Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Blaðsíða 48
Myndhöggvarans Wilhelms Beckmann (1909-1965) hefur verið minnst á ýmsan hátt á undanförnum misserum. Í Ólafsvíkurkirkju er fagurlega útskorinn skírnarfontur eftir hann og við athöfn í guðsþjónustu í kirkjunni á sunnudag verður afhjúpaður minningar- skjöldur um gefendur fontsins, hjónin Mark- ús Einarsson, framkvæmdastjóra Hraðfrysti- húss Ólafsvíkur, og Soffíu E. Sigurðardóttur, konu hans. Að lokinni guðsþjónustunni mun formaður stjórnar Stofnunar Wilhelms Beckmann, Jón Þór Þórhallsson, flytja erindi um listamanninn. Wilhelm Beckmann flýði nasismann í Þýskalandi, kom til Íslands árið 1935, eignaðist hér fjölskyldu og vann hér að fjölbreytilegum listaverkum. GEFENDA MINNST Í ÓLAFSVÍK SKURÐMEISTARI Myndskerinn Wilhelm Beckmann við vinnu sína. Hér sker hann út stóra Kristsmynd. 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.9. 2015 Ár í listheimum nefnist mynd- listarsýning Ránar Jóns- dóttur og Unn- ar Óttars- dóttur sem opnuð verður í Anarkíu, Hamraborg 3, í dag, laugardag, kl. 15. „Sýn- ingin byggist á ferðum um listasenu Ís- lands. Verkefnið byggist á rannsókn- arferðum sem voru skrásettar í myndum. Myndlistarmennirnir Rán og Unnur spegla sig hvor í annarri sem og myndlist- armönnum samtímans. Listamennirnir unnu verkin á sýningunni í samvinnu,“ seg- ir m.a. í tilkynningu. Báðar hafa listakon- urnar lokið MA-gráðu frá LHÍ, Unnur árið 2015 og Rán árið 2014. NÝ SÝNING Í ANARKÍU ÁR Í LISTHEIMUM Eitt þeirra verka sem sýnt er í Anarkíu. Heiðrún Kristín Guð- varðardóttir söngkona efnir til tónleika í Fella- og Hólakirkju í dag, laug- ardag, kl. 16. Með henni syngja Davíð Ólafsson, Kristín R. Sigurðardóttir, Helga Magnúsdóttir og sönghópurinn Boudoir. Meðleikarar eru Julian M. Hewlett á píanó, Símon H. Ívarsson á gítar og Guðni Franzson á klarinett. „Á tónleikunum verður flutt ljúf og skemmtileg tónlist úr ýmsum áttum. Tilefni tónleikanna er tvíþætt. Annars vegar fimm- tugsafmæli Heiðrúnar, sem var í júlí sl., og hins vegar fögnuður yfir því að hafa komist heil á húfi út úr erfiðri krabbameinsmeðferð. Yfirskrift tónleikanna er „Með bros á vör“, og er þar vísað m.a. til lagsins „Smile“ sem Heiðrún hefur haft sérstakt dálæti á í veik- indunum,“ segir m.a. í tilkynningu. FELLA- OG HÓLAKIRKJA MEÐ BROS Á VÖR Heiðrún Kristín Guðvarðardóttir Menning Mér fannst þetta mjög áhugavertverkefni þegar leikstjórinn bauðmér það. Ég hafði stuttu áður lesið bókina og fannst þetta verk eiga erindi í dag út frá svo mörgu í samtímanum. Auk þess fannst mér gaman að geta lokað hringnum og snúið aftur á svið í Samkomuhúsinu þar sem ég byrjaði að leika hjá Leikfélagi Akureyrar fyrir rúmum 60 árum,“ segir Arnar Jónsson sem leikur burðarhlutverk í uppfærslu Leik- félags Akureyrar á Býr Íslendingur hér? í leikstjórn Jóns Páls Eyjólfssonar, sem frum- sýnd var í gærkvöldi, föstudag. Leikmynd og búninga hannar Íris Eggertsdóttir, um tónlist sér Davíð Þór Jónsson og lýsingu hannar Þóroddur Ingvarsson, en meðleikari Arnars er Benedikt Karl Gröndal. Leikritið er leikgerð Þórarins Eyfjörð á samnefndri bók Garðars Sverrissonar og Leifs Muller sem út kom árið 1988, en leikgerðin var fyrst leikin í Tjarnarbíói árið 1993. Verkið segir frá lífshlaupi Leifs sem ólst upp í Reykjavík en hélt sem ungur maður til Noregs í nám. Þegar nasistar hernámu