Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2015, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2015, Blaðsíða 56
SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2015 Þessi ljósmynd var tekin á Eyjafjallajökli árið 1944, en um er að ræða björgunarsveit sem var að leita að banda- rískri sprengjuflugvél af gerðinni B-24 sem talið var að hefði farist á jöklinum. Á myndinni eru að minnsta kosti þrír bandarískir hermenn, Bettrand, Botcher og Harris að nafni, en talið er að hinir mennirnir séu íslenskir. Ljósmyndin er úr fórum bandarísks hermanns, Vin- cents Hermanson, sem dvaldist hér á landi á stríðs- árunum. Það var George Valdimar Tiedemann ljósmynd- ari í Bandaríkjunum sem kom myndinni á framfæri við Sunnudagsblað Morgunblaðsins, en hann er íslenskur í móðurættina, svo sem lesa mátti um í viðtali sem birtist við hann hér í blaðinu í byrjun árs 2014. Að sögn George er Hermanson ekki með nöfn Íslendinganna sem voru leiðsögumenn í leiðangrinum en hann fullyrðir að án þeirra hefðu björgunarleiðangrar af þessu tagi verið ómögulegir. Fróðlegt væri að vita hvort lesendur Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins kannast við einhvern á myndinni og hvort þeir búa hugsanlega að upplýsingum um téðan björgunarleiðangur eða aðra slíka á stríðsárunum. Upp- lýsingar sendist á netfangið orri@mbl.is. ÞEKKIR EINHVER MENNINA? Björgunarleiðangur á Eyjafjallajökli 1944 Árið 1935 var forsíða Morgun- blaðsins helguð smáauglýsingum. Föstudaginn 13. september var auglýsing frá kaupmönnunum góðkunnu Silla & Valda mest áber- andi, en yfirskriftin var „Af ávöxt- unum skuluð þjer þekkja þá“. Í auglýsingunni stóð: „Hraust, sælleg og fögur börn eru dýrmæt- asta eign foreldranna, eru besti þjóðarauðurinn. Hlynnið að ung- viðinu, nýju kynslóðinni. Ávextir eru það hollasta sem þau neyta. Gefið þeim mikið af ávöxtum. Ein- mitt núna er gnægð af góðum ávöxtum. – Eplin langþráðu, ban- anar, vínber, melónur.“ Epli voru munaðarvara á þess- um árum og Verslunin Fell og verslunin Höfn auglýstu líka ný epli og það með afslætti, en hálft kíló fékkst á fjörutíu aura. Tvær kvikmyndir voru auglýst- ar á forsíðunni. Gamla bíó auglýsti kvikmyndina heimsfrægu um Tjeljuskin og Nýja bíó heimsfræga tal- og söngvamynd, Mascarade, sem hlaut gullmedalíu á kvik- myndahátíðinni í Feneyjum. Einnig var auglýst bók Guð- mundar Daníelssonar, Bræðurnir í Grashaga, sem þótti lýsa íslensku sveitalífi á hispurslausan hátt, og miðlungsstór sem nýr peninga- skápur. ASÍ vísaði á hann. Þá var kaðall, mismunandi sver, fyrir- liggjandi í Heildverslun Garðars Gíslasonar. GAMLA FRÉTTIN „Af ávöxtunum skuluð þjer þekkja þá“ Myndin sem fylgdi auglýsingunni frá Silla & Valda fyrir réttum 80 árum. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Heimir Snær Guðmundsson fv. knattspyrnumaður Jóhann Berg Guðmundsson knattspyrnumaður Klaas-Jan Huntelaar knattspyrnumaður Það haustar að Cuero Mariposa hægindastóll Kartell Take borðlampi Freemover kertastjakar Omaggio vas r Skeifunni 8 | Kringlunni | Sími 588 0640 | casa.is iittala skálar Skagerak skurðarbretti iittala vasar iittala kertastjakar Alessi pressukanna Kartell Cindy borðlampar Vita silvia copper essi ertskál Al des Architectmade tréfígúrur Naver hliðarborð Gl rups inniskór Ritzenhoff kanna Freemover kertastjakar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.