftir í bílunum og húsin ólæst. En ekki segja neinum þetta! En þetta er svona. Krakkarnir fara heim með vinum sínum og eru á þeirra heimilum eins og þeir búi þar líka og eru kannski búin að borða kvöldmat áður en maður veit. Ég segi stundum; það getur ekki vont fólk búið í Vestmannaeyjum. Það þekkja allir alla og vont fólk bara einfaldlega getur ekki falið sig þarna. Því myndi ekki líða vel á svona litlum og einangruðum stað. Ég held að á end- anum þurfi vont fólk að fara annað. Það er svona mín tilfinning.“ Af hverju tannlækningar? „Það var nú bara einhver vitleysa. Ég og æskuvinur minn, Gunnar Leifsson, sem líka er tannlæknir í dag, útskrifuðumst á svipuðum tíma úr Framhaldsskólanum í Vestmanna- eyjum, báðir af viðskiptafræðibraut. Ég hafði því engan grunn í þeim greinum sem ég hefði þurft til að fara í tannlækningarnar, hafði varla tekið efnafræðiáfanga. Gunnar var ákveðinn í að fara í tannlækn- ingar og ég ætlaði að fara í tölvunarfræði en snérist hugur þegar ég fékk lánaðar bækur hjá mági mínum til að skoða. Ég ákvað að skrá mig bara í tannlækningarnar líka, til að renna ekki út á skráningartímanum, og ætlaði svo bara að skipta um deild þegar ég hefði ákveðið mig. Svo einhvern veginn fann ég ekkert annað til að fara í og ákvað því að sækja tíma og endaði að lokum sem tann- læknir.“ Það hlýtur að hafa verið svolítið bratt að fara í tannlækningar með lítinn raun- greinagrunn? „Ætli ég sé ekki bara svona týpískur Ís- lendingur og týpískur Vestmannaeyingur – ég get brett upp ermarnar þegar þarf. Þegar ég ætla mér að gera eitthvað geri ég það. Það var svipað þegar ég var í menntaskóla. Ég dróst kannski aftur úr í náminu en þegar ég þurfti að herða mig og læra fyrir próf bretti ég upp ermarnar og gerði það almennilega.“ Hefðirðu þá getað orðið hvað sem er ef þú hefðir ætlað þér það? „Það væri kannski kjánalegt að segja já en ég gæti örugglega gert ýmislegt ef ég hefði áhuga fyrir því, ég er vertíðarkarl. Ég myndi bara byrja og hætta svo þegar ég væri bú- inn.“ Gæti ekki hugsað um endajaxla allan daginn Gagnast það landsliðsþjálfara að vera tann- læknir? „Það held ég. Maður tók læknisfræði að hluta til, stúderaði allt er viðkemur líkamann og svo kannski er það sem gagnast best að tannlæknastarfið snýst svo mikið um sam- skipti. Á tannlæknastofunni eru samskiptin „einn-á-einn“ eins og á vellinum og þangað kemur alls konar fólk og ekki síst lærir maður mikið af því að umgangast börn. Maður þarf að fara vel að þeim og stundum tala þau til í stólinn. Alveg eins og það gagnast mér að hafa þjálfað börnin í Eyjum í knattspyrnu í ein 17 ár. Fólk er svo ólíkt og maður getur ekki nálg- ast alla eins. Við þennan er hægt að grínast út í eitt en ekki við hinn og þegar ég er að þjálfa knattspyrnufólk gildir það sama. Ég get ekki sagt það sama við alla. Ég er ágætur í að lesa fólk, hvort sem það er meðfætt eða það sem ég hef grætt á starfinu.“ Það hentar Heimi vel að vera í tveimur ólíkum störfum. „Ég gæti ekki ímyndað hvernig lífið væri ef ég væri alltaf að hugsa um það sama; að hugsa um endajaxlinn sem ég tók eða eitthvert tap í fótboltanum. Þegar maður tapar er til dæmis afar gott að vera bara tannlæknir – vera einhver annar í smá tíma.“ Heimir viðurkennir þó að hann hafi alltaf haft meiri áhuga á þjálfarastarfinu en því að vera tannlæknir. „En á Íslandi, þar sem fótbolti er áhuga- mennska, er ekki hægt að hafa sitt lifibrauð af Góða lögga landsliðsins HEIMIR HALLGRÍMSSON, LANDSLIÐSÞJÁLFARI Í KNATTSPYRNU, SEGIR ÞAÐ DRAUM HVERS ÞJÁLFARA AÐ STÝRA LANDSLIÐINU UM ÞESSAR MUNDIR, ÞEGAR ÞAÐ HEFUR Í FYRSTA SKIPTI Í SÖGUNNI TRYGGT SÉR SÆTI Á STÓRMÓTI. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is 13.9. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Kostir? „Heimir er metnaðarfullur, mjög greindur og fagmaður fram í fingurgóma. Þessir eiginleikar eru mjög mikilvægir til að geta orðið góður þjálfari. Hann er flinkur í mannlegum sam- skiptum og jákvæðir eiginleikar hans sem persónu og samskiptahæfni spila stóran þátt í því að liðinu gengur vel.“ Gallar? „Það hlýtur að vera að hann er íslenskur. Nei, ég er nú bara að grínast. Nei, ég get í raun ekki bent á neitt slæmt eftir þessi ár sem við höfum unnið saman.“ Hvað segir Lars Lägerback? Morgunblaðið/Kristinn * Það er kannski frekar að fjölskyldunni hafi sárnaðstundum þegar það er einblínt á að Lars sé þjálfarinnog þeim finnst ég gleymast. En maður verður bara að skilja það að hann er karakter sem á mikla sögu að baki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.