Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Síða 37
Rachel Zoe og
Anna Dello Russo
ásamt syni
Rachel á
sumar-
sýningu
hönnuðar-
ins fyrir
2016.
hafi heillað Önnu segir hún tilrauna-
vinnuna og að nota endurunnið efni
í að skapa eitthvað óvænt sem fær
fólk að hugsa aftur um efnið og
möguleika þess mjög hvetjandi.
„Ég held að hugmyndin um að
nota reiðhjólaslöngur hafi kannski
komið þegar ég var að hugsa til-
baka til vetrarins 2014-2015 þegar
ég hafði praktíkpláss í starfsnáminu
hjá hollenska hönnuðinum
Iris van Herpen í Amst-
erdam. Amsterdam er mjög
flottur staður og hvert sem
þú ferð, þá ferðu á hjóli.“
Anna segir að í sköpunarferlinu
sjálfu byrji hún iðulega á því að
finna þema fyrir hverja línu, hún
byrji alltaf ferilinn á því að lesa, oft
bókmenntir sem snerta sambandið
á milli fataefnis, fatnaðar
og persónu.
„Með línunni sem er
kölluð „Sheath“ rannsaka
ég sambandið á milli
kvenlíkamans og aðsnið-
ins, faðmandi klæðnaðar.
Markmið línunnar er
fatnaður sem fylgir
hreyfingum persónunnar
sem klæðist honum, frek-
ar en að herða hana,“ út-
skýrir hún og bætir við
að það sé svolítið erfitt að
setja fingurinn á akkúrat
það augnablik sem hug-
mynd fæðist, það séu
alltaf margir þræðir sem
þróist saman á nokkrum
tíma.
Aðspurð hvenær áhuginn á
sjálfbærni í fatahönnun hafi kvikn-
að segist Anna alltaf haft áhuga á
sjálfbærni almennt.
„Á síðasta ári í menntaskóla í
Sviþjóð var ég að lesa mikið um
sjálfbærni og það hefur alltaf fylgt
með mér í huganum. Að sjá sem
barn hvernig sænska amma mín
notaði gömul föt og slitin lök sem
enginn lengur vildi nota og skapa
eitthvað alveg öðruvísi hafði mikil
áhrif á mig. Hún kenndi mér mögu-
leikann á að breyta einhverju sem
er litið á eins og úrgang í fallega
hluti.“
Önnu sem er nú að útskrifast
langar að hafa áhrif á hvernig litið
er á hönnun í dag og sé því draum-
urinn að setja á stofn eigið fyrir-
tæki eftir nokkur ár.
„En fyrst ætla ég að afla mér
meiri reynslu hjá öðrum huglægum
hönnuðum sem ég lít upp til. Smá
draumur er að fá vinnu hjá óhefð-
bundnum hönnuði eins og hinni
sænsku Söndru Backlund eða fara
til London, þar sem mikil huglæg
sköpun er til staðar. Ég reyni samt
að halda öllum dyrum opnum og
ætla að sjá hvaða tækifari eru í
boði,“ bætir hún við að lokum.
Anna niður slöngur í garn sem hún svo prjónaði saman.
Markmið línunnar er að fatnaðurinn fylgi hreyfingum persónunnar.Fatnaður eftir Önnu á vellukkaðri útskriftarsýningu.
20.9. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37
Selena Gomez og Brooklyn
Beckham voru ofursvöl á Polo
Ralph Lauren-sýningunni.
Rapparinn Kanye West og eig-
inkona hans, Kim Kardashian,
létu aldeilis sjá sig á sumarsýn-
ingu Givenchy í New York.
Jenna Lyons
mætti á sýn-
ingu Baja East í
New York í
vikunni í fal-
legri slá og
hvítum galla-
buxum.
Fyrirsætan Julia Restoin Roitfeld mætti
á sýningu the Blue Les Copains í New
York. Móðir hennar er fyrrverandi rit-
stjóri franska Vogue, Carione Roitfeld.
Smekklegar mæðgur þar á ferð.
Gigi Hadid og Lily Aldridge
mættu í stíl á sýningu Serenu
Williams á tískuvikunni.
Söngvarinn
Joe Jonas í
félagsskap
fyrirsætn-
anna Immy
Water-
house, Suki
Water-
house og
Behati
Prinsloo á
Tommy
Hilfiger-
sýningunni.
Leigh Lezark og Poppy Dele-
vingne voru smart á Michael
Kors-sýningunni.