Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2015, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.9. 2015 Græjur og tækni „Tækni er bara tæki,“ er hafteftir Bill Gates, stofnanda Microsoft. „Þegar kemur að því að hvetja nemendur og fá þá til að vinna saman skiptir kenn- arinn mestu máli.“ Tækni er bara tæki Draumamyndavélin er í senn framúrskarandi, sterkbyggð,fislétt og hræódýr og gefur augaleið að slík vél er ekkitil, það þarf alltaf að fórna einhverju – frábær myndavél verður aldrei hræódýr, fislétt er sjaldnast sterkbyggð og svo má telja. Þetta sést einna best þegar stærð myndavéla er annars vegar, því þó að rafeindatæknin hafi gert að verkum að myndflögur verði sífellt öflugri, örgjörvar sífellt hraðvirkari og kramið allt minna og minna eru eðlisfræðilegar takmarkanir fyrir því hvað linsa getur verið lítil áður en það fer að ganga á myndgæðin, ekki síst ef litið er til aðdráttar. Ný vél í PowerShot-línu Canon, Canon PowerShot G3 X, gerir merki- lega atlögu að lögmálum smæðarinnar og kem- ur sér kirfilega fyrir í efri flokki prosumer- véla, myndavéla sem skila ýmissi tækni úr vél- um atvinnumanna til fjáðra áhugamanna. Stóru fréttirnar, eða kannski má orða það svo: Það sem gerir þessa vél stærri en hún virðist vera við fyrstu sýn er að í henni er risalinsa, 24 upp í 600 mm, sem gefur kost á 25-földum aðdrætti og þá er ég að tala um alvöru aðdrátt, ekki stafrænan. Ljósopið er líka prýðilegt, f/2.8-5.6 Það er enginn sjóngluggi á vélinni en hægt er að kaupa stafrænan sjónglugga sem smellt er ofan á vélina í sérstakan „skó“ sem er líka tengi fyrir leifturljós. Eitt slíkt er reyndar innbyggt. Ef menn vilja öflugra eða fullkomnara flass er hægt að nota það en fyrir vik- ið er ekki hægt að nota samtímis flass og sjóngluggann stafræna. Það eina sem ég sakna við vélina er reyndar sjóngluggi, því að þegar maður er búinn að skjóta linsunni út til að ná miklum aðdrætti ber maður vélina ósjálfrátt upp að auganu til að sjá aðdráttinn. Það venst eflaust en ég myndi fá mér sjónglugga, enda gefur augaleið að þegar maður heldur á myndavél og er búinn að stilla á 600 mm að- drátt er eins gott að vera ekki skjálfhentur. Til þess að geta notað svo mikinn aðdrátt finnst mér nauðsynlegt að vera með þrífót eða ámóta til NÝ VÉL Í POWERSHOT-LÍNU CANON KEMUR Á ÓVART MEÐ RISAVAXINNI AÐDRÁTTARLINSU ÞÓ AÐ VÉLIN SJÁLF STANDI VART ÚT ÚR HNEFA. LINSAN GEFUR ÞANNIG KOST Á 25-FÖLDUM AÐDRÆTTI, SEM ER MEIRA EN SÉST HEFUR Í MYNDAVÉLUM Í ÞESSUM STÆRÐARFLOKKI. * Hraðinn á vélinni er þokka-legur, hægt að taka 5,9 ramma á sekúndu með föstum fókus, 3,2 með sjálfvirkum fókus. Þetta á við ef myndirnar eru vistaðar á JPG- sniði, en þegar skipt er yfir í RAW dettur hraðinn niður í ríflega hálfan ramma á sekúndu. Fókusinn á henni er hæfilega hraðvirkur, vélin er 0,14 sekúndur að ná skerpu sjálfvirkt, en það er 31 fókuspunktur á skjánum. Græjan ÁRNI MATTHÍASSON að koma í veg fyrir hristing, en það er ekkert sem er bundið við þessa vél. Undir henni eru festingar fyrir þrífót. Vélin tengist þráðlausu neti og hægt er að para hana við Android- farsíma með NFC, en einnig er sérstakur tengihnappur sem hægt er að nota ef síminn er ekki með NFC, eins og iPhone til að mynda. Stuðningur við þráðlaus net í Canon-myndavélum hefur farið batnandi eftir því sem verkfræðingar þar á bæ hafa áttað sig betur á því hvernig menn vilja nota tæknina. Til að mynda þarf maður ekki lengur að treysta á Canon- myndaskýið til að senda myndir úr vélinni í tölvu, heldur er hægt að búa svo um hnútana að myndir eru lesnar sjálfkrafa á milli ef pöruð tölva er innan seilingar. Gætið að því að það er líka hægt að nota myndaskrá Ca- non til að vista myndir til bráðabirgða og svo lesa þær á réttan stað þeg- ar færi gefst. Svo er náttúrlega hægt að nota tenginguna í farsímann til að stýra vél- inni, smella af, stjórna flassi og svo má telja. Líka er hægt að stilla vél- inni upp og horfa í gegnum linsuna í farsímanum. Canon PowerShot G3 X kostar 174.900 kr. í netverslun Nýherja. LÍTILL RISI * Skjárinn á bakinu er mjög fínn,stór og bjartur, en hægt er að draga hann út og velta til og frá. Hann er snertiskjár, nema hvað, 3,2" 1,62 milljón díla LCD-skjár, og hægt að sýsla með allt það sem maður á annað borð vill sýsla með í einni myndavél alla jafna. HDMI-tengi er á vélinni og eins tengi fyrir hljóð- nema og heyrnartól. * Myndflagan er býsna stór, 3,2 tommur, og skilarmyndum sem eru 20,2 milljónir díla. Ljósnæmi er allt upp í ISO 12.800. Vídeó geta verið upp í 1080p og þá með 60, 30, 25 eða 24 ramma á sekúndu. Myndvinnsluörgjörv- inn í vélinni er nýjasta gerð af Canon DIGIC örgjörv- anum, DIGIC 6, sem birtist fyrst í Canon myndavél 2013, en hefur verið endurbættur síðan til að auka ljósnæmi og vinnsluhraða. 18. september gefurMorgunblaðið út sérblaðið um SJÁVARÚTVEGINN Meðal efnistaka: - Nýjasta tækni til fiskveiða - Öryggismál á hafi úti - Sjósóknarar segja frá - lífið á sjó - Internetið - nauðsyn nettengingar fyrir sjómenn - Eldsneyti fyrir útgerðina - nýjungar og nauðsynjar - Umbúðalausnir fyrir atvinnuveginn - Markaðsmál sjávarútvegsins - Vinnslubúnaður fyrir sjávarafurðir - O.m.fl. NÁNARI UPPLÝSINGAR um auglýsingarpláss gefur: Sigríður Hvönn Karlsdóttir Sími: 569 1134 siggahvonn@mbl.is Blaðinu verður dreift í auka upplagi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.