Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2015, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2015, Blaðsíða 49
Í tengslum við sýninguna Gullkistan: 20 ár í Lista- safni Árnesinga verður á morgun, sunnudag, milli kl. 13.00 og 14.30 boðið upp á umræð- ur. Frummælendur verða Jón Özur Snorrason, Ásborg Arnþórsdóttir og Guðrún Eva Mínervudóttir. Í pall- borði, að framsögum loknum, sitja einnig Alda Sigurðardóttir og Krist- veig Halldórsdóttir, stofnendur Gull- kistunnar. Umræðum stjórnar Inga Jónsdóttir safnstjóri. 2 13.9. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 Sigrún Hjálmtýsdóttir, betur þekkt sem Diddú, heldur af- mælistónleika í Eldborg Hörpu á morgun, sunnudag, kl. 20 þar sem farið verður yfir farsæl- an feril söngkonunnar síðastliðin 40 ár. 3 Tónskáldin Einar Torfi Einarsson og Þráinn Hjálmarsson verða með listamannaspjall um sýning- una New release á morgun, sunnu- dag, kl. 15. Þar munu þeir ræða verk sín á sýningunni sem standa á mörk- um tónlistar og myndlistar. 4 Aukasýning verður á ævin- týraóperunni Baldursbrá eftir Gunnstein Ólafsson og Böðvar Guðmundsson í Norðurljósasal Hörpu á morgun, sunnudag, kl. 16. Leikstjóri uppfærsl- unnar er Sveinn Einarsson. 5 Hljómsveitin Nýdönsk blæs til árlegra hausttónleika í Hörpu á morgun, sunnudag, kl. 21. Boðið verður upp á tvenns konar tónleika þetta árið sem bera yfirskriftina „Skemmtilegustu lögin“ og „Leiðinlegustu lögin“ til að koma til móts við alla aðdáendur. MÆLT MEÐ 1 legum sýningum en þær verða líka að vera metnaðarfullar.“ Finnst þér þá metnaðurinn meiri í kvik- myndabransanum? „Vissulega er kvikmyndabransinn ekki fullkominn en mér finnst ég hafa betri mögu- leika á að hafa áhrif til góðs, þ.e. að vinna gegn því að verkefni einkennist af klisjum eða metnaðarleysi. Mér finnst ég ekki geta haft jafnmikil áhrif í leikhúsinu til þess að tryggja metnaðarfullar uppfærslur. Frá árinu 2008 hef ég aðeins leikið í sviðsverkum sem ég framleiði sjálfur. Þá get ég stýrt uppfærslunni og stend og fell með henni. Ég get ekki skammað neinn annan ef hlutirnir verða ekki nógu góðir. Mér finnst gott sem leikari að taka ábyrgð á þeim uppfærslum sem ég kem að. Mér finnst of margir kollega minna bara mæta í vinnuna og skila sínu án þess að hafa eldmóðinn sem til þarf eða vilja bera sinn hluta af ábyrgðinni. Margir þora ekki að gagnrýna verkefnavalið eða þær út- færslur sem lagt er upp með. Og þá verður leikhúsvinnan bara eins og hvert annað handverk, sem í mínum huga er metn- aðarleysi. Við verðum að brenna fyrir það sem við erum að fást við og hafa metnaðinn til að segja sögur sem skipta máli. Við meg- um ekki einskorða okkur við að fara yfir garðinn þar sem hann er lægstur. Okkur ber skylda til að taka listræna áhættu. Það þýðir auðvitað að stundum floppa hlutirnir. Ég held að hræðslan við að mistakast geri það að verkum að margir reyni að setja aðeins upp sýningar sem miklar líkur eru á að muni falla í góðan jarðveg. Þannig einkennist öll nálgun af varkárni og sýningum er pakkað inn í sellófan eða jólapappír við mikinn fögn- uð allra. Slíkar sykurhúðaðar sýningar segja mér ekkert. Ég vil frekar tefla á tæpasta vað, skila fimm sýningum sem floppa ef sjötta sýningin reynist vera snilld. Ég vil ekki láta saka mig um meðalmennsku og þoli vel að láta skamma mig fyrir að taka list- ræna áhættu.“ Gef mig alltaf 100% í verkefnin En af hverju valdir þú að gerast leikari? „Þegar ég var liðlega tvítugur starfaði ég sem iðnaðarmaður og hefði með réttu átt að verða múrari. Á þessum tíma kynntist ég fólki sem starfaði í áhugaleikhúsi og prófaði að vera með og fannst þetta mjög skemmti- legt. Ég íhugaði að sækja um inngöngu í leiklistarskólann hjá Odense Teater en þorði ekki. Frá því að hugmyndin kviknaði og þar til ég þorði loks að fara í inntökuprófið leið heilt ár. Það sem réði úrslitum var að dag einn rann það upp fyrir mér að ef ég þyrði ekki að sækja um myndi ég kannski þegar ég yrði fimmtugur verða sjálfum mér mjög reiður yfir því að hafa verið gunga sem ekki þorði að láta á þetta reyna. Þá loks lét ég slag standa – án þess að ég raunverulega gerði mér grein fyrir því hvað ég væri að kasta mér út í eða væri búinn að hugsa það í þaula hvort leiklistin væri það sem ég vildi starfa við til æviloka. Mér til mikillar ánægju komst ég inn. En það er ekki eins og leikarastarfið hafi verið draumastarf mitt frá unga aldri. Ég fékk bara nasasjón af leiklistarstarfinu og hugsaði með mér að þetta gæti verið spennandi. Ég hef lifað af leiklistinni æ síðan.“ Ertu sáttur við leikferil þinn til þessa? „Já, tvímælalaust. Ég hef svo sannarlega notið þess að starfa við leiklist. Það er líka ánægjulegt að finna að maður verður betri og betri ár frá ári. Ég er mér hins vegar alltaf meðvitaður um að dag einn gæti tími minn sem leikari verið liðinn, þ.e. tilboðin gætu hætt að streyma til mín eða ég misst áhugann á þessu starfi. Ég er alveg opinn fyrir því að finna mér þá eitthvert annað fag til að sjá mér farborða. Ég hef alltaf gefið mig 100% í þau verkefni sem ég fæst við hverju sinni og þá skiptir ekki öllu hvort verkefnið snýst um leiklist eða smíðavinnu. Aðalmarkmiðið er að mínu mati alltaf að búa sér gott líf og vera heill í því sem maður er að gera. Þegar ég horfi til baka er ég þó af- skaplega ánægður með að ég þorði að sækja um leiklistarnámið og komst inn.“ Morgunblaðið/Eggert Vel fór á með þeim Søren Malling og Guð- mundi Arnari Guðmundssyni á tökustað á Borgarfirði eystri við gerð Hjartasteins. „Við verðum að brenna fyrir það sem við erum að fást við og hafa metnaðinn til að segja sögur sem skipta máli,“ segir leikarinn Søren Malling.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.