Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2015, Blaðsíða 28
Gulrætur eru hráefni sem hægt er að nota á mjög fjölbreyttan hátt til að drýgja ýmsar uppskriftir, bæði í bakstri og eldamennsku. Þannig eru rifjárn og gul- rætur frábærir félagar þegar til þessa kemur.  Hakkréttir verða fallegir, bragðgóðir og hollari með því að rífa nokkrar gulrætur út í, hvort sem er spagettí bolognese, heimagerðar kjötbollur eða hakkabuff.  Óvænt og gott bragð kemur af því að rífa gul- rætur í pítsadeig og ekki síður ofan á pítsuna sjálfa. Gulrætur passa þannig mjög vel með parmesanosti og pepperóní, grænum heilum pipartegundum og sterkum áleggstegundum.  Til eru fjölmargar uppskriftir að brauðum þar sem gulrætur eru rifn- ar út í deigið. Í hefðbundna stærð af upp- skriftum er gott að setja 2-3 dl af rifnum gulrótum og hægt er að bæta líka sam- an við smávegis af rifnu epli með.  Það er vinsælt um þessar mundir að skera sætar kartöflur niður eins og um sé að ræða fransk- ar kartöflur og baka þær og grilla í ofni. Það sama er hægt að gera við gulræturnar og er ekki síðra. Hægt er að gera þetta á marga vegu. Einfaldast er að salta og pipra gulræturnar þegar þær hafa verið skornar niður í aflangar sneiðar, hella smá ólífuolíu yfir og baka í ofni við 200 °C í 30-40 mínútur. Þegar gul- ræturnar eru teknar út er gott að rífa vænan bita af parmesanosti yfir þær áður en borið er fram.  Þegar gulrætur eru bakaðar á þennan hátt í ofni er mjög gott að bæta smávegis sætu við. Sé fólk til að mynda að fara að baka um 1 kg af gulrótum er gott að velta þeim fyrst upp úr 3 msk. af bragðlítilli olíu, salta og pipra og setja inn í ofn í 30 mínútur við 190 °C. Taka þær þá út og hella yfir 2 msk. af hvítvínsediki og 2 msk. af hreinu hunangi og baka þær áfram í 20 mínútur. Baksturinn drýgður með gulrótum Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi og matgæðingur, tekur fram sveppi í matargerðina þegar það fer að hausta en síð- sumars og að hausti fer hún út í náttúruna í leit að villi- sveppum. „Ferskir, nýtíndir sveppir eru hreinlega guðdómlegir í súpu sem þessa,“ segir Rósa en hún gaf Sunnudagsblaði Morg- unblaðsins uppskrift að villisveppasúpu sem hún segir dásamlega góða. Hún bendir á að auk þess sem gott úrval sé til af þurrkuðum villisveppum í stórmörkuðum sé auðvelt að skera niður, þurrka og geyma nýtínda sveppi í lokuðum krukkum og geymsluþol þeirra sé mikið. VILLISVEPPASÚPA 400-450 g blandaðir ferskir villtir sveppir að eigin vali, skornir í bita (sjá neðst ef notaðir eru þurrkaðir sveppir) 1-2 msk. smjör 1 msk. ólífuolía 1 skalottlaukur, fínt saxaður 1 msk. fersk steinselja eða 1 tsk. þurrkuð 1 msk. ferskt timjan eða 1 tsk. þurrkað salt og grófmalaður pipar að smekk 1 lítri kjúklinga- eða grænmetissoð ½ dl púrtvín (má sleppa) 1-2 dl rjómi Steikið sveppi í ólífuolíu og smjöri í stórum potti við frekar háan hita í upphafi. Lækkið hitann og látið krauma í nokkrar mínútur. Takið þá um 1 dl af sveppunum úr pottinum til að nota síðar. Bætið svo skallotlauk í pottinn og mýkið í olíunni með sveppunum. Bætið steinselju og timjan út í og saltið og piprið að smekk. Hellið síðan soðinu saman við og látið suðuna koma upp. Lækkið þá hitann aftur og bætið púrtvíni út í ef þið notið það. Látið malla saman í nokkrar mínútur. Ef þið sleppið púrtvíni í súpunni þá mæli ég með að þið notið frekar grænmetissoð. Takið pottinn af hitanum og maukið súpuna með töfrasprota eða í blandara. Það er smekksatriði hve mikið súpan er maukuð. Setjið síðan aftur á hitann, blandið rjóma að smekk út í og einnig sveppunum sem teknir voru fyrr úr pottinum. Ef þið viljið ekki hafa sveppabitana of stóra þá saxið þá frekar áður en bætt er aftur út í. Smakkið til og kryddið að smekk með salti og pipar. Berið fram með ristuðu brauði, brauðteningum, léttþeyttum rjóma og brúnuðum sveppum til skrauts. ÞURRKAÐIR SVEPPIR Ef þið eigið þurrkaða sveppi þá þarf 80-90 g af þeim í súpuna. Leggið þá fyrst í bleyti í heitt, soðið vatn í um 20 mínútur. Látið síðan renna af þeim og þerrið og þá eru þeir tilbúnir til matreiðslu og meðhöndlaðir eins og ferskir sveppir. Tilvalið er að nota bæði þurrkaða og ferska sveppi í þessa súpu, til dæmis til helminga. Sveppirnir teknir fram Rósa Guðbjartsdóttir 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.9. 2015 Matur og drykkir Nú þegar sveppir hafa verið tíndir og gulrætur, rabarbari, kartöflur og fleira gott úr jurtaríkinu hefur verið rifið upp úr grænmetisbeðum er komið að því að nýta það. Vissulega er alltaf gott að bera þetta fram á hefðbundinn hátt, sjóða, grilla, baka og bera fram sem meðlæti, en það er ekki síðra að leika sér með hráefnið og jafnvel ná í gamlar uppskriftir sem hafa ekki verið notaðar í áraraðir. UPP ÚR BEÐUNUM Uppskeran í matinn HÆGT ER AÐ NÝTA UPPSKERU HAUSTSINS Á FJÖLBREYTTAN HÁTT OG EKKI ÚR VEGI AÐ REYNA FYRIR SÉR MEÐ EITTHVAÐ NÝTT Í MATARGERÐINNI OG LEIKA SÉR MEÐ HRÁEFNIÐ. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.