Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Síða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.9. 2015 Það er gott kaffið á Segafredo í Leifsstöð ogstarfsfólkið hjálplegt og þægilegt. Svipaðviðmót og á Kaffitári, fyrirtækinu frá Reykjanesbæ, sem áður þjónustaði kaffiþyrsta í Leifsstöð. Það var áður en þjónustustarfsemin var öll stokkuð upp, að sögn af erlendu ráðgjafafyrir- tæki, sem hafði fengið það verkefni að gera Leifs- stöð nútímalega íslenska flugstöð, með áherslu á ís- lenska. Leifsstöð átti að verða íslenskari en nokkru sinni. Ef ég man rétt þá voru þessi boð látin út ganga þegar sefa þurfti okkur sem gagnrýndum að Kaffi- tári og fleiri íslenskum fyrirtækjum væri bolað útúr Leifsstöð. Í staðinn komu Joe and the juice og öll hin fyrirtækin sem maður sér á flugvöllum um heim allan. Hann virðist vera furðu lítill og lokaður þessi heimur, flughafnaheimurinn; einhæfur og staðlaður. Eflaust finnst mörgum þetta vera í góðu lagi og jafnvel hallærislegt að bera hag íslenskra fyrirtækja fyrir brjósti. Hvað þá að vilja gera íslenskum fyrir- tækjum hærra undir höfði en öðrum á okkar heima- velli. Mér finnst það ekki hallærislegt, heldur sjálf- sagt að í höfuð-flughöfn Íslands séu heimamenn hafðir í fyrirrúmi. Ekki síst ef þeir hafa staðið sig sérlega vel en annað verður ekki sagt um Kaffitár. Í tengslum við svokallaða Þjóðarsátt fyrir aldar- fjórðungi var hrint af stokkunum átaki um að kaupa íslenskt. Markmiðið var að efla íslenska framleiðslu og þar með íslenskt atvinnulíf. Atvinnu- leysi var byrjað að banka uppá og samfélaginu þótti það bera ábyrgð sem samfélag. Auðvitað voru þau til þá sem sögðu að bannað væri að fara út í búð nema með bundið fyrir augu, að öðru leyti en því að kíkja á verðmiðann. Ekkert samfélagsrugl takk, markaðurinn ráði! Ég held að þau sem vilja láta hugsa á samfélags- vísu séu ennþá til og sennilega fleiri en margan grunar. Og getur ekki verið að þegar allt kemur til alls vilji margir á markaðstorginu, hvar sem það er að finna, einmitt fá að njóta fjölbreytilegs vals; að fjölbreytileikinn sé með öðrum orðum markaðs- vænn. En þetta gerist ekki af sjálfu sér. Jafnvel þótt fyrirtæki bjóði upp á góða vöru og þjónustu á sam- keppnishæfu verðlagi eru því allar bjargir bann- aðar ef því er meinaður eða torveldaður aðgangur að markaðstorginu. Og þegar plássið er takmarkað skiptir máli á hvaða forsendum er úthlutað. Segir ekki skynsemin að gott sé fyrir íslenskt samfélag að efla íslenskt atvinnulíf? Og er það ekki beinlínis góður bisniss fyrir ferðamannasamfélag að rækta sérkenni sín auk þess sem augljóst er að fyrir bragðið verður heimurinn líka skemmtilegri! Fjölbreyttur heimur er eftirsóknarverðari en ein- hæfur heimur. Ég sannfærðist um það á sínum tíma að einmitt þetta vekti fyrir stjórnendum Leifsstöðvar, að sýna sérkenni Íslands og greiða götu íslenskra frum- kvöðla – líka þeirra sem vinna ofan í okkur kaffið og meðlætið. Niðurstaðan varð ekki sú. Brottrekstur Kaffitárs, Epals, sjálfs merkisbera íslenskrar hönnunar (!), og fleiri íslenskra fyrir- tækja úr Leifsstöð er táknrænn um vegferðina þangað sem heimurinn stefnir hraðbyri: Risakeðj- ur og einhæfni. Eftirsóknarvert? Nei, þess vegna fyrirsögnin. Þyngra en tárum taki * Segir ekki skynseminað gott sé fyrir íslensktsamfélag að efla íslenskt atvinnulíf? ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Össur Skarp- héðinsson deildi þessum hugrenn- ingum sínum með vinum sínum á Facebook í gær- dag: „Hvað sem mönnum finnst um samþykkt borgarstjórnar um að sniðganga vörur frá Ísrael er út í hött að nefna það til marks um andúð á gyðingum. Aðskiln- aðarstefnan í S-Afríku var brotin á bak aftur með viðskiptabanni. Dettur einhverjum í hug að undir- rót þess hafi verið hatur á hvítum mönnum?“ Ritstjórinn Atli Fannar Bjarka- son skrifaði svo um sama mál á Twitter: „Óháð tilgangi og mann- réttindasjónarmiðum er tillaga Reykjavíkurborgar um að snið- ganga vörur frá Ísrael vandræða- lega óvönduð stjórnsýsla.“ Fyrr í vikunni deildi Rósa Guðbjarts- dóttir bæj- arfulltrúi stór- skemmtilegri uppákomu á Facebook sem hún lenti í fyrir utan Grosvenor-hótelið á Park Lane í London um síðustu helgi. „Frægir og fínir skunduðu á glamúrball og voru myndaðir í gríð og erg. Allt ætlaði um koll að keyra þegar Pippa Middleton mætti á bleika dregilinn en eins og glöggt má sjá á meðfylgjandi, geislandi mynd sem ég tók var hún í glæsilegum fagur- bláum síðkjól! Leikkonan Fran- cesca Hull var líka flott með marg- litan keip. En viti menn, svo komst íslenski papparazzinn sjálfur í breska fjölmiðla eins og hér má sjá. Mikið er ég fegin að ekki sást í HM- pokann sem ég var með á öxlinni.“ Og einn líflegasti penni Face- book, rithöfundurinn Elísabet Kristín Jökuls- dóttir, varpaði þeirri spurningu fram á samskipta- miðlinum hvernig hún gæti skráð sig út af honum sem notandi og fékk nokkrar leiðbeiningar. Kankvís svaraði Elísabet stuttu síðar: „Sko einu sinni setti ég út svona status og þá komu allir og sögðu, ekki fara ekki fara… nú er annað uppi á ten- ingnum.“ AF NETINU Heimilislegir Sunnudagar eru fastur dagskrárliður alla sunnudaga á Kex Hostel í vetur og fer dagskrárliðurinn alla jafna fram í Gym & Tonic en með stökum undantekningum. Í dag, sunnudaginn 20. september, mun Rakel Kristinsdóttir frá dansskóla Birnu Björns stýra stuðinu og kenna krökkum dans í tveimur hollum. Mikil ásókn er í þessi námskeið og er eindregið mælt með því að fólk mæti tímanlega. Fjögurra til sjö ára krakkar byrja klukkan 13 og átta ára og eldri klukkan 13:30. Allir eru velkomnir í dansinn og enginn aðgangseyrir. Krökkum kenndur dans Þakkaði útvarps- stöðvum í Philadelphiu Morgunblaðið/Golli Tónlist hljómsveitarinnar Of Monsters and Men hefur slegið í gegn um heim allan en í viðtali við eina stærstu út- varpsstöð Philadelphiu segir Nanna Bryndís Hilm- arsdóttir að það sé alltaf einstök tilfinning að heyra aðdá- endur sem skilji hvorki né tali íslensku syngja engu að síður með lögum hljómsveitarinnar, orð fyrir orð. Hljómsveitin er nú stödd vestanhafs þar sem hún leikur á tónleikum í borginni en Nanna segist Philadelphiu æv- inlega þakklát þar sem tónlist hljómsveitarinnar hafi fyrst verið spiluð á útvarpsstöðvum þar í borg. „Enginn vissi hver við vorum. Við höfðum ekki plötu- samning. Við vorum að taka okkar fyrstu skref og þá fór Philadelphia allt í einu að spila tónlist okkar,“ segir söng- konan í viðtalinu og segir það því alltaf einstaka tilfinn- ingu að koma fram á tónleikum í borginni. Það sé virki- lega skemmtilegt. „Takk fyrir að taka okkur svo vel svona snemma,“ bætti hún við. Nanna Bryndís Hilmarsdóttir segir það ein- staka tilfinningu að spila í Phila- delphiu. Vettvangur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.