Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Page 31
20.9. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31
Um næstu helgi, laugardaginn 26. september, mun
Borgarbókasafnið í Spönginni standa fyrir bingói fyrir
börn og fjölskyldur þeirra. Þátttaka er ókeypis og vinn-
ingar veglegir. Bingóið stendur frá kl. 14-16.
Fjölskyldubingó*Öll börn eru listamenn. Vandamálið erhvernig skal varðveita listamanninn íþeim þegar þau eldast.
Pablo Picasso
Fjölskyldumeðlimir eru:
Erla Tryggvadóttir, viðskiptastjóri á Brandenburg
auglýsingastofu, Finnur Sigurðsson, vörustjóri hjá
Lýsi, og Tryggvi Hrafn Finnsson, eins árs. Svo eru
það stjúpsynirnir tveir – Kári Freyr Finnsson, 10 ára
snillingur, og Kristinn Finnsson, 17 ára menntskæl-
ingur.
Skemmtilegast að gera saman utandyra?
Okkur finnst skemmtilegast að fara saman í göngu-
túra og njóta þess að vera saman utandyra. Róló kem-
ur sterkur inn um þessar mundir, sérstaklega hjá
yngsta fjölskyldumeðliminum.
Bestu stundirnar heimavið?
Okkur finnst dásamlegt að kúra öll saman í einni
hrúgu í sófanum, með poppskál og góða barnamynd.
Yfirleitt sofna ég nú samt, en það er nú önnur saga.
Maturinn sem er í uppáhaldi hjá öllum?
Okkur finnst gaman að elda góðan mat – en sá mat-
ur sem er í uppáhaldi hjá okkur er heitt slátur. Það
slær í gegn hjá öllum,
nema kannski unglingn-
um. Annars borðum við
mikinn fisk á heimilinu og
okkur finnst nauðsynlegt
að fá okkur fisk tvisvar til
þrisvar í viku.
Tónlistin sem allir fíla?
Huggulegustu morgn-
arnir einkennast af ný-
bökuðu brauði, ný-
uppáhelltu kaffi og djassi.
Við eigum dásamlegar stundir um helgar og þá
verður djassinn alltaf fyrir valinu. Gömlu brýnin
Ella Fitzgerald, Miles Davis, Duke Ellington,
Billie Holiday og Louis Armstrong meðal annarra
fara alltaf á fóninn. Svo eru barnalögin farin að
hljóma á heimilinu og koma sterk inn.
Lykillinn að góðri kvöldstund?
Að húsmóðirin, bóndinn og krakkakrúttin séu öll
saman. Borða góðan mat. Hlæja og spjalla yfir
kvöldmatnum. Eiga góðar og eftirminnilegar stundir.
Hlátrasköll og hamingja eru lykillinn að góðri kvöld-
stund.
EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR
Kaffi, nýbakað og djass um helgar
Ævintýraland Kringlunni hefur í mörg ár boðið upp á barnaafmæl-
ishald, ætlað börnum frá 3-9 ára. Miðað er við tveggja klukkustunda
veislu og að fjöldinn sé á bilinu 8-24 börn. Afmælisgestir leika sér í
Ævintýralandi en hafa líka aðgang að sér afmælisherbergi þar sem
foreldrar geta annaðhvort komið með eigin veitingar eða pantað þær
frá nokkrum veitingastöðum á Stjörnutorgi í gegnum Ævintýraland.
Verð án veitinga er 1.000 krónur fyrir hvert barn og svo fer það eftir
gerð veitinga hvað þær kosta sem er frá 300 upp í 685 krónur séu
þær pantaðar.
Ævintýraland fyrir yngri kynslóðina
Afmæli ökuþóra
Árbæjarsafn býður afmælishópum upp á að halda barnaveislu í leik-
fangasýningu safnsins. Innifalið er aðgangur að sýningunni og leiksvæðinu í
tvær klukkustundir og kostar það 1.800 krónur á barnið þar sem gert er
ráð fyrir að hópurinn sé að lágmarki tólf manns og að hámarki tuttugu.
Hægt er að kaupa veitingar hjá safninu, á borð við pönnukökur, skonsur,
heitt kakó og skúffuköku.
Sögulegt afmæli
Nokkur bíóhús í bænum bjóða
upp á að halda afmæli í bíóinu.
Verð er afar breytilegt eftir því
hvort myndir eru bannaðar og
hvaða veitingar er boðið upp á. Sam-
bíóin, Bíó Paradís og Smárabíó bjóða
upp á ákveðna afmælispakka sem má
kynna sér á heimasíðum bíóhúsanna.
Bíóafmæli
Hægt er að halda barnaafmæli á
tveimur skautasvellum í höfuð-
borginni, annars vegar í Skauta-
höll Reykjavíkur í Laugardal og
hins vegar í Egilshöll.
Í Egilshöll er boðið upp á
pakka með tveimur pítsu-
sneiðum, drykk og aðgangi að
skautasvellinu á 1.500 krónur á
mann með skautum. Án skauta
er verðið 1.250 krónur.
Í Skautahöll Reykjavíkur kost-
ar pakki með tveimur pítsasneiðum, drykk og aðgangi að skautasvellinu
1.650 krónur með skautum eða 1.450 krónur án skauta. Vilji fólk sjá um
veitingarnar sjálft er verðið 1.000 krónur á gest.
Barnaafmælið á skautum
Go-kart-brautin í Garðabæ býður afmælisbörnum upp á að halda veisluna á
staðnum en fólk þarf þó að koma með veitingar með sér eða panta. Að-
staða er til að snæða þar og rúmar hún allt að 40 manns. Svokallað afmæl-
istilboð hljóðar upp á tvær níu mínútna ökuferðir á mann og kostar 4.500 á
hvern afmælisgest. Veitingaaðstaðan er staðsett þannig, bak við gler, að hægt
er að skipta hópnum upp og leyfa öðrum helmingnum að snæða meðan hinn
keyrir. Afmælispakkinn er ætlaður börnum á aldrinum 10-16 ára.
Mundu eftir súpukortinu
FR
Í
súp
a d
ag
sin
s
Súpukort
Austurveri • Glæsibæ • Húsgagnahöllinni • Mjódd • Smáratorgi • Suðurveri
Sími 533 3000 bakarameistarinn.is
Velkomininn í hlýjuna
í súpu dagsins
Hægt að fá súpu í
brauðkollu eða í skál.
Súpu dagsins sérðu á
Facebook síðunni okkar