Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Side 11
20.9. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11
Sérstök barnakvikmyndahátíð fer
fram í Norræna húsinu helgina 26.-
28. september í tengslum við Al-
þjóðlega kvikmyndahátíð í Reykja-
vík, RIFF. Markmiðið er að Nor-
ræna húsið iði af lífi alla helgina, en
einnig er sundbíó í Kópavogslaug.
Á opnunarhátíð kl. 15 laugardag
verða meðlimir Sirkús Íslands á
svæðinu og bjóða andlitsmálningu.
Teiknisamkeppnin ,,Lundi fer í
bíó!,, er
haldin í
tengslum
við barna-
kvikmyndahátíð-
ina. Börn geta teiknað
mynd sem tengist við-
fangsefninu Lundi fer
í bíó og annað hvort
skilað inn í miðasölu Tjarnarbíós
eða sent í pósti með merkingunni:
„Lundi fer í bíó“
Reykjavik International Film
Festival,
Tjarnargata 12, 101 Reykjavík.
Myndum í samkeppnina þarf að
skila fyrir 24.september. Þrjár
bestu myndirnar hljóta verðlaun
sem afhent verða á opnunarhátíð-
inni í Norræna húsinu þar sem
myndir í samkeppninni verða til
sýnis.
RIFF BARNABÍÓ
Börnin fara
líka í bíó
Múmínálfarnir og halastjarnan verður sýnd í Kópavogslaug laugardag 26.sept-
ember. Uppselt er á eina sýningu en til stendur að bæta við aukasýningu. Upp-
lýsingar um allar barna- og unglingamyndir RIFF má finna á www.riff.is með því
að velja flipann Dagskrá 2015 og velja svo „children & youth“ í fellilista.
Finnsk-eistneska myndin Leynifélagið í Súpubæ fjallar um það þegar fullorðna
fólkið breytist í börn eftir að eitrað er fyrir bæjarbúa. Myndin er með enskum
texta og er sýnd í Bíó Paradís 26. september kl. 14, í Norræna húsinu mánu-
daginn 28. september kl. 17 og í Háskólabíó sunnudaginn 4. október kl. 14.
Laugardagur 26. september
11:00 Stuttmyndadagskrá fyr-
ir 10 ára og eldri.
13:00 Stuttmyndadagskrá fyr-
ir 4 ára og eldri. Leikkona leið-
ir börnin í gegnum dagskrána.
14:30 Opnun
Barnakvikmyndahátíðar fagn-
að með sýningu á plakötum
sem börn sendu inn í „Litli
Lundi fer í bíó“ keppnina.
15:00 Opnunarmynd hátíð-
arinnar er teiknimyndin Gullni
hesturinn (á ensku, fyrir 6 ára
og eldri, 75 mín.). Leikkonan
Thelma Marín Jónsdóttir leiðir
börn og fullorðna gegnum dag-
skrána.
Sunnudagur 27. september
11:00 Stuttmyndir fyrir 6 ára
og eldri.
13:00 Stuttmyndir fyrir 4 ára
og eldri. Leikkona leiðir börnin
í gegnum dagskrána.
15:00 Stuttmyndir fyrir 14 ára
og eldri! Íslensk óvissumynd
sýnd og sérstakir leynigestir
mæta.
16:00 Múmínálfarnir og hala-
stjarnan sýnd í sérstöku sund-
bíói fyrir börn og fjölskyldur í
Sundlaug Kópavogs. (Uppselt
á sýningu kl.14 en lausir miðar
kl.16.)
Mánudagur 28. september
16:30 Lokahóf
Barnakvikmyndahátíðar!
Rauður dregill og pappa-
rassar á staðnum.
Finnsk-eistneska kvikmynd-
in Leynifélag Súpubæjarins
(enskur texti, 90 mín.) sýnd
kl.17.00.
Barnahátíð RIFF
Norræna húsið
26.-28.sept
HREIN FULLKOMNUN
Hið NÝJA Reparative SkinTint SPF 30
Einstakur árangur La Mer –
laufléttur litur. Gegnsæ litatækni
sem fullkomnar ásýnd húðarinnar.
Miracle BrothTM (kraftaverkaseyðið)
örvar náttúrulegt viðgerðarferli
húðarinnar og andoxunarefni
ásamt SPF 30 verja hana gegn
skemmdum í framtíðinni. Ummerki
öldrunar verða minna sjáanleg og
húðin öðlast nýjan ljóma.
Kemur í fallegum litatónum.
La Mer. com
*Þú færð 15 ml af The Moisturizing Cream
þegar þú kaupir litað dagkrem frá La Mer.