Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.9. 2015 Heilsa og hreyfing T il að finna innri ró ákvað Telma Matthíasdóttir þjálfari og eigandi að fitubrennsla.is að byrja að æfa þríþraut. Hún féll fyrir þríþrautinni og ákvað fljótlega að keppa í heilum járnmanni. Flestir myndu sennilega leita að ró ann- ars staðar en þetta er hennar leið. Margar hindranir hafa verið á leiðinni en ekkert virðist geta stoppað hana og hlakkar hún mik- ið til keppninnar sem er í Barce- lona eftir tvær vikur. Æfingar hófust skipulega fyrir ári síðan til að undirbúa sig fyrir átökin, en í heilum járnmanni er synt í sjó 3,8 km, hjólað 180 km og hlaupið heilt maraþon og þetta þarf að klára á undir 17 klukkutímum til að fá titilinn JÁRNMAÐUR. Var orðin tæp hundrað kíló Telma byrjaði snemma að stunda íþróttir en hún var mikið í skíða- göngu og fótbolta á sínum yngri árum á Ólafsfirði þar sem hún ólst upp. Fyrir tvítugt hætti hún í íþróttum og á nokkrum árum bætti hún á sig 30 kílóum. Þegar hún var ískyggilega nálægt hundr- að kílóum datt auglýsing inn um lúguna. „Þetta var árið 1997 og ég fékk blað inn um lúguna að verið væri að opna nýja líkamsrækt- arstöð í Dalshrauni í Hafnarfirði. Ég segi við Ósk systur, keyrum þarna framhjá, þetta er rétt hjá KFC, við getum keypt okkur eitt- hvað í leiðinni,“ segir hún og skellihlær. „Við rötuðum varla, ný- fluttar frá Ólafsfirði. Við vorum á þessum tíma að vinna í fiskverkun hjá pabba og það fyrsta sem mað- urinn í afgreiðslunni segir við okkur, ussss... fiskifýlan af ykkur. Þetta var enginn annar en Jón Þórðarson, en hann er annar eig- anda Hress ásamt Lindu konu sinni. Svona voru móttökurnar! Og að okkar mati frekar heimilislegar og skemmtilegar.“ Það varð ekki aftur snúið hjá Telmu eftir þessa heimsókn. „Þetta var upphafið. Ég keypti mér þriggja mánaða kort og það var fyrsta og eina kortið sem ég keypti mér því eftir þrjá mánuði var ég byrjuð að vinna þarna. Fyrst í barnagæslunni og svo í af- greiðslunni. Ég losaði mig við öll aukakílóin og ekki leið á löngu þar til ég fór á þjálfaranámskeið, bæði hér heima og erlendis,“ segir Telma sem hefur starfað sem þjálfari í Hress síðan. Æfir í ár fyrir járnmanninn Telma hefur helgað sig líkams- rækt mjög lengi en fór að þyrsta í eitthvað nýtt. „Mig langaði að breyta aðeins til fyrir einu og hálfu ári síðan og prófa eitthvað nýtt. Ég synti mikið þegar ég var yngri og mig hafði alltaf dreymt um að æfa sund en á Ólafsfirði var það ekki í boði. Ég stökk beint út í djúpu laugina og mætti á sundæfingu hjá 3SH, þríþraut- arfélagi Hafnarfjarðar. Nokkrum vikum seinna var skipulögð æfing- arhelgi fyrir þríþraut,“ segir Telma. Hún var drifin með í búð- irnar og heillaðist. Áður en hún vissi af var hún búin að kaupa sér hjól og tók þátt í fjölda móta um sumarið. Hún keppti fljótlega í hálfum járnmanni sem var erfitt en gefandi. „Eftir gott sumar í þríþraut ákvað ég að skrá mig í heilan járnmann. Í dag hugsa ég bara, hvaða flugu fékk ég í haus- inn!“ segir hún og hlær. Telma segir að allir geti æft þríþraut. „Það er nóg að eiga sundbol, hjól af hvaða tegund sem er og strigaskó. Ef þú telur þig ekki í góðu formi þá skal ég lofa þér því að þríþraut kemur þér í gott form,“ segir Telma og veit hvað hún syngur. Er með þrjá sjúkdóma Telma er með meltingarsjúkdóm- inn sáraristilbólgu en það er lang- vinnur bólgusjúkdómur í þörmum. Fyrir þremur árum greindist hún svo með blóðflögusjúkdóm og í framhaldi af því var ákveðið að fjarlægja úr henni miltað í von um að flögurnar myndu fjölga sér, en svo varð ekki og því var hún sett á steralyf til að ná flögunum upp í lífsmörk. „Þetta kemur í köstum. Maður veikist og er sett- ur á steralyf í nokkra mánuði til að ná bólgunum niður,“ segir hún. Telma segist nú orðið þekkja vel einkennin og grípur strax inn í ef hún finnur fyrir einhverju. Í byrj- un hafi hún oft verið mjög veik og þurft að leggjast inn á spítala. Telma segir að hún hafi þurft að gefa sér tíma til að kynnast sjúk- dómunum sínum, huga betur að mataræðinu og svefninum. „Í yfir fjögur ár svaf ég í mesta lagi 4-5 klukkutíma á nóttu. Það var bara KEPPIR Í JÁRNMANNI Að sigra sjálfa sig TELMA MATTHÍASDÓTTIR ER HEILLUÐ AF ÞRÍÞRAUT OG ER Á LEIÐINNI Í HEILAN JÁRNMANN. HÚN LÆTUR EKKI MÓT- LÆTI EINS OG VEIKINDI AFTRA SÉR FRÁ AÐ NÁ SÍNUM MARKMIÐUM Í LÍFINU. HÚN HEFUR UNDIRBÚIÐ SIG Í HEILT ÁR OG HEFUR FULLA TRÚ Á ÞVÍ AÐ KLÁRA ÞETTA. Texti og mynd: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Að mörgu er að huga fyrir keppnina. Hjólið þarf að vera klárt, dekkin pumpuð og ekki gleyma að taka með aukaslöngu ef dekk skyldi springa. Ekki gleyma sundgleraugum og sleipiefni til að komast í og úr blautbúningi. Skóreimar þurfa að vera úr teygjanlegu efni til að auðvelda að fara í og úr skóm og passa að reima ekki of fast svo ekki komi mar á ristina. Nokkur ráð fyrir þríþrautarkeppnina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.