Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Page 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Page 26
Matur og drykkir AFP AFP *Beyglur njóta sívaxandi vinsælda í Frakklandien landsmenn líta á þær sem hollari skyndi-bitakost en pítsu og hamborgara. Stór hlutiviðskiptavina er konur. Alls seldust 100 millj-ónir beyglna árið 2013 en búist er við aðsambærileg tala fyrir árið í ár verði 250 millj-ónir. Fjórar beyglukeðjur eru á franska mark- aðnum þar sem Bagelstein er fremst í flokki með 60 staði víðsvegar um landið. Beyglur vinsælar í Frakklandi S ushivagninn Shirokuma Sushi hefur vakið athygli svangra miðbæjargesta en hann var opnaður í júlílok. Arnþór Stefánsson matreiðslumaður er einn þriggja eigenda. „Mig og Huldu Björgu Jónsdóttur sambýlis- konu mína, sem er menntuð sem lögfræðingur, hefur lengi dreymt um að opna einhvers konar sushi-stað hérlendis. Ég er sjálfur menntaður matreiðslumaður og hef unnið við sushi- gerð í sex ár og til dæmis séð um að reka Suzushii-staðinn í Kringlunni. Við sáum svo loks færi á því þegar Reykjavík- urborg auglýsti laus stæði í götu- og torgsölu og stukkum á tækifærið. Við fengum síðan Lúðvík Þór Leósson, sem vann með mér á Suzushii og rak svo þann stað eftir að ég hætti þar, til að koma með okkur í þetta, enda gætum við þetta ekki án hans. Við erum báðir mjög reyndir í sushi-geiranum og finnst gaman að geta boðið fólki upp á ferskt og gott sushi sem er framreitt á réttan hátt.“ Ferðast jafnvel út á land Það er eitthvað heillandi við matarvagna og þeir hafa verið í uppsveiflu, af hverju ákváðuð þið að prófa að vera með vagn fremur en fastan stað? „Okkur fannst svo heillandi hugmynd að geta boðið fólki upp á ferskt handgert sushi á viðráðanlegu verði og jafnvel ferðast út á land þar sem takmarkað eða ekkert framboð er. Við þurfum til dæmis bara að greiða eina greiðslu til Reykja- víkurborgar fyrir allt árið, bæði fyrir leigu og rafmagn. Sú upphæð er langt undir þeim kostnaði sem annars myndi fara í það að leigja húsnæði og því höfum við tök á því að leyfa við- skiptavinum okkar að njóta góðs af því með því að bjóða þeim upp á lágt verð.“ Hvernig viðtökur hafið þið fengið? „Alveg hreint frábærar viðtökur og við erum alveg í skýj- unum. Það koma ferðamenn jafnt sem Íslendingar til okkar. Þá erum við meira að segja búin að eignast nokkra fasta- kúnna.“ Vagninn stendur jafnan í Mæðragarðinum en hefur hann farið víða? „Já, við vorum á Matarhátíðinni við Hörpu í lok ágúst og svo höfum við verið leigð í einkasamkvæmi hjá nýju sjáv- arútvegsfyrirtæki sem var verið að opna þar sem við bjuggum til sushi í vagninum fyrir tvö hundruð manns. Síðan skelltum við okkur á Októberfest með vagninn um síðustu helgi þar sem við vorum frekar spennt að sjá hvernig fólk tæki í það að fá sér sushi á „djamminu“. Fólk tók heldur betur vel í það þar sem það seldist hreinlega allt upp hjá okkur á föstudagskvöld- inu og við þurftum því miður að yfirgefa partíið fyrr vegna þess. Við mættum því vel birg á laugardagskvöldinu en vorum samt ekkert svo langt frá því að selja allt upp líka þá, þegar síðustu og svengstu gestir hátíðarinnar fóru heim.“ Íslendingar elska sushi, hvað er það sem er svona spenn- andi við sushi? „Ef sushi er framreitt á réttan hátt er það algjört sælgæti sem getur jafnvel bráðnað í munninum. Mikilvægasti hlut- urinn er þó án efa grjónin, þau verða að vera rétt gerð.“ Hvað er vinsælast hjá ykkur? „Við erum með fjögur tilboð sem kosta öll 1.299 kr. hjá okkur og fyrir það færðu 10 bita og miso-súpu. Tilboðin eru blanda af því besta; vegan-bakki, bakki með öllu elduðu og bakki með eingöngu laxi. Bitarnir geta svo jafnvel breyst dag frá degi þar sem við sækjumst eftir því að fá alltaf ferskasta hráefnið sem er í boði hverju sinni. Það kemur svo kannski ekki á óvart en „blandan af því besta“ er langvinsælasti bakk- inn okkar.“ FYRSTI SUSHI-VAGNINN Í MIÐBÆNUM Borða líka sushi á djamminu MATARVÖGNUM FJÖLGAR Í BORGINNI EN EIN NÝJASTA VIÐBÓTIN Í ÞESSARI SKEMMTILEGU FLÓRU ER VAGN SHIROKUMA SUSHI SEM STENDUR JAFNAN Í MÆÐRAGARÐINUM VIÐ LÆKJARGÖTU. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Arnþór Stefánsson og Lúðvík Þór Leósson segja hægt að bjóða viðskiptavinum lægra verð á sushi sem selt er í matarvagni en á veitingastað. Morgunblaðið/Eggert Arnþór gefur hér eina upp- skrift að bragðgóðum rétti frá Shirokuma Sushi. 1 box af sveppum 1 msk. olía 2 msk. mirin (japanskt hrísgrjónavín sem fæst í matvöruverslunum) 1 msk. soja 2 avókadó lítil salat sesamfræ steinselja Skerið stilkana af sveppunum og skerið þá síðan til helm- inga. Setjið olíuna í pönnu og hitið upp og steikið síðan sveppina vel (eða þangað til þeir verða gullinbrúnir). Bæt- ið því næst mirin og soja út í og sjóðið þar til fer að þykkna. Setjið sveppina í skál með gljáanum og látið til hliðar til að kólna. Skerið avókadóið í helminga og skóflið úr með skeið. Leggið síðan sveppina og avókadó á kálblað, stráið sesamfræjum og steinselju yfir, vefjið inn í kálblaðið og rúllið síðan í maki-rúllu. Maki-rúlla með sojagljáðum sveppum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.