Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Qupperneq 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Qupperneq 4
Hvernig tilfinning er það að ná að skora meira en 150 mörk í efstu deild í knattspyrnu hér á landi? Mjög góð tilfinning, það er alltaf gaman þegar vel gengur og gaman að fara yfir svona tölumúra, þótt ég hafi aldrei stefnt sérstaklega að því. Það er búið að ganga mjög vel síðustu fjögur árin og mörkin verið að tikka inn. Hvernig er stemningin fyrir fyrsta leikinn í undankeppni EM 2017? Afar góð og gaman að hitta stelpurnar aftur eftir langt hlé þar sem það er langt síðan við spiluðum saman síðast. Við erum kátar og glaðar og erum að ná upp góðu tempói. Hverju ertu stoltust af á þínum ferli? Að verða Íslandsmeistari með Stjörnunni. Ég ólst upp í íþrótta- félaginu og á þeim tíma átti Garðabær enga titla. Ég er stolt af því að hafa tekið þátt í að byggja liðið upp og gera það að því sem það er orðið í dag. Hvað kemur knattspyrnufólki áfram? Hvað þarf að gera til að ná langt? Það er mikilvægt fyrir þá sem stefna langt að hafa markmið sem og áætlun um hvernig eigi að fara að því að ná þeim markmiðum. Fyrir unga krakka sem langar að ná árangri er mikilvægt að mæta á allar æfingar með það í huga að mæta ekki bara til að mæta heldur til að leggja sig allan fram og hafa gaman af því sem er verið að gera. Finnst þér árangur íslenska kvennalandsliðsins á stórmótum hafa gleymst í umfjöllun um þátttöku íslenska karlaknattspyrnuliðsins á EM á næsta ári? Nei, það finnst mér ekki. Við fengum okkar athygli á sínum tíma þegar við komumst á stórmót í fyrsta skipti og strákarnir hafa náð mjög merkum áfanga núna og auðvitað eigum við, öll þjóðin, að samgleðjast þeim og vera stolt. En auðvitað þarf að passa hvernig hlutirnir eru orðaðir í umræðunni, þetta snýst kannski meira um það en að okkar afrek hafi gleymst. Morgunblaðið/Styrmir Kári HARPA ÞORSTEINSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.9. 2015 Í fókus Mér finnst hann stórkostlega fallegur. Það er erfitt að syngja fyrir marga og það mætti lækka hann um hálfan til einn tón. Ég myndi ekki vilja skipta honum út. Anna Júlíana Sveinsdóttir Ég hef ekkert álit á þessu, maður heyrir hann örsjaldan. Mætti alveg skipta honum út. Jens Baldursson Hann er svolítið gamaldags. Við getum ekki verið þjóðrembingsplebbar lengur. Stefanía Pálsdóttir Mér finnst hann kúl. Poddi Poddsen SPURNING DAGSINS HVAÐ FINNST ÞÉR UM ÍSLENSKA ÞJÓÐSÖNGINN? Shirokuma Sushi er nýjasta viðbótin við matarvagnaflot- ann í Reykjavíkurborg. Eig- endur þessa fyrsta sushi- matarvagns hér á landi eru hæstánægðir með við- tökurnar. Íslendingar virðast kunna vel að meta japanska matargerð. Matur 26 Í BLAÐINU Það er áhugavert og skemmtilegt að kynna sér nýja og spennandi hönnun. Í umfjöllun er lit- ið yfir nokkur áhugaverð verkefni hvaðanæva úr heiminum sem eru vænt- anleg á markað með vetr- inum. Hönnun 24 Í frumskógi matarbloggsins hefur tímaritið Saveur tekið saman og verðlaunað bestu síður hvers árs. Verðlaunaflokkarnir eru margir og síðurnar ólíkar og skemmtilegar. Matur 28 Atli Ingólfsson frumsýnir óperuna Njáls sögu í Cinno- ber-leikhúsinu í Gautaborg. Um er að ræða þriðju óp- eruna sem Cinnober frum- sýnir eftir Atla á sl. áratug, en leikstjóri allra þriggja sýninga er Svante Aulis Löwenborg. Menning 49 Harpa Þorsteinsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu og framherji Stjörnunnar, skoraði sitt 150. mark á ferlinum í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna um síð- ustu helgi. Harpa er fimmta íslenska knattspyrnukonan til að ná þeim árangri í efstu deild hér á landi. Á þriðjudaginn mætir Ísland Hvíta-Rússlandi í fyrsta leik A-landsliðs kvenna í undankeppni EM 2017. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Golli Góð stemning í liðinu Í viðtali við Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara karla í knattspyrnu, sem birtist í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um síðustu helgi, var rangt farið með nafn föður Heimis. Hann hét Hallgrímur Þórðarson. Leiðrétt

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.