Noreg var Leifur svikinn í hendur Gestapó og endaði í Þýskalandi Hitlers í Sachsenhausen, alræmd- um þrælkunar- og útrýmingarbúðum nasista. Lykillinn að leika sem minnst Spurður hvernig hann nálgast hlutverk Leifs í sýningunni segir Arnar lykilinn vera að leika sem minnst. „Þetta eru það skelfilegar lýsingar að þú þarft að láta þetta ná til þín svo sterkt og fara þannig í gegnum þig að þér finnist þú vera staddur á þessum stað og vera að upplifa þetta. Það hjálpar okkur leik- urunum að Leifur er í verkinu að rifja upp atburðina. Við útfærum þetta þannig að við Benedikt túlkum Leif á ólíkum tímaskeiðum. Hans er meira í beinu upplifuninni á því sem er að gerast í kringum hann, en sá eldri er meira í minningunni og rifjar upp, þó það séu eðlilega engin skýr mörk. Við rissum síðan báðir upp lykilpersónur í kringum Leif, s.s. foreldra hans og manninn sem sveik hann í hendur nasista.“ Aðspurður segist Arnar aldrei hafa unnið með Benedikt Karli áður, en hann ber honum sem og öðru samstarfsfólki afar vel söguna. „Þetta er lítill og afar góður hópur sem að uppsetningunni kemur. Við Jón Páll höfum leikið saman á sviði, þ.e. í Íslandsklukkunni í Þjóðleikhúsinu, en hann hefur aldrei leikstýrt mér áður. Hann er afar fær leikstjóri og þetta hefur allt verið ákaflega ánægjulegt ferli og gengið vel þó tíminn hafi verið skammur. Þetta er mikil brekka, bæði að læra og klifra upp. Hún er ekki auðveld.“ Spurður hvort gott sé að leika í Samkomu- húsinu svarar Arnar því játandi. „Leikhúsið er hannað eftir gullinsniði. Hér ríkir gott jafnvægi milli sviðs og salar. Það þarf því ekki að sperra sig mikið.“ Aldrei haft meira að gera Sem fyrr segir fagnar Arnar því að fá tæki- færi til að snúa aftur á svið í Samkomuhús- inu. „Ég var meðal þeirra sem stofnuðu hér atvinnuleikhús árið 1973, en þá var ég búinn að vera hér meira og minna frá 1969. Ég var fastráðinn hér til 1975 þegar við stofnuðum hér Alþýðuleikhúsið. Ég hef í gegnum tíðina komið hingað sem gestaleikari í nokkur skipti,“ segir Arnar sem ílengist á Akureyri eftir að sýningum á Býr Íslendingur hér? lýkur. „Við Jón Páll höfðum talað saman áður en uppsetningin á Býr Íslendingur hér? kom til og bundist um það fastmælum að ég kæmi norður með einleikinn Sveinsstykki eftir Þor- vald heitinn Þorsteinsson, sem er Akureyr- ingur eins og ég,“ segir Arnar og tekur fram að hann reikni með að sýna Sveinsstykki á Akureyri fyrir jól. Þorvaldur skrifaði Sveins- stykki árið 2003 fyrir Arnar að beiðni Þor- leifs Arnar Arnarssonar í tilefni af tvöföldum tímamótum Arnars, þ.e. 40 ára leikafmæli hans og sextugsafmæli, en Þorleifur leik- stýrði frumuppfærslunni í Loftkastalnum sem þá var og hét. Síðla árs 2013 leikstýrði Þór- hildur Þorleifsdóttir eiginmanni sínum í upp- færslu verksins á Stóra sviði Þjóðleikhússins í tilefni þess að það sama ár varð Arnar sjö- tugur, en með sýningunni kvaddi Arnar form- lega Þjóðleikhúsið eftir 50 ára farsælt starf, en hefur síðan leikið bæði í Eldrauninni og Sjálfstæðu fólki. „Ég er ekki lengur fastráðinn neins staðar, það má ekki. Ég er því bara minn eigin herra. Ég hef verið að vinna í sjónvarpi, m.a. Rétti, alls kyns stuttmyndum og bíómyndum á borð við Fúsa. Ég hef eiginlega aldrei haft meira að gera sem leikari en eftir að ég komst á aldur og samningi mínum við Þjóð- leikhúsið lauk,“ segir Arnar. Heimildarmynd um ