Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.9. 2015 *Mér finnst yndislegt að fara út á kvöldin oghlusta á þögnina þegar allt er hljóðnað ogfuglinn hættur að syngja. Gunnar Rögnvaldsson á Dalvík sem varð 100 ára í vikunni. Landið og miðin SKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is UM ALLT LAND STYKKISHÓLMU Hlynur Bæringsson, lands Íslands í körfubolta, heims Grunnskólann í Stykkishó vikunni. Hlynur, sem áður liðsmaður Snæfells en leik í Svíþjóð, spjallaði við neme bekkjar um mikilvægi þess sér markmið í lífinu og hv sé að efla sjálfstraust. Þá s hann fyrirspurnum nemen kennara. Í lokin sungu allir skólans fyrir hann lagið se Valdimarsson gerði frægt Ferðalok („Ég er kominn hefur einmitt oft heyrst u leikj EM í í Þýs leikj land GRINDAVÍK Nemendur10. bekkjar Gru þreyttu námsmaraþon á lagi, að æfa sig fyrir sa mánaðari og í þr nem g frá klukkan á GRÍMSEY Settar hafa verið upp tvær nýjar söguvörður í Grímsey. Á annarri þeirra er fjallað almennt um eyjuna og byggðina þar en á hinni um elgjörða ru sambærilegar þeim se n skiltin eru unnin af A Minjasafninu á Akurey Kvenfélag Grímseyjar hla Eyþings. Hönnunarstofan B skiltunum en prentun og höndum framkvæmdadeildar A ÍSAFJÖRÐUR Bæjarráð Ísafjarðar hefur tekið til umfjöllunar og ha í 10 Fasteig nafni óstofnaðs félags sem Guðmundur Tryggv Ásbergsson er í forsvari fyrir og hljóðar það upp á 532 milljónir króna. Fréttavefurinn bb.is segir markaðsvirði íbúðanna vera á bilinu 700- 800 milljónir króna samkvæmt mati Daníels Jakobssonar, oddvita Sjálfstæðisflokksins, og að áhvílandi skuldir á þeim séu um 1.400 milljónir. Út af standi því 900 milljónir króna sem Ísafjarðarbær sæti upp með. FLÓAHREPPUR Kvenfélögin í Flóahreppi afhentu fulltrúa sveitar- félagsins fjölnota innkaupapoka sem sendir eru á hv heimili í sveitarfélaginu í tilefni af Degi umhverfisin sem var á miðvikudaginn. Með táknrænum hætti Flóahreppur þannig leggja sitt af mörkum til þess stuðla að minni plastpokanotkun í samfélaginu fólk hlúi að umhverfi sínu. „Með aukinni vit ð minni notkun á einnota umsorp og me “ segir á heimassátt við umhverfi okkar, Hallormsstaðaskóli í Fljóts-dal var lagður niður aðsíðasta skólaári loknu eins og fram hefur komið og börn úr dalnum ganga nú í skóla á Eg- ilsstöðum. Margir sjá eftir skólanum, en þróun af ýmsu tagi, m.a. sú að mjög fámennir skólar leggist af, verður vart stöðv- uð. Skúli Björn Gunnarsson, for- stöðumaður Gunn- arsstofnunar á Skriðuklaustri, býr steinsnar frá gamla skólahúsinu og þar námu dætur hans. „Það voru óneitanlega mikil for- réttindi að geta sent börnin sín eftir 500 metra löngum göngustíg í skólann á meðan önnur börn sitja allt að 40 mínútur í skólabíl,“ segir Skúli. Hann nefnir að margir vinir og kunningjar hafi lokið grunnskólanámi í skólanum og sagt sögur af ævintýrum æsk- unnar í skóginum. „Skóli er ekki bara hús og það er þess vegna sem lokanir skóla eru einhverjar erfiðustu ákvarð- anir sem teknar eru og valda oft úlfúð og biturð. Skólar eru nefni- lega fyrst og fremst samfélög sem samanstanda af nemendum, kenn- urum, öðru starfsfólki, foreldrum og nágrönnum. Þar sem slíkt sam- félag var byggt upp í dreifbýli hér á árum áður varð það fljótt að hjarta sveitanna, staðurinn þar sem íbúarnir hittust, börnin menntuðust og ekki síst staður með atvinnutækifærum sem hleyptu nýju blóði í nærsamfélagið með ungum, menntuðum kenn- urum frá öðrum landshlutum.“ Skólinn var starfræktur í hálfa öld. „Það er langur tími og síðustu fimmtíu ár hafa orðið ótrúleg um- skipti á íslensku samfélagi og þjóðfélagið gengið gegnum efna- hagsbreytingar og tækniþróun sem engan óraði fyrir. Allir þeir nem- endur sem notið hafa kennslu í skólanum í skóginum hafa upplifað þær breytingar og þá byggðaþró- un sem gerði það að verkum að skólinn var lagður niður.“ Skúli spyr: En er þessi þróun slæm? „Já, það finnst okkur auð- vitað sem höfum upplifað öflugt skólastarf með 60-70 nemendum og nýsköpun í menntamálum sem eftir var tekið á öllu landinu. En þróun er í vissum skilningi óum- flýjanlegar breytingar. Þróun staf- ar sjaldnast af einhverju sem auð- velt er að ráða við og stýra og yfirleitt ógerningur að snúa þróun við. Ég hlustaði einu sinni á erindi hjá góðum manni sem opnaði augu mín og annarra fyrir því að það þýðir sjaldnast að vinna gegn þró- un og miklu farsælla er að vinna með þróuninni en reyna að halda henni í farvegi þannig að breyting- arnar flæði ekki yfir bakka sína og valdi meira tjóni en ella.“ Þess vegna segir Skúli að þró- unin sé ekki öll svo slæm. „Þróun- in hefur fært okkur betri vegi og betri farartæki. Sú þróun hefur það í för með sér að fólk inn til dala sækir vinnu í Egilsstaði eða jafnvel niður á firði og kaupstað- arferðir eru ekki lengur vikulega eða hálfsmánaðarlega. Heimavistir eru aflagðar og skólabörn geta sofið heima og hitt foreldra sína daglega. Og framboðið í íþrótta- starfi og tómstundum fyrir börn og unglinga hefur tekið stakka- skiptum frá því þegar menn komu saman eftir heyannadag og spörk- uðu í bolta á missléttum túnum.“ Hluti umræddrar þróunar er hnignun sveitanna, segir Skúli; „hækkun meðalaldurs í dreifbýli og lítil nýliðun. Það gerist þrátt fyrir tæknibyltingar í búskap, ljósastaura, ljósleiðara og malbik- aðar heimreiðar. Ekki bara hér heldur annars staðar á Íslandi og víðast hvar í heiminum. Hvað veldur er erfitt að greina. En í dag er sjóndeildarhringur barnanna okkar svo miklu víðari en foreldranna á sama aldri. Heimurinn allur stendur þeim op- inn með öll sín tækifæri en ekki bara sveitin heima, heiðin og skóg- urinn.“ DREIFÐAR BYGGÐIR Betra að vinna með þróuninni MARGIR SJÁ EFTIR HALLORMSSTAÐASKÓLA Í FLJÓTSDAL SEM VAR LAGÐUR NIÐUR Í VOR. SKÚLI BJÖRN GUNN- ARSSON, FORSTÖÐUMAÐUR GUNNARSSTOFNUNAR, ER EINN ÞEIRRA EN SEGIR ÞRÓUNINA ÞÓ EKKI ALSLÆMA. Mannlífið er jafnan fallegt í Melarétt í Fljótsdal sem annars staðar á slíkum vettvangi. Þar verður réttað í dag, sunnudag. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Skúli Björn Gunnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.