Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Side 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Side 40
Úttekt 40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.9. 2015 Hagkerfið vex hratt og, aðþví er sumum finnst, þaðhratt að það ber að hafa áhyggjur. Einkaneysla hefur ekki vaxið jafnhratt í 9 ár og um leið hend- um við meiru af gamla dótinu okkar. Í sex póstnúmerum í Reykjavík hefur 100 fermetra íbúð hækkað um allt að fjórar milljónir frá 2. ársfjórðungi 2014 og fram á mitt þetta ár samkvæmt útreikn- ingum Þjóðskrár Íslands. Þá virðumst við frekar vera að nýta okkur það að geta borgað hlutina um næstu eða þarnæstu mánaðamót en fyrstu átta mánuði ársins straujaði hver landsmaður tæpum 50.000 krónum meira á kreditkortið en hann gerði á sama tímabili í fyrra. Bæði er aukning innanlands og utanlands. Og margar hagtölur ber að sama brunni; að þensla sé að aukast þar sem við kaupum meira af byggingarvörum, raftækjum, skrifstofuhúsgögnum, meira af lúxusvörum svo sem dýrari bílum og utanlandsferðum og þá eru reiðhjól margra hverra orðin það dýr að það er glapræði að geyma þau læst úti í garði. Sunnudagsblað Morgunblaðsins gluggaði í nokkur neysluhorn samfélagsins til að velta við stein- um sem gætu varpað frekara ljósi á það hvort árið 2015 nálgist að verða eins og hin víðfrægu neysluár fyrir fall bankanna árið 2008. Má bjóða þér góðæri? EINKANEYSLA VEX HRATT OG Á ÝMSUM HAGTÖLUM MÁ GREINA ÞENSLUMERKI. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is „Fyrir utan að við finnum fyrir aukningu í sölu á utanlandsferðum þá höfum við orðið vör við það að fólk velur dýrari gistingu heldur en var fyrstu árin eftir hrun og þar spilar auðvitað inn í að gengi krónunnar er hagstæðara,“ segir Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða. Íslendingar stefna í það að ferðast jafn- mikið og þeir gerðu sumarið 2007 en í sum- ar flugu um 132.000 íslenskir farþegar til útlanda frá Keflavíkurflugvelli og er það rúmlega 12% fjölgun frá því á síðasta ári. Svo margir hafa þeir ekki verið frá því sumarið 2008 þegar nærri nákvæmlega jafnmargir fóru til útlanda samkvæmt taln- ingu Ferðamálastofu. Til að slá metið frá 2007 þurfum við að bæta 18.000 Íslend- ingum í flugvélarnar á næsta ári en það ár höfðu aldrei jafnmargir flogið út á einu ári frá því að Ferðamálastofa hóf farþegataln- ingu í flugstöð Leifs Eiríkssonar. „Það ríkir meiri bjartsýni og fólk er greinilega með meira á milli hand- anna en var. Þannig hefur ásókn í golfferðir aukist og fólk er farið að fara aftur í þessar exótísku ferðir á fjarlægari staði sem eru dýrari. Þá má nefna að fólk fer oftar út en var. Fyrstu árin eft- ir hrun sá maður að fólk fór kannski ekki nema einu sinni á ári í mesta lagi til útlanda en viðskiptavinir fara nú tvisvar yfir árið eða jafnvel oftar, þá til dæmis bæði í borg- arferð, sólarlandaferð og svo kannski sér- ferð um ákveðin svæði.“ Tómas segir að eftir hrun hafi svokall- aðar fjölskylduferðir þar sem öll fjölskyldan fór saman út nánast horfið. Enda oft dýrt að fara með alla fjölskylduna. Helst var það eldra fólkið sem hélt sínu ferðamynstri óbreyttu. Núna hafa fjölskylduferðirnar verið að taka kipp og þá má nefna að fjöl- skyldur gera núna betur við sig í gistingu. „Þetta snýst ekki endilega alltaf um dýr- ari og nýja áfangastaði heldur eru þeir sömu gjarnan valdir nema að nú eru fimm stjörnu hótel oftar valin og fólk virðist vilja eyða meiru í slíkt.“ Guðrún Sigurgeirsdóttir, framleiðslu- stjóri hjá ferðaskrifstofunni Vita, tekur í sama streng og Tómas. „Það hefur verið sprenging í skemmtisiglingum hjá okkur þannig að nú erum við að fara í einar átta ferðir, komin með hátt í 300 farþega bara á þessu ári og þessum farþegum hefur fjölgað jafnt og þétt ár frá ári og aldrei verið fleiri en í ár. Þá er fólk að fara í lengri siglingar, þetta voru gjarnan vikuferðir sem fólk valdi sér en nú eru þær frá 10-14 daga langar.“ Af hverju heldur Guðrún að þessar ferðir höfði til fólks? „Þær sameina lúxus og þæg- indi og fólk er svolítið laust við það stress sem tilheyrir því að ferðast í rútum, standa í biðröðum og þetta skutl á milli staða. En þá má líka nefna að fólk er að kaupa betri hótel á sólarströndunum, ekki alltaf ódýrasta kostinn og svo eru það flugsætin. Við fljúg- um með Icelandair og það er slegist um Saga Class-sætin okkar, fólk vill borga meira og hafa það betra. En ég held að þarna spili líka inn í að Ís- lendingar eru orðnir það reyndir ferðamenn að þeir vita að það er ekki alltaf skyn- samlegast að velja það ódýrasta. Fólk vill að ferðalagið gangi vel og að allt verði í lagi.“ AFP Slegist um Saga Class- sætin „Okkur upplifun er sú að fólk er að kaupa dýrari vörur sem eru þá líka vandaðri,“ segir Guðni Jónsson, fram- kvæmdastjóri húsgagnasviðs Pennans. Velta sérversl- ana með skrifstofuhúsgögn tók kipp í ágúst, jókst um tæp 50% prósent í sömu mánuðum milli ársins 2014 og 2015. Þá var í vikunni greint frá því að önnur stór verslun með dýrari hönnunarvöru, Epal, hefði skilað rúmum 56 milljónum króna í hagnað á síðasta ári borið saman við tæpar 26 milljónir króna árið áður og jókst því hagnaðurinn um 115% milli ára. Kjartan Páll Eyj- ólfsson, framkvæmdastjóri Epal, segir að salan hafi bæði aukist í dýrustu húsgögnunum sem og þeim ódýrari og bæði séu það einstaklingar sem versli meira og einnig hótel og veitingahús. Salan byrjaði aft- ur að aukast eftir hrun í kringum 2012 og hefur bæst í jafnt og þétt þótt það hafi kannski ekki náð alveg sama flugi og árið 2007. Kjartan Páll segist telja og vona að neyslumynstrið sé heilbrigðara en það var árið 2007 og álítur að það sé einfaldlega komið að endurnýjun hjá mörgum sem hafi haldið að sér höndum eftir hrun. Penninn selur líka þekkt dýrari hönn- unarmerki fyrir heimilið og Guðni segist sjá að fólk sem hafi kannski keypt einn og einn borðstofustól á ári og bætt þannig smám saman við safnið síð- ustu árin sé frekar að leyfa sér að kaupa alla 5-6 borðstofu- stólana í einu. „Við höfum átt mjög gott haust og undanfarið sérstaklega verið góð sala í skrifstofu- húsgögnum og dýrustu og vönd- uðustu vörurnar til heimilisins er farnar að hreyfast aftur.“ Kaupa alla borðstofustólana í einu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.