Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2015, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2015, Blaðsíða 17
við sjúkdóma hafi í Noregi og Sví- þjóð verið mælst til þess að þetta sé ekki notað. „Við sem ráðgjafar höfum alltaf bent á ókosti þess að nota þetta og höfum bent á aðrar leiðir. Í Egilshöll er nákvæmlega þessa stundina verið að endurnýja gervigrasið og þá er notað grátt iðnaðargúmmí sem er af öðrum toga. Það inniheldur mun minna af efnum sem grunur leikur á að geti verið varasöm heilsu manna,“ segir hann. „Það eru ýmsir aðrir val- kostir og það er heilmikil þróun í þessu,“ segir hann og bendir á að ekki séu öll kurl komin til grafar. Markverðir með krabba Bandaríkjamenn hafa einnig áhyggjur af dekkjakurli. Sjónvarps- stöðin NBC gerði fréttaþátt í októ- ber í fyrra þar sem sjónum var beint að þessum málum. Kom í ljós að óvenjumargir ungir markverðir voru að greinast með krabbamein sem nefnist eitilfrumuæxli (Non- Hodgkin lymphoma), en markverðir eru í meiri snertingu við jörð en aðrir leikmenn. Kurlið getur auð- veldlega borist í nef og munn, auk þess að nuddast á húð og setjast í hár. Fótboltamenn eru auk þess oft með sár sem kurlið nuddast í og oft þyrlast upp svart ryk sem getur borist í öndunarfæri. Rannsóknir þar ytra hafa enn ekki getað sann- að orsakasamhengi þar á milli en augljóslega er þetta umhugs- unarvert. Banna dekkjakurlið víða Amy Griffin, fótboltaþjálfari hjá Há- skólanum í Washington-ríki, vakti máls á þessu þegar hún fylgdi tveimur ungum markvörðum í lyfja- gjöf vegna eitilfrumuæxla. Hjúkr- unarfræðingurinn sagði setningu sem fékk hana til að staldra við. „Ekki segja mér að þið séuð mark- verðir! Það eru fjórir markverðir sem ég hef séð í þessari viku.“ Griffin, sem hefur þjálfað í 27 ár, hafði aldrei séð neitt þessu líkt en þegar hún fór að grafast fyrir um málið fann hún 38 fótboltaungmenni sem höfðu greinst með eitil- frumuæxli og hvítblæði, þar af voru 34 markverðir. Hún segist ekki hafa séð slík tilfelli fyrstu 15 árin sem hún þjálfaði krakka, en nú séu mörg tilfelli að greinast. Yfirvöld í New York-borg og Los Angeles hafa síðan 2008 hætt að nota dekkjakurl á sína fótbolta- velli þar til frekari rannsóknir hafa verið gerðar. Í skýrslu frá 2003 frá EPA (Enviromental Protection Agency) sést glögglega að hlutfall ungmenna á aldrinum 15-19 sem greinast með eitilfrumuæxli er mun hærra hjá íþróttakrökkum sem spila á gervigrasi með dekkja- kurli en hjá hópi krakka sem ekki spila á slíkum völlum. Ekki bannað á Íslandi Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, segir að ráðu- neytið hafi falið Umhverfisstofnun (UST) að skoða þessi mál fyrir fimm árum. Skoðuð var skýrsla frá Danmörku um þessi mál. Nið- urstöður rannsóknanna sem skýrsl- an náði til gáfu til kynna að notkun gúmmíkurls úr notuðum dekkjum á gervigrasvöllum hefði ekki í för með sér alvarleg áhrif á heilsu þeirra sem stunduðu íþróttir á slíkum völl- um. Svandís Svavarsdóttir, þáver- andi umhverfisráðherra, sagði árið 2010 að ekki væri brýn ástæða til að banna notkun gúmmíkurls á leik- völlum eða gervigrasvöllum af heilsufarsástæðum en hvatti eig- endur nýrra valla til að nota annað en dekkjakurlið. Þótt áhrif dekkjakurls á heilsu hafi ekki verið rannsökuð nákvæm- lega hér á landi má ljóst vera að ekkert foreldri vill að börn sín komist í tæri við efni sem eru krabbameinsvaldandi. Myndu for- eldrar vilja að börnin sín veltust um í tóbaki? „Höfum í huga að börn og unglingar dvelja oft daglangt við leik á íþróttavellinum, þau liggja þá gjarna í gervigrasinu og fá á húðina verulegt magn af svertu og efnum úr hinu eitraða gúmmíkurli. Þessi efni geta því setið á húðinni langan tíma. Hver ber ábyrgðina ef börnin verða fyrir heilsutjóni eða síðbúnum áhrifum eins og ófrjósemi?“ spyr Þórarinn Guðnason læknir sem vill dekkjakurlið burt. Morgunblaðið/Kristinn Morgunblaðið/Kristinn 13.9. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 * Dekkjakurl er gert úr ónýtumhjólbörðum og notað til að mýkja gervigras. * Dekkjakurl inniheldur krabba-meinsvaldandi efni. * Talið er að dekkjakurl sé á80% allra gervigrasvalla hérlendis. * Dekkjakurl er ódýrara en ann-að gúmmí sem þykir öruggara heilsu manna. * Börn eru oft svört á höndumog fótum og getur svertan borist í vit og í sár. * Talið er að rykið úr dekkja-kurli geti valdið asma. * Dekkjakurli fylgir mikillóþrifnaður og er það illa lyktandi. * Efnið hefur verið bannað ímörgum stórborgum Bandaríkj- anna síðan 2008. * Læknafélag Íslands gaf út álykt-un árið 2010 um að hætta ætti notkun dekkjakurls. * Notkun í Þýskalandi, Svíþjóðog Noregi hefur verið takmörkuð. * Mælst var til þess hérlendis afumhverfisráðherra 2010 að dekk- jakurl væri ekki notað. * Það kostar 20 milljónir aðskipta út gömlu kurli fyrir nýtt á einum velli. * Ekki verður notað dekkja-kurl á nýjum völlum. 80% valla hér með dekkjakurl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.