Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Side 34
Tíska
Beckham-börnin vilja boltann
AFP
*Victoria Beckham, sem sýndi sumarlínu tískuhúss síns á tískuvikunni í NewYork fyrr í vikunni, greindi frá því í viðtali við Good Morning America aðhún hefði ekkert á móti því ef eitt af fjórum börnum hennar myndi erfaáhuga móður sinnar á tísku. Eins og kunnugt er er eiginmaður Victoriu fót-boltagoðsögnin David Beckham og segir hún syni þeirra þrjá hafa gríðar-legan áhuga á fótbolta. Í viðtalinu greindi Victoria jafnframt frá því að dóttirhennar, Harper, fjögurra ára, elskaði að setja á sig farða og leika sér með skó
móður sinnar en hún segir Harper þó vilja spila fótbolta. „Að heyra hana
segja þetta var eins og að fá rýting í hjartað,“ útskýrði tískudrottningin.
H
vernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? Ég hef alltaf klæðst svörtu mjög mikið.
Fataskápurinn er að mestu svartur og er ég orðin ansi fær í að stinga hendinni
blindandi inn í skáp og finna flíkina mína eftir snertingu. Ég er mjög nýtin og
reyni að nota fötin mín sem allra lengst. Ég reyni að fjárfesta sem mest í sterk-
um og meiri klassafötum ef ég hef tök á. Ég verð meira og meira vör við þessa gífurlegu
blindu neyslu sem gengur á í tískuiðnaðinum og er ávallt að skoða nýjar leiðir til að end-
urnýja, endurvinna og endurhanna föt.
Áttu þér uppáhaldshönnuð? Ég ber gríðarlega mikla virðingu fyrir íslenskum fatahönn-
uðum. Við Sólveig systir vorum svo heppnar að fá að vera meðal bestu hönnuða Íslands árið
2010 við stofnun Kiosk sem varð einmitt 5 ára 5. september síðastliðinn. Ég á nokkra gim-
steina eftir Hildi Yeoman, Eygló og Helicopter sem ég nota mikið. Nýja línan hennar Hild-
ar, Flóra, lofar mjög góðu. Ef við nefnum erlenda hönnuði þá hef ég alltaf haldið mikið upp
á Balenciaga og ég tengdi ávallt vel við dökku hliðina hans Alexanders McQueen heitins.
Hvert er þitt uppáhaldstískutrend fyrir veturinn? Risastórir treflar og varalitir fyrir mis-
munandi tækifæri! Það er hægt að láta allt líta vel út með flottum varalit. Það er allavega
mitt „go-to look“ sama hvað gengur á.
Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó, þegar kemur að fata-
kaupum? Hugsaðu vel um neyslu þína, ekki kaupa þér óþarfa flíkur.
Hugsaðu „quality not quantity“. Vertu meðvituð um hvaðan fötin koma
og hvar þau eiga eftir að enda.
Og síðast en ekki síst: Klæddu þig eftir veðri! Ekki
vera blaut í gegn og skjálfandi á beinunum labbandi
niður Laugaveginn, það er bara svo langt frá því að
vera smart.
Ef þú þyrftir aldrei að kíkja á verðmiðann, hvaða
flík eða fylgihlut myndirðu kaupa? Ég er í þann
mund að kveðja fallega leðurjakkann minn sem ég hef
nánast klæðst upp á hvern dag síðan 2007. Rennilás-
inn hefur ekki virkað síðan 2009, báðar axlirnar
eru rifnar, fóðrið nánast tætt í spað og saum-
arnir alveg að fara að gefa sig. Það er svona
þegar maður tekur ástfóstri við einstakar flíkur,
en allt tekur víst enda. Hann hefur þjónað mér
vel. Að því sögðu þá hugsa að ég myndi fjárfesta
í góðum leðurjakka.
Hvað kaupir þú þér alltaf þó að þú eigir nóg
af því? Varaliti. En það er nánast eina snyrti-
varan sem ég kaupi mér. Ég hef aldrei verið
mikill förðunarsérfræðingur, sem dæmi þá tek-
ur það mig góðan hálftíma og margar róandi
öndunaræfingar að setja á mig eyeliner. Svo að
ráðið mitt er svona: Smá kinnalit til að maður
líti út fyrir að vera lífs en ekki liðinn (sér-
staklega í öllum svörtu fötunum) og varalit (eða
litaðan varasalva) til að gefa brosinu „boost“ og
draga fram augun.
Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan
stíl? Ég hef aldrei stillt mig inn á einhvern einn.
Ég finn mér aðallega innblástur á street-style-
síðum og á Pinterest. Mér finnst yndislegt að sitja í rólegheitum
á kvöldin með tebolla og „pinna“ innblástur og draumóra.
Hverju myndir þú aldrei klæðast? Útvíðum buxum. Það á bara alls ekki við mig.
Áttu þér uppáhaldsflík? Þessa dagana er það trench-kápan mín. Ég fann hana uppi á háa-
lofti fyrir 2 árum. Mamma fylltist nostalgíu þegar ég kom með hana niður og sagði mér að
hún hefði keypt hana í EVU fyrir fyrstu launin sín þegar hún var 18 ára gömul. Það var
mikið lagt á sig fyrir þessa kápu og það er góð tilfinning að gefa þessari fallegu flík annað
líf.
Hvaðan sækir þú innblástur? Ég fæ að mestu innblástur á götum Reykjavíkur held ég
bara. Ég er með heldur mínimalískan stíl; fallegar „silhouettur“, úthugsaðir saumar og lítil
smáatriði í flíkum hafa alltaf heillað. Svo er það auðvitað blessað veðrið sem ræður mér nán-
ast á hverjum degi. Ég fer út að ganga á morgnana og eftir vinnu með Ninju, hundinn
minn, og það er fátt sem ég kann betur að meta en að vera klædd eftir veðri, hvort sem það
er sólarsamba eða snjóstormur.
ALLT LÍTUR VEL ÚT MEÐ FLOTTUM VARALIT
Edda segist vera nýtin og
hún reynir að nota fötin sín
sem allra lengst og reynir að
fjárfesta sem mest í sterkum
og meiri klassafötum.
Morgunblaðið/Eggert
Innblástur frá göt-
um Reykjavíkur
EDDA GUÐMUNDSDÓTTIR LAUK NÝVERIÐ MASTERSNÁMI Í HÖNN-
UN Í GAUTABORG OG STARFAR NÚ HJÁ BORGARBÓKASAFNI/
MENNINGARHÚSUM REYKJAVÍKUR SEM HÖNNUÐUR OG VERK-
EFNASTJÓRI EN SAMHLIÐA ÞVÍ VINNUR HÚN AÐ NÝRRI HUGMYND
FYRIR FATAHÖNNUÐI SEM HAFA ÁHUGA Á AÐ TAKA ÞÁTT Í VERK-
EFNI MEÐ UMHVERFIS- OG VISTVÆNNI KOSTUM.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Edda ætlar að klæð-
ast risastórum trefl-
um í vetur.
Varalitir
poppa
uppá
heildar-
útlitið.
Gamli ryk-
frakkinn er
í uppáhaldi.
Flora er nýj-
asta lína Hildar
Yeoman.