Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.9. 2015
Ferðalög og flakk
Útsjónarsamir heims-
hornaflakkarar gætu
leitað uppi flugmiða alla
leið til Tokyo á mun
lægra verði en alla jafna
þekkist. Súmóglímu-
kappi bregður á leik.
BESTA VERÐIÐ ÞEFAÐ UPPI
Hver flugleitarvél hef-
ur sína kosti og galla
MEÐ SMÁ LAGNI, SMÁ SVEIGJANLEIKA OG MEÐ ÞVÍ AÐ ÞEKKJA INN Á EIGINLEIKA
HVERRAR LEITARVÉLAR ER HÆGT AÐ FERÐAST FYRIR MINNA
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is
Rome2Rio
Það er ekki alltaf sniðugast að
fljúga. Fólkið á bak við leitarvél-
ina Rome2Rio.com virðist skilja
þetta.
Helsti kostur Rome2Rio er að
þar er hægt að bera saman ólíka
ferðamáta á milli tveggja punkta.
Ef leiðin liggur t.d. milli Berlínar
og Prag, þá bendir Rome2Rio á
að það megi taka lest, á um það
bil 4:36 klst., fyrir um 7.000 kr.
Einnig sýnir leitarvélin að fljúga
má beint og tekur þá flugið 55
mínútur en almennings-
samgöngur til og frá flugvöll-
unum lengja ferðina um hálftíma
í báða enda, og miðinn ætti að
kosta frá 12.000 kr.
Reiknar Rome2Rio meira að
segja hversu langan tíma tæki að
aka á bíl og hvað bensínið myndi
kosta, eða hvað sætið kostar
með langferðabifreið. Jafnvel
millilandaferjur eru inni í leit-
arvélinni á sumum leiðum.
Rome2Rio er gagnleg þegar á
t.d. að skjótast á milli borga á
meginlandi Evrópu eða í N-
Ameríku. Gæti komið í ljós að
þegar dæmið er reiknað til enda
er lest sniðugri kostur en flug,
eða rúta langsamlega ódýrasti
ferðamátinn ef ekki kemur að
sök að vera ögn lengur á leiðinni.
Framsetningin er líka mynd-
ræn og skýr og auðvelt að vega
og meta ólíka valkosti.
Hafa verður í huga að verðið
sem birtist í fyrstu leit á
Rome2Rio er bara til viðmið-
unar. Þegar kemur að því að gera
sjálfa pöntunina getur komið í
ljós að miðinn er ýmist dýrari
eða ódýrari.
Íslenska flugleitarvélin Dohop er
prýðisgóð og getur hæglega keppt
við stóru erlendu flugleitarrisana.
Er góð regla að byrja leitina að
flugmiðanum á Dohop, þó ekki
væri nema vegna þess að þar er
hægt að biðja um að sjá verðið í
krónum.
Þó að margir þekki og noti Do-
hop þá vita færri að þar leynist
undirsíða sem safnar saman ódýr-
ustu flugferðunum frá hverjum
áfangastað. Þessi þjónusta kallast
Dohop Go! og er hægt að finna
með því að smella á flipa neð-
arlega á forsíðu Dohop.com, eða
með því að slá beint inn www.do-
hop.com/go.
Dohop Go! má nota á tvo
vegu. Annars vegar má slá inn
upphafsstað og áfangastað og fá
þá tillögur að ódýrustu ferðadög-
unum. Virðist t.d. í augnablikinu
vera hægt að fljúga ódýrt frá
Keflavík til Parísar á tilteknum
dögum í mars, nóvember og jan-
úar. Er þetta gott tæki fyrir þá
sem bæði geta ferðast hvenær
sem er og er sama hversu lengi
þeir dvelja.
Þannig eru
t.d. ódýrustu
þrjár ferðirnar
til Parísar frá 4
og upp í 28 dagar
að lengd.
Hins
vegar er hægt að
láta Dohop Go! ráða því hvert
ferðinni er heitið, byggt á verðinu.
Er hægt að þrengja niðurstöð-
urnar eftir lengd ferðalags, brott-
farardegi og í hvaða mánuðum
ferðalangurinn vill ferðast, og
hvort fljúga á aðra leið eða báðar.
Þegar þetta er skrifað sýnir Do-
hop Go! til dæmis að í september
er hægt að komast til Belfast fyrir
10.290 kr. fram og til baka og til
Genfar í október fyrir 13.140 kr.
Svona má oft finna sérdeilis
gott verð, svo lengi sem dagsetn-
ingarnar henta. Stundum koma
mjög óvæntir áfangastaðir í ljós á
hlægilegu verði. Segir Dohop Go!
til dæmis að í mars sé hægt að
krækja í flug alla leið til Tokyo á
litlar 70.431 kr.
Skyscanner
Leitarvélin Skyscanner.net hefur verið
að ryðja sér hratt til rúms á und-
anförnum árum. Meðal þess sem gerir
Skyscanner að mjög gagnlegu tæki er
að þar má leita að verði fyrir heilu vik-
urnar og mánuðina í senn, og þannig á
nokkuð skjótan og skýran hátt finna
ódýrustu flugdagsetningarnar. Er meira
að segja hægt að sjá niðurstöðurnar í
stöplariti.
Þessi skýra yfirsýn getur sparað
ferðalöngum miklar fjárhæðir. Sem
dæmi leiddi stikkprufa á flugi milli Lond-
on og Orlando, með brottför í sept-
ember og heimkomu í október, í ljós að
flugmiðinn fram og til baka gat kostað
svo lítið sem 231 pund, eða svo mikið
sem 526 pund, og uppúr, með því að
fljúga nokkrum dögum fyrr eða seinna.
Dohop Go!
Þó ekki sé hægt að kalla hana leitarvél með réttu, þá er rétt að
vekja sérstaka athygli á undirsíðu á vef WOW air. Á forsíðunni,
www.wowair.is, er svæðið „Okkar lægsta verð“ þar sem
smella má á hnappinn „Sjá fleiri tilboð“.
Tekur þá við yfirlit yfir áfangastaði flugfélagsins og fyrir
hverja borg má sjá lista yfir ódýrasta fáanlega fargjald í hverjum
mánuði. Þegar smellt er á mánuðinn kemur svo upp dagatal
sem veitir góða yfirsýn yfir hvaða flugdagar eru ódýrastir.
Er þetta sniðugur valkostur fyrir þá sem eru mjög sveigj-
anlegir og geta hnikað ferðalaginu til um nokkra daga, vikur
eða mánuði.
„Okkar lægsta verð“ hjá WOWÍ
slendingar eru fyrir löngu búnir að læra
að kaupa flugmiðann sinn á netinu og
skipuleggja ferðalagið upp á eigin
spýtur.
En að finna rétta flugmiðann getur verið
hægara sagt en gert, hvað þá ef leiðin liggur
langt út í heim. Í sjálfu sér er bráðeinfalt að
leita að hentugum miða þegar flogið er fram
og til baka með Icelandair eða WOW air en
málin flækjast ef til stendur að hoppa á milli
borga í Bandaríkjunum eða Evrópu, eða
finna flug lengst út til Asíu, S-Ameríku eða
Afríku. Þá kemur í ljós að flugleitarvélarnar
hafa allar sína styrkleika og veikleika og
henta misvel til ólíkra verka. Nothæfustu
eiginleikar leitarvélanna blasa heldur ekki
alltaf við þegar komið er inn á síðurnar.