Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Blaðsíða 18
Ferðalög og flakk Úr sýningu á Músagildrunni. *Samkvæmt heimsmetabók Guinness hefur enginn skáldsagna-höfundur selt fleiri bækur en Agatha Christie, ríflega tvo millj-arða eintaka. Eins hefur enginn höfundur verið þýddur á einsmörg tungumál eða 103. Christie er þekktust fyrir glæpasögursínar en hún samdi líka nokkur leikrit, þeirra á meðal Músa-gildruna sem gengið hefur samfellt í Lundúnum allt frá frum-sýningu árið 1952. Sýningarnar eru orðnar 25 þúsund talsins. Eftir Christie liggja líka fjórtán smásagnasöfn og sex ástarsögur sem hún skrifaði undir dulnefninu Mary Westmacott. Hefur selt tvo milljarða eintaka A gatha Christie fæddist í Torquay í Devon-héraði á suðurströnd Englands 15. september 1890 og sleit þar barnsskónum. Þar er vita- skuld eftir mörgu að slægjast fyrir aðdáendur hennar, svo sem æsku- heimili höfundarins og spítalanum sem hún starfaði á í fyrri heims- styrjöldinni. Þar er líka Agöthu Christie-mílan, með fjölmörgum vörðum á leið hennar, og Grand Hotel, þar sem glæpadrottningin varði brúðkaupsnóttinni með fyrri eiginmanni sínum, Archie Christie, jólin 1914. Að sjálfsögðu er hægt að gista í Agöthu Christie-svítunni. Þá ber að nefna fjölmörg söfn sem halda nafni Christie hátt á lofti. Í Devon er líka upplagt að heim- sækja aðra staði, eins og Brixham, Dartmoor og Burgh-eyju, sem allir koma við sögu í bókum Christie. Mikil hátíð hefur staðið yfir í Devon alla vikuna í tilefni af 125 ára fæðingarafmæli Christie og nær hún hámarki í kvöld, laug- ardagskvöld, með dansleik á sum- ardvalarstað hennar, Greenway. Hvernig væri að mæta þar í gervi Miss Marple eða Hercules Poirots? Frægt var þegar Christie hvarf í ellefu daga eftir að upp úr fyrra hjónabandi hennar slitnaði árið 1926. Hún fannst á endanum á Old Swan-hótelinu í Harrogate. Þar er reglulega boðið upp á uppákomur með morðgátuþema. Harrogate hefur lítið breyst frá þessum tíma og sú staðreynd mun án efa heilla fylgjendur Christie. Svo er bærinn auðvitað kunn heilsulind. Ferðaðist víða sjálf Christie reit 66 glæpasögur og margar þeirra gerast í útlöndum enda ferðaðist hún sjálf mjög mikið um dagana, aðallega með seinni eiginmanni sínum, fornleifafræð- ingnum Max Mallowan. Christie hafði sérstakt dálæti á Mið- Austurlöndum, ekki síst Sýrlandi og Írak. Enginn skal þó hvattur til að ferðast þangað á þessum síðustu og verstu tímum, hvorki Agöthu Christie né öðrum til dýrðar. En Christie hélt einnig upp á Egypta- land og Tyrkland, svo dæmi sé tekið. Sumir segja að finna megi fyrir Christie við Pera-höllina frægu í Istanbúl. Ekki má heldur gleyma Íran en þangað fóru Christie og Mallowan í brúðkaupsferð árið 1931. Þangað er loksins óhætt að fara (utan svæða sem liggja að landamærum Íraks, Afganistans og Pakistans). Barbados tengist Christie líka sterkum böndum, enda hvatinn að þeirri frægu bók A Caribbean Mystery, og svo auðvitað Nílarfljót, sem er sögusvið einnar alvinsæl- ustu sögu Christie, Death on the Nile. Þá bók skrifaði hún að hluta í Aswan í Egyptalandi. AFP FERÐAST UM SLÓÐIR GLÆPASAGNA Í fótspor Agöthu 125 ÁR VORU Í VIKUNNI LIÐIN FRÁ FÆÐINGU BRESKU KRIMMADROTTNINGARINNAR AGÖTHU CHRISTIE. AF ÞVÍ TILEFNI HAFA AÐDÁENDUR VERIÐ HVATTIR TIL AÐ SKOÐA STAÐI SEM TENGJAST HENNI ÓROFA BÖNDUM. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Nílarfljót í kvöldroðanum. Höfnin í Torquay, heimabæ Christie í Suður-Englandi. Glæpasagnahöfundurinn vinsæli Agatha Christie.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.