Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Blaðsíða 47
20.9. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47
legir tímar,“ segir Arnar um unglingsárin.
„Ég var búinn að vera mikið í íþróttum, bú-
inn að æfa golf, fótbolta og körfubolta, en
allt í einu var maður orðinn hluti af ein-
hverju gengi sem var að gera tónlist. Ég
fann mig í þessum hópi, fann sjálfan mig þar
frekar en í fótboltaliðinu.“
Arnar ríður hesti í Breiðholtinu í mynd-
bandinu við „Brennum allt“ en þeir Helgi
eru báðir aldir upp við hestamennsku. „Afi
minn var mikill hestamaður og ég fór alltaf
með honum út í sveit, við vorum að brynna
og gefa, maður þekkir þessa menningu,“ seg-
ir Helgi en foreldrar Arnars eru sömuleiðis
mikið í hestunum.
„Ég dýrka þennan sveitarómantíska bak-
grunn sem við höfum,“ segir Arnar og þeir
rifja upp Miðgarðsböllin sem þeir sóttu sem
unglingar. „Allir úr sveitinni mæta og það er
kór fyrir utan allan tímann; blindfullir sextán
ára strákar með neftóbakstaum niður á vör
að syngja í Álftagerðisbræðrastellingum,“
segir Helgi.
„Þetta var Prikið okkar,“ segir Arnar og
hlær og vísar til miðbæjarskemmtistaðarins
sem er þekktur fyrir að laða að sér rappara.
„Ég held við séum báðir mjög stoltir af
þessum uppruna og að hafa alist upp í þessu
umhverfi. Mér finnst það gefa okkur
ákveðna sýn að koma svo hingað og fara í
allt annað umhverfi,“ segir Helgi.
„Það eru margar vísanir í guðsblessuðu
sveitina og náttúruna á plötunni, þessar
klassísku bókmenntalegu andstæður; náttúru
og borg, sem við notumst mjög mikið við en
ekki endilega meðvitað,“ segir Arnar, en
önnur lína úr „Brennum allt“ kemur í hug-
ann: „Náttúruskáld sem að yrkir um
steypu.“
„Við sækjum báðir í náttúruna,“ segir
Helgi sem nefnir það að ganga á fjöll á með-
an Arnar minnist á þögnina. „Það er gott að
komast í burtu og upplifa þögn, besta hljóð-
ið,“ segir hann og bætir við: „Við erum bara
einhverjir sveitastrákar að reyna að vera
nettir í Reykjavík.“
Þeir eru báðir í námi við Háskóla Íslands.
Helgi er á öðru ári í ferðamálafræði og Arn-
ar klárar viðskiptafræðina um jólin. „Við
tökum fundi í Stúdentakjallaranum í eyðum.
Ég fór beint í háskóla þegar ég flutti suður,
ekki endilega af því að mig dauðlangaði að
mennta mig heldur af því að ég nennti ekki
að vinna. Ég var þá byrjaður í tónlistinni og
einblíndi á drauminn um að verða tónlist-
armaður. Í háskóla aflar maður sér þekk-
ingar og þekking er góð,“ segir Arnar.
„Þetta var alveg öfugt hjá mér. Ég nennti
ekki strax í skóla, ég er bara búinn að vera
að vinna. Er á öðru ári núna, 28 ára gamall,“
segir Helgi.
„Möguleikinn á námi er fyrir hendi, sem
er gott fyrir þá sem þrá að mennta sig. Það
þýðir ekki að allir eigi að gera það. Það á
enginn að gera neitt, nema bara að vera
næs. Þú átt að vera næs, utan þess: gerðu
það sem þig langar til,“ segir Arnar.
Stórt hjarta í lítilli senu
Þeir hafa verið hluti af íslensku tónlistarsen-
unni frá 2009 eftir að þeir unnu Músíktil-
raunir og komust fljótlega að því að allir
þeir sem hafa komist hvað lengst og njóta
mestrar virðingar eru almennilegir. „Maður
tileinkaði sér þetta en á sama tíma var það
manni eðlislægt. Þetta er ekki spurning um
að halda öllum góðum, ég er ekki að gera
öllum til geðs,“ segir Arnar.
„Besta boðorðið,“ segir Helgi, „maður gef-
ur af sér og maður fær.“
„Markaðurinn á Íslandi er svo lítill,“ segir
Arnar. „Það spyrst út ef þú ert leiðinlegur,“
segir Helgi.
„Íslenskir tónlistarmenn standa ótrúlega
vel saman. Fólk úr mismunandi stefnum
vinnur saman vegna þess að það eru allir að
vinna að því sama; að viðhalda íslensku tón-
listarlífi. Þetta er samt svo stór sena en lítill
markaður. Við eigum öll hagsmuna að gæta
að tryggja að halda íslensku tónlistarlífi í
blóma,“ segir Arnar og Helgi tekur þetta
saman: „Stórt hjarta í lítilli senu.“
En það er ekki hlaupið að því að lifa á því
að vera tónlistarmaður, þrátt fyrir góða
plötusölu og mikla hlustun á Spotify. „Með
Spotify og plötusölu, það eru alveg peningar
í þessu en ekkert til að lifa á. Við erum
heppnir því við spilum mikið,“ segir Arnar.
„Við erum búnir að vera mjög duglegir,
við erum alltaf að spila, við erum búnir að
spila fleiri helgar en ekki síðustu fjögur ár,“
segir Helgi.
„Ef þú ætlar að lifa af tónlist á Íslandi
þarftu að vera í stöðu til að spila mikið. Það
er ekki gefið að vera jafnmikið bókaðir og
við, það er algjör blessun,“ segir Arnar.
Þeir byrjuðu að koma fram á Prikinu þeg-
ar þegar áttu bara þrjú lög. Þeir segja að á
þessum tíma hafi verið fleiri tónleikastaðir
og þar með fleiri tækifæri til þess að spila.
„Við komum mikið fram og fengum tæki-
færi í framhaldinu. Við hefðum ekki leigt
Gamla bíó eða Hörpu á þessum tíma,“ segir
hann og vísar til stórra tónleikastaða nú.
Orka sem eykst og þroskast
Hvar sjáið þið ykkur eftir fimm ár?
„Við höfum aldrei talað um hljómsveitina
eftir svona langan tíma. Í dag stefnum við í
aðra úgáfu. Við erum fullir af hugmyndum
sem við viljum koma út. Við verðum 100% að
vinna eitthvað saman en líka hvor í sínu
horninu komnir eitthvað lengra,“ segir Arn-
ar.
„Það er ennþá jafngaman að taka svipuð
gigg og fyrir fjórum árum, það kemur alltaf
nýtt fólk,“ segir Helgi.
„Þetta hættir ekki að vera gaman. Í raun-
inni verður þetta bara skemmtilegra og
skemmtilegra,“ segir Arnar.
„Við byggjum upp kemistrí á sviði; orku
sem við vinnum með saman þegar við erum
að spila saman og vinna saman. Þessi orka
bara eykst og þroskast. Þetta verður bara
betra eftir fimm ár,“ segir Helgi.
Helgi og Arnar fara
markvisst út úr þæg-
indarammanum og
ögra sjálfum sér.
* Við erum baraeinhverjir sveita-strákar að reyna að
vera nettir í Reykjavík.
Helgi (t.v.) og Arnar kynntust á Sauðárkróki þar sem þeir ólust báðir upp.