Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Page 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.9. 2015 * Annars fengum við ekkert að vita, það hvíldi alltaf svomikil leynd yfir öllu hjá hernum.Guðjón Ólafsson frá Syðstu-Mörk. ÞjóðmálORRI PÁLL ORMARSSON orri@mbl.is Leiðangurinn sem Guðjón Ólafs- son fór í með bandarísku her- mönnunum var ekki sá fyrsti sem gerður var til að finna B-17G sprengjuflugvélina á Eyjafjallajökli. Árni Alfreðsson frá Stóru- Mörk undir Eyjafjöllum, sem hef- ur kynnt sér málið vel og meðal annars farið yfir skýrslur frá Bandaríkjaher, segir fyrsta leið- angurinn hafa verið farinn 27. september 1944, það er að segja þremur dögum áður. Að sögn Árna virðist sá leið- angur hafa farið fram með tals- verðri leynd en Jón Kjartansson var eini Íslendingurinn í það skipt- ið. „Svo leynt virðist sú ferð hafa farið að hvorki Guðmundur né Guðjón vissu af henni. Jón talaði um að hann hefði ekki mátt segja neitt frá þeim leiðangri. Sem var kannski eðlileg krafa á stríðs- tímum,“ segir Árni. Hvort sömu hermenn voru í þeim leiðangri eða hversu margir veit Árni ekki. Nema leiðangurs- stjórinn, G.F. Behrend. „Eitthvað verra veður var í þeim túr, a.m.k. var talsvert hvasst. Þá var farið beint út í Skerin og gáfust flestir leiðangursmenn þar upp. Nema G.F. Behrend, einhver undirmaður hans og Jón. Þeim tókst að komast alla leið að flakinu. Vélin var að miklu leyti á kafi í snjó nema aftasti hlutinn. Þar tókst þeim að brjóta sér leið inn. Eitthvað örlítið af dóti, einkum persónulegir munir áhafn- ar, var tekið meðferðis niður.“ Árni segir tilgang leiðangranna án efa hafa verið að komast í vél- ina og eyðileggja eða fjarlægja Norden-sprengjusjána sem var mikið hernaðarleyndarmál á þessum tíma. „Mjög mikilvægt var að Þjóðverjar kæmust ekki yfir heilt eintak. Fremri hluti flaksins fór fljótlega á kaf í snjó eftir brot- lendinguna og áhöfnin náði ekki að eyðileggja hana. Og hafði lík- lega um annað að hugsa. Þurftu fyrst og fremst að hugsa um að komast lifandi af.“ MEÐ TALSVERÐRI LEYND Hef ekki gleymt þessum leiðangri Ég hafði svolítið gaman af aðsjá þessa mynd. Það vorutveir búnir að hringja til mín og láta mig vita áður en ég sá hana sjálfur. Ég man vel eftir þessum leiðangri,“ segir Guðjón Ólafsson frá Syðstu-Mörk undir Eyjafjöllum en hann er einn af íslensku leiðsögumönnunum á ljósmynd sem birtist á baksíðu Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins fyrir viku. Er lengst til hægri á smærri myndinni en lengst til vinstri á þeirri stærri. Guðjón ber einnig kennsl á Jón Kjartansson í Eyvindarholti og Guðmund Sæmundsson frá Stóru- Mörk. Ljósmynd þessi er frá björgunar- leiðangri á vegum bandaríska hers- ins á Eyjafjallajökli í september 1944. Bandarískur hermaður, Vin- cent Hermanson, sem átti myndina í fórum sínum, segir Íslendingana hafa gegnt mikilvægu hlutverki í leiðangrinum, en þeir voru leiðsögu- menn, og lýsti blaðið eftir upplýs- ingum um þá. Ekki stóð á viðbrögðum frá les- endum og þannig komst blaðið í samband við Guðjón sem er að verða 93 ára. Hann þekkir ekki fleiri á myndinni. „Ég man vel að Jón og Guðmundur voru með í för en ekki hvort við Íslendingarnir vorum fleiri,“ segir Guðjón. Líklega leitað að flaki Samkvæmt upplýsingum á bakhlið myndarinnar, sem George Valdimar Tiedemann, ljósmyndari í Banda- ríkjunum, sem er íslenskur í móð- urætt, vék að Morgunblaðinu, eru að minnsta kosti þrír bandarískir hermenn á henni, Behrend, Botcher og Harris. Þá vantar upplýsingar um tvo til viðbótar. Vincent Her- manson tók ekki þátt í leiðangrinum sjálfur, var snúinn aftur til Banda- ríkjanna. Hann eignaðist myndirnar síðar. Tildrög leiðangursins voru þau að bandarísk B-17G sprengjuflugvél, svokallað „flugvirki“ (ekki B-24 , eins og Vincent Hermanson minnti), hafði farist norðan í Eyjafjallajökli nokkrum dögum áður, eða 16. sept- ember 1944, og öll áhöfnin lifað af, tíu manns. Þeir yfirgáfu ekki flakið fyrr en tveimur sólarhringum síðar, vissu ekki hvert skildi fara en sáu síðan ljósin í Fljótshlíðinni og óðu meðal annars yfir Markarfljót, lík- lega meira af vilja en getu, og kom- ust heilu og höldnu til byggða. Guðjón, sem var 22 ára á þessum tíma, stóð í þeirri meiningu að verið væri að fara að flaki þessarar vélar. Menn höfðu skýra hugmynd um staðsetninguna enda höfðu menn farið upp að flakinu tveimur til þremur dögum áður. „Annars feng- um við ekkert að vita, það hvíldi alltaf svo mikil leynd yfir öllu hjá hernum,“ rifjar Guðjón upp. Þess utan talaði hann ekki ensku og gat fyrir vikið ekki haft mikil samskipti við hermennina í leið- angrinum. Jón Kjartansson kunni á hinn bóginn einhverja ensku og hafði orð fyrir Íslendingunum en herinn þurfti á heimamönnum að halda til að rata á jöklinum. Leiðangursmenn voru með tvo sleða meðferðis eins og til að ferja jarðneskar leifar niður af jöklinum og taldi Guðjón að sækja ætti menn sem farist hefðu með sprengju- flugvélinni. „Þegar í ljós kom að hermennirnir vildu ekki fara þang- að þá var okkur ljóst að líkin væru sennilega uppi á hájöklinum, en þangað var stefnan tekin, og kemur þá til orðrómur, sem gekk í sveit- inni, þess efnis að tveggja manna flugvél hefði farist við að leita að fyrri vélinni,“ segir Guðjón. Þetta fékkst hins vegar aldrei staðfest. Allur er varinn góður Eins og sjá má á myndinni eru bæði Guðjón og Guðmundur með reipi um sig miðja. Það var, að sögn Guðjóns, varúðarráðstöfun ef ein- hver skyldi falla í sprungu. Sjálfur lenti hann í því að stíga með annan fótinn í sprungu á leiðinni en komst auðveldlega upp aftur. Hestarnir voru skildir eftir við jökulröndina og varð Jón eftir hjá þeim. Eftir það drógu leiðang- ursmenn sleðana sjálfir og kom það, að sögn Guðjóns, í hlut Íslending- anna. „Við vorum norðantil en stefndum á Goðastein og sáum inn eftir jöklinum. Þar var einhver þokuslæðingur og það varð til þess að hermennirnir sögðu okkur að nema staðar og snúið var við. Við komumst með öðrum orðum aldrei að flakinu.“ Guðjón segir það að snúa við hafa verið skynsamlega ákvörðun enda sé ekki ráðlegt að þvælast á jöklum í þoku. „Þess utan er ólíklegt að staðurinn, sem greinilega var stefnt á, hefði fundist í þoku.“ Á leiðinni til byggða segir Guðjón menn hafa komið auga á hvítar druslur sem talið var að væru ræm- ur úr fallhlíf sem hermennirnir, sem brotlentu á jöklinum, hefðu notað til að koma sér niður hamra- beltið. Svo virtist sem þær hefðu verið hnýttar saman. Annar leiðangur ekki gerður Lagt var af stað snemma að morgni og komið aftur fyrir myrkur. Guð- jón getur sér þess til að gengnir hafi verið þrettán kílómetrar. „Þetta var bara dagsferð og enginn búnaður meðferðis til að sofa yfir nótt. Leiðangurinn gekk í alla staði vel, nema hvað hann skilaði engu.“ Guðjón varð ekki var við að her- inn gerði út annan leiðangur að flak- inu af sprengjuflugvélinni en nokkr- ir bændur úr sveitinni fóru upp að því síðar og hirtu sitthvað úr því. Flakið skilaði sér svo niður úr jökl- inum mörgum árum síðar. „Vel má vera að leitað hafi verið síðar að smærri vélinni en ég veit ekki til þess að hún hafi fundist. Á móti kemur að herinn hélt svo mörgu leyndu.“ Spurður um myndatökuna á jökl- inum man Guðjón ekki eftir henni og hefur ekki séð myndir úr leið- angrinum fyrr. „Á hinn bóginn hef- ur þessi leiðangur alltaf komið ann- að slagið upp í hugann gegnum tíðina, þannig að ég hef ekki gleymt honum.“ Þetta var eini björgunarleiðang- urinn af þessu tagi sem Guðjón tók þátt í á stríðsárunum en hann lóðs- aði seinna Bandaríkjamenn á snjó- bílum upp að jöklinum, nálægt 1950. Þá hafði farist flugvél í gíg- skálinni fyrir ofan Goðastein. „Það fannst aldrei nema eitt lík við það flak. Hinir hafa komist frá því og farist í jöklinum en leit að þeim, sem ég tók þátt í, bar ekki árangur. Bein þeirra voru að finn- ast fjörutíu til fimmtíu árum seinna í gígjöklinum.“ Þessi mynd er tekin á Eyja- fjallajökli seinna í leiðangr- inum. Guðjón og Guð- mundur ásamt öðrum leiðangursmönnum. Jón varð eftir hjá hestunum við jökulröndina. Leiðangursmenn á Eyjafjallajökli. Guðjón Ólafsson lengst til hægri, þá Jón Kjartansson í Eyvindarholti, annar frá hægri, og Guðmundur Sæmundsson frá Stóru-Mörk. Myndin er tekin skammt neðan við jökulröndina ofan við Illagil. Í baksýn lengst til hægri (neðarlega) má sjá Helluhnjúkinn og klettabelti í Dag- málafjalli sést lengst til vinstri í baksýn. GUÐJÓN ÓLAFSSON FRÁ SYÐSTU-MÖRK UNDIR EYJAFJÖLLUM TÓK ÞÁTT Í BJÖRGUNARLEIÐANGRI SEM BANDARÍSKI HERINN STÓÐ FYRIR Á EYJAFJALLAJÖKLI Í LOK SEPTEMBER 1944 OG BIRT VAR MYND ÚR Í SUNNUDAGSBLAÐI MORGUNBLAÐSINS UM LIÐNA HELGI. AÐ SÖGN GUÐJÓNS GEKK LEIÐANGURINN VEL EN HANN SKILAÐI HINS VEGAR ENGU ÞAR SEM SNÚIÐ VAR VIÐ VEGNA ÞOKU.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.