Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Page 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Page 46
Viðtal 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.9. 2015 A rnar Freyr Frostason og Helgi Sæmundur Guðmundsson skipa rapptvíeykið Úlfur Úlfur sem hefur slegið í gegn með plötunni Tvær plánetur sem kom út í sumarbyrjun með lögum eins og „Brennum allt“, „Tarantúlur“ og „100.000“. Þeir eru líka langt í frá nýgræðingar í tón- list, hafa verið að rappa saman síðan þeir voru unglingar, unnu Músíktilraunir með Bróður Svartúlfs (2009) og Úlfur Úlfur hefur áður sent frá sér plötuna Föstudagurinn langi (2011). „Þetta er stærra og meira en við bjugg- umst við í upphafi. Það er í eðli okkar að efast um sjálfa okkur og við vorum búnir að liggja í þessari plötu í tvö, þrjú ár. Þetta var orðin mikil pressa á okkur frá okkur sjálf- um,“ segir Helgi og bætir við að tímabilið þar sem platan var tilbúin en ekki komin út hafi verið mjög stressandi. „Það kom reglulega fyrir að við sátum tveir og drógum þetta allt í efa; við værum að segja eitthvað sem fólk myndi misskilja eða að platan væri ekki nógu góð,“ segir Arnar og útskýrir nánar að mörg lögin séu einlæg og þeir hafi óttast að það væri hrein- lega of mikið, að fólk nennti ekki að hlusta. „En ég fann það strax þegar platan kom út, sem var mesti léttir sem ég hafði upplifað, að fólk fór að hæla okkur fyrir nákvæmlega sömu hluti og við höfðum dregið í efa; ein- lægnina og hvað lögin voru persónuleg. Við erum að tala um okkar hversdagsleika.“ Þekktur frasi úr rappinu er „keepin’ it real“ og hjá Úlfi Úlfi er hann ekki skrum- skældur á neinn hátt heldur snýst um að vera sannur og heiðarlegur. „Við höfum aldr- ei logið í lagi, við höfum aldrei sagt neitt bara til að upphefja sjálfa okkur eða ein- ungis til að vera kúl,“ segir Arnar sem svar- ar aðspurður að þeir stundi það ekki að upp- hefja sjálfa sig á kostnað annarra. Textarnir endurspegla ekki aðeins líf þeirra heldur samfélagið í dag: „Þarf ekki neitt en dreymir um meir, tveir fyrir einn.“ Önnur setning af plötunni er: „Allir vilja fljóta með straumnum en drukkna í með- almennskunni og grána.“ Drukknar maður í meðalmennskunni ef maður flýtur í straumnum? „Þetta er rauður þráður í gegnum plötuna okkar. Ég var hræddur um að fólk héldi að við værum hrokafullir því meðalmennskan er náttúrlega flestir, almúginn sem við eurm hluti af. Við tölum mikið um að vilja rísa upp úr þessu og verða eitthvað stærra og betra. Ég var hræddur um að fólk héldi að við værum að tala niður til þess. Þetta snýst alls ekki um hroka heldur frekar að vera besta útgáfan af sjálfum sér,“ segir Arnar. Landamæri eru gamaldags Í vikunni spilaði Úlfur Úlfur á styrktartón- leikum fyrir sýrlenska flóttamenn en allur ágóði rann til UNICEF, barnahjálpar Sam- einuðu þjóðanna, í Sýrlandi og nágrannaríkj- um. Þeim finnst báðum hið sjálfsagðasta mál að styrkja þetta málefni. „Þetta er svo gam- aldags viðhorf sem er við lýði núna að það séu landamæri og Ísland eigi bara að vera fyrir Íslendinga,“ segir Helgi. „Óttinn við allt sem er framandi, að það muni menga það sem við höfum hér, mér finnst það svo hræðilegur hugsunarháttur að vilja stöðugt skilja sig frá heiminum. Við er- um öll úr sama efninu og í þessu saman. Við erum í aðstöðu til að hjálpa fólki. Þetta er ekkert flókið; að vilja hjálpa fólki sem er al- veg eins og þú,“ segir Arnar, sem er ánægð- ur með hversu margir Íslendingar eru farnir að láta í sér heyra. „Þeir sem eru við stjórnvölinn vita þá hvar fólk stendur,“ segir Helgi. Fólk hefur jafnvel verið hissa á því að flóttafólkið sé með farsíma. „Eins og árið 2015 sé ekki þar? Ætti fólk ekki að finna ennþá frekar fyrir samúð? Þetta er bara fólk með iPhone eins og þú,“ segir Arnar. Sjónræni þátturinn mikilvægur Úlfur Úlfur hefur lagt mikinn metnað í að gera flott myndbönd og hefur verið horft á myndbandið við „Tarantúlur“ tæplega 260.000 sinnum á síðastliðnu ári og tæplega 130.000 sinnum á „Brennum allt“ á um þremur mánuðum. „Við leggjum áherslu á að myndböndin séu flott. Netið er svo mikilvægt til að ná til fólks og ef myndbandið er gott er fólk lík- legra til að deila því og tengja eitthvað já- kvætt við nafnið okkar,“ segir Arnar en þeir segjast vera umkringdir góðu fólki, lista- mönnum úr mörgum áttum sem hafi verið tilbúnir til að hjálpa þeim til að láta þetta takast. Áhorfið á myndböndin kemur líka að utan, sérstaklega nýlega eins og einn ánægður sem skrifaði: „Ég hélt að Ísland væri bara Björk, Múm, Hjaltalín og Sigur Rós.“ Núna er Ísland líka Úlfur Úlfur. Hljómsveitin hefur unnið mikið með Agent Fresco, sem spila oft einn eða fleiri með þeim á tónleikum. „Því stærri sem staðurinn er því stærri er hljómsveitin,“ segir Helgi en á útgáfutónleik- unum í sumar voru þrettán manns uppi á sviði. „Við erum með margar hugmyndir og er- um ekkert að fara að slaka á þótt platan sé komin út og gangi vel. Við erum bara að fá stærri hugmyndir og reyna að verða betri,“ segir Arnar og bætir við að þeir vilji ögra sjálfum sér en ekki vera inni í þæg- indarammanum. „Maður þarf að fara út úr þægindaramm- anum til að bæta sig og vera besta útgáfan af sjálfum sér,“ segir Helgi. Myrkrið og mikil lífsgæði Þeir segja báðir að þeir hafi farið langt út fyrir þægindarammann við gerð plötunnar. „Við bjuggum saman í miðbænum síðasta sumar (2014) þegar við vorum að semja plöt- una. Rútínan var þannig að við borðuðum tvö egg á mann á morgnana, fórum í rækt- ina og svo í stúdíóið. Við komum hvor úr sinni áttinni þegar við fluttum inn saman en vorum samt að takast á við sömu hlutina,“ segir Helgi en þeir peppuðu hvor annan upp. „Maður getur upp að vissu marki haft svo mikil áhrif á andlega heilsu með því að til- einka sér ákveðið hugarfar,“ segir Arnar. „Það er ekki alltaf nóg en það hjálpar,“ segir Helgi og að eitt af því sem Íslendingar þurfi að takast á við sé skammdegisþunglyndi. „Hér er nóg af öllu en líka svo mikið myrkur. Það eru einstakar aðstæður á þessu landi sem ég held að skili sér í góðri tónlist, þessar undarlegu aðstæður; myrkrið og mikil lífsgæði. Það er mikill andlegur þungi þarna en á sama tíma hefur maður það svo gott,“ segir Arnar en þetta endurspeglast í text- anum í „Brennum allt“: „Við eigum allt/við erum smart/okkur er samt/alltaf svo kalt/ sumarið bjart/annars allt svart/allt ísi lagt/og ég hata það.“ Ísland í hnotskurn. Æskan í Skagafirðinum Arnar og Helgi eru æskuvinir en þeir ólust báðir upp í Skagafirði, nánar tiltekið á Sauð- árkróki. „Ég bjó í Eyrartúni og hann í Dalatúni, við vorum nánast nágrannar. Ég er einu ári eldri en Arnar en í litlum bæ vita allir hverj- ir allir eru. Við vorum báðir í körfu og tók- um skólarútuna heim saman. En svo kynnt- umst við í gegnum sameiginlegan áhuga á rapptónlist,“ segir Helgi en þar kom einnig við sögu Jóhann Bjarkason sem er núna í Redd Lights, sem mixaði Tvær plánetur. „Við þrír urðum óaðskiljanlegir og erum það ennþá í dag,“ segir Arnar en rappsenan var merkilega stór á Sauðárkróki. „Við vorum að stelast til að reykja sígar- ettur og rappa með stolinn bjór úr búrinu heima hjá okkur. Þetta voru mjög skemmti- Náttúruskáld sem yrkja um steypu STRÁKARNIR Í ÚLFI ÚLFI HAFA ALDREI LOGIÐ Í LAGI EÐA SAGT EITTHVAÐ AÐEINS TIL AÐ UPPHEFJA SJÁLFA SIG. ÞAÐ ER MÖGU- LEGT AÐ DRUKKNA Í MEÐALMENNSKUNNI EF MAÐUR FLÝTUR MEÐ STRAUMNUM EN ÞAÐ ER EKKI HROKI AÐ VILJA RÍSA UPP FYR- IR ÞETTA OG VERÐA BESTA ÚTGÁFAN AF SJÁLFUM SÉR. Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Myndir: Kjartan Þorbjörnsson golli@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.