Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Page 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Page 30
Afmælið úr húsi Möguleikarnir eru óþrjótandi vilji fólk hafa afmælisveisluna annars staðar en í heimahúsi. Getty Images/iStockphoto EKKI BÚA ALLIR SVO VEL AÐ GETA BOÐIÐ BARNASKARA HEIM Í BARNAAFMÆLI OG ER ÞÁ GOTT AÐ VITA HVAÐA KOSTIR ERU Í STÖÐUNNI UTAN HEIMILISINS TIL AFMÆLISHALDS. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Ævintýragarðurinn í Skútuvogi býður upp á stórt leik- svæði fyrir krakka með hoppkastala, rennibrautum, boltalandi, trampólíni, risaleikgrind og fleiri leiktækjum. Hægt er að panta aðstöðu í Ævintýragarðinum fyrir barna- afmæli þar sem krakkarnir hafa þá aðgang að leiksvæðinu og sérafmælisherbergi fyrir borðhald. Verð fyrir barnið er 1.500 krónur og í verðinu er aðgang- ur að leiksvæðinu, pítsa, djús og sleikjó innifalið. Miðað er við tveggja tíma veislur. Hamast í klifri og leiktækjum 30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.9. 2015 Fjölskyldan Vefsíðan bluemountain.com býður upp á ókeypis afmæliskort af öll-um gerðum sem hægt er laga til eftir sínum þörfum, bæta við texta á kortið og prenta út heima. Fleiri slíkar síður má finna á netinu, svo sem americangreetings.com. Ókeypis afmæliskort á netinu Fimleikafélagið Björk leigir út tvo sali fyrir afmælisveislur; svokallaða Litlu Björk, sem er með púðagryfju, trampól- íni og fleiru, og svo Afmælissalinn, þar sem eru stólar, borð og sófar, sjónvarp og dvd-tæki og hentar vel fyrir veitingar og rólega leiki eftir ærslaganginn en salirnir eru leigðir saman. Verð fyrir salina er 18.500 krónur en þeir eru leigðir hvor um sig í klukkustund í senn. Þannig eru afmælin alls í tvær klukkustundir og afmælið látið byrja í Litlu Björk og endað í Afmælissalnum. Einnig er hægt að leigja aðeins Litlu Björk og er leiguverð þá 14.000 krón- ur. Hámarksfjöldi er þrjátíu manns. Trampólín og púðar Klifurhúsið býður afmæl- ishópum að koma og halda upp á daginn með því að fara í klifurleiki. Hópurinn byrjar á að hita upp og leiðbeinandi fer yfir örygg- isatriðin. Krakkarnir fá þá að fara á klifurveggina og endað er með klifurleik og teygjum. Grunngjald er 12.000 krónur og svo er greitt aukalega 700 krónur fyrir hvern þátttakanda. Bóka þarf í gegnum heima- síðuna klifurhusid.is Klifurkettir skemmta sér Á Korputorgi er svokölluð Krakkahöll sem er stórt svæði með alls kyns leiktækjum, einkum hoppköstulum. Borðhald fer fram á leikjasvæðinu sjálfu en ekki í sér- herbergi en afmælisborðið er dúkað upp og boðið upp á pítsur, brauðstangir, gos og kandífloss. Miðað er við tveggja tíma veislu og kostar 1.400 kr. á barn með veit- ingum. Vilji foreldrar sjálfir koma með veitingar er að- gangseyrir 1.100 krónur á barn. Hopp og hí Hægt er að halda upp á barnaafmæli í Keiluhöllinni í Egilshöll en boðið er upp á sérstakan afmælispakka sem kostar 1.950 krónur á hvern afmælisgest og er lágmarksfjöldi 10 börn. Innifalið í verðinu er einn tími í keilu, gosglas og þrjár pítsusneiðar á mann. Þá fær af- mælisbarnið gjöf. Á Akureyri er líka hægt að fara með barnaafmæli í keilu en Keilan í Hafnarstræti er með afmælispakka sem er annars vegar 1.400 krónur á gest, með ¼ pítsu, gosglas og keiluleik. Eða á 1.700 krónur sem er þá ½ pítsa, gosglas og keiluleikur. Keiluafmæli Í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum geta börn, átta ára og eldri, haldið upp á afmælið sitt. Gert er ráð fyrir að gestir veislunnar séu í það minnsta 10 en mest 15. Veislan þarf að vera um morguninn þar sem hluti af henni er að afmælisbarn og gestir aðstoða við að fóðra dýrin undir leiðsögn starfsfólks, svo sem hænurnar, hrein- dýrin eða selina. Þá er hestunum kembt og víða farið inn fyrir girðingu hjá dýrunum. Verðið er 1.940 krónur á gest án veitinga en hægt er að kaupa ýmsar veitingar, svo sem pítsu og drykk, rúnnstykki og kakó og svo 12 manna afmælisköku. Allir gestir fá frost- pinna í boði garðsins. Dýrin fóðruð í afmæli Í Smáratívolí er boðið upp á nokkrar gerðir af barnaafmælum. Fyrir yngstu kynslóðina, 3-8 ára, er það svokallað Frumskógar- partí þar sem börnin fara eina ferð í klessubílana og fá aðgang að fimm hæða klifurhúsi. Með tveimur pítsusneiðum og drykkjum er verðið 1.590 kr. á barn. Fyrir krakka eldri en sjö ára hentar svokallað Leikjapartí sem inniheldur klukkutíma tívolíkort með aðgangi að 100 vídeó- leikjum og fjórum stórum tækjum. Með tveimur pítsusneiðum og drykkjum kostar það 1.990 kr. á barn. Fyrir eldri en 10 ára er til dæmis boðið upp á lasertag-partí með tveimur leikjum í lasertag, tveimur sneiðum af pítsu og drykkjum á 1.990 kr. á gest. Þá er einnig boðið upp á megaleikjapartí sem auk þess sem talið var upp í leikjapartíi inniheldur tvo leiki í lasertag. Tívolíafmæli Í Skemmtigarðinum í Grafarvogi er til dæmis hægt að halda upp á svokallað mínígolfafmæli og úti-lasertag-afmæli. Í mínígolfafmæli eru 36 brautir spilaðar og fótboltagolf fylgir frítt með og í verðinu, 1.990 kr. á gest, eru einnig innifalin pítsa- sneið og drykkur. Úti-lasertag-afmælin eru ætluð börnum á aldrinum 10-15 ára og fara fram á risastórum völlum. Hægt er að fá pítsur og drykki með og er verðið þá 2.900 krónur á gest með leiknum. Án veit- inga er það 1.990 krónur á gest. Mínígolf og lasertag Veislusalurinn Frosti við Háaleitisbraut er með- al annars leigður út fyrir barnaafmæli en það er ísbúðin þar sem sér um salinn. Salurinn tekur 40 manns í sæti og er innangengt í hann frá ís- búðinni en heimilt er að koma með kökur á veisluborðið. Pítsur, ís, kaffi og gos þarf hins vegar að velja á staðnum. Í salnum er 55" 3D sjónvarp, Wii-tölva og dvd-tæki til afnota en leikir og myndir fylgja ekki nema að Wii-leikurinn Mario Bros er til. Verð er frá 1.300 upp í 2.500 kr. á barn, eftir því hvernig veitingapakki er tekinn. Sé aðeins sal- urinn leigður kostar hann 20.000 krónur. Veislurnar geta verið frá átta manna afmæli upp í mest 40. Afmæli „í ísbúð“ Sumir veitingastaðir hafa aðstöðu til að bjóða foreldrum upp á að halda barnaafmæli á staðnum. Þannig má nefna að á KFC í Hafnarfirði, Mosfellsbæ og Keflavík eru sérstök leiklönd fyrir börn. Afmælisgestir fá barnabox með leik- föngum og hrauni í eftirrétt, afmælisbarnið kórónu og gestirnir geta þá leikið sér í leiklandinu. Á veitingastað

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.