Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Side 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Side 42
Viðtal 42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.9. 2015 F undum okkar Nazanin Askari ber saman á kaffihúsi í miðborginni. Eftir að við höfum pantað okkur hressingu stingur hún upp á því að við setjumst út. Sól skín sann- arlega í heiði en þekkjandi íslenska haustið bendi ég á að það geti samt verið svolítið svalt að sitja úti, sérstaklega fyrir mann- eskju sam fædd er og uppalin í Íran. „Svalt?“ spyr Nazanin undrandi. „Ekki fyrir mig. Ég er orðinn svo mikill Íslendingur.“ Hún hlær. Tilefni viðtalsins er sýningin Nazanin sem frumsýnd var í Tjarnarbíói í gær eftir að hafa verið forsýnd á leiklistarhátíðinni Lókal í síðasta mánuði. Um er að ræða sambland af leiksýningu og fyrirlestri sem Nazanin er sjálf höfundur að ásamt Mörtu Nordal sem jafnframt leikstýrir. Í sýningunni segir þessi 27 ára gamla íranska kona sögu sína en hún flúði heimalandið vegna pólitískra skoðana sinna í kjölfar forsetakosninganna árið 2009 og endaði eftir nokkra hrakninga á Íslandi. „Þetta er nútímaleikhús, þar sem frásögn mín er fléttuð saman við myndband, sem Helena Stefánsdóttir hannar, til að gera efn- ið skiljanlegra og áhrifameira fyrir áhorf- endur,“ útskýrir Nazanin. „Ég er ekki að leika, enda er ég ekki leikkona, heldur segja frá. Ég er vön að halda fyrirlestra, fyrir Amnesty International og fleiri samtök, um mannréttindi og fleira í Íran, þannig að þetta er í sjálfu sér rökrétt framhald á því sem ég hef verið að gera.“ Alls ekki sjálfgefið Hugmyndin kom frá Mörtu Nordal sem langaði upphaflega að gera sýningu um inn- flytjendur. Sú hugmynd varð að sýningu um flóttakonu. „Ég hef verið að vinna sem sjálf- boðaliði hjá Rauða krossinum frá því ég kom til Íslands og Atli [Viðar Thorstensen] verk- efnisstjóri benti Mörtu á mig. Við náðum strax vel saman og ég ákvað að láta slag standa.“ Það var alls ekki sjálfgefið. „Sú var tíðin að mig langaði að gleyma öllu um fortíð mína. Minningarnar voru einfaldlega of sárs- aukafullar. Það var því ekki auðvelt að rifja þetta allt upp aftur. Til að byrja með var þetta mjög erfitt en með góðum stuðningi frá vinum mínum varð það auðveldara. Ég fór á flug. Marta tók viðtöl við mig og vann upp úr þeim og ég skrifaði sitthvað sjálf. Síðan blönduðum við þessu saman. Ætli við höfum ekki umskrifað handritið þúsund sinn- um.“ Hún hlær. Nazanin segir viðbrögð hafa komið sér þægilega á óvart. „Þú ert bara eins og at- vinnuleikkona, átt greinilega heima á sviði,“ sagði fólk við hana og bætti við að hún hefði greinilega mikla trú á sjálfri sér. „Það er al- veg rétt, ég hef óbilandi trú á sjálfri mér og er laus við alla feimni. Það er líka gaman að heyra að fólki finnist ég eiga heima á sviði. Það er jákvætt enda bý ég að boðskap sem mikilvægt er að dreifa sem víðast og í því sambandi er leikhúsið auðvitað prýðilegt tæki. Mér ber að standa á sviði, málstað- arins vegna. Gleymum því heldur ekki að ég reyndi alla þessa hluti á eigin skinni. Það var mun erfiðara en að standa á sviði og tala um þá.“ Næstu sýningar á Nazanin í Tjarnarbíói eru í kvöld, laugardag, og miðvikudags- kvöldið 7. október. Byltingin breytti miklu Spurð hvers vegna hún hafi yfirgefið Íran bítur Nazanin aðeins í vörina. „Sjáðu til, sýningin fjallar um það og fólk þarf að hafa einhverja ástæðu til að sjá hana. Þess vegna get ég ekki farið út í smáatriði í svona við- tali. Þetta eru þó stóru línurnar: Þangað til fyrir 36 árum var Íran keisaraveldi en eftir byltinguna er landið íslamskt ríki. Margt breyttist við það og þjóðin er hvergi nærri eins frjáls í dag og hún var fyrir byltinguna. Allt snýst þetta um viðhorf og ég var svo lánsöm að alast upp hjá frjálslyndum for- eldrum. Faðir minn er blaðamaður og móðir mín kennari og þau kenndu mér að hugsa en ekki fylgja bara straumnum. Pólitík var mikið rædd á mínu æskuheimili og ég hvött til að hafa skoðun.“ Nazanin misbauð margt í samfélaginu, ekki síst staða kvenna, og hóf ung að beita sér fyrir umbótum. Hún er róttæk að upp- lagi og fór snemma að taka þátt í mótmæl- um. „Þetta kemur frá hjartanu, ég þoli ekki að sjá kúgaða konu og áskil mér rétt til að hjálpa henni. Alltént reyna mitt besta til þess. Konur eiga ekki að sætta sig við það að vera kúgaðar. Þess vegna hvatti ég konur í Íran til að nýta kosningarétt sinn og koma út af heimilunum. Taka þátt. Hvernig getur það verið glæpur?“ Nazanin segir undirtektir almennt hafa verið góðar. Íranskar konur séu sterkar að upplagi og komi með tímanum til með að sækja rétt sinn. „Íranskar konur voru einu sinni frjálsar og auðvitað vilja þær end- urheimta frelsið. Þetta er spurning um sam- stöðu. Margt smátt gerir eitt stórt. Ég er ein rödd, nái ég til tíu kvenna, ná þær von- andi til hundrað og þær aftur til þúsund. Og þannig koll af kolli.“ Nazanin nam enskar bókmenntir í háskóla í Íran og því meira sem hún las, þeim mun Glæpur að hvetja konur? SEX ÁRUM EFTIR AÐ NAZANIN ASKARI VAR HRAKIN FRÁ HEIMALANDI SÍNU, ÍRAN, VEGNA PÓLITÍSKRA SKOÐANA SINNA STENDUR HÚN Á ÍSLENSKU LEIKSVIÐI OG REKUR SÖGU SÍNA. HÚN VIÐURKENNIR AÐ ÞAÐ HAFI VERIÐ SÁRSAUKAFULLT AÐ LÍTA YFIR FARINN VEG EN NAUÐSYNLEGT FYRIR ALLAR ÞÆR KONUR SEM BÚA VIÐ KÚGUN OG HAFA ENGA RÖDD, Í ÍRAN OG HVARVETNA. Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Mynd: Kjartan Þorbjörnsson golli@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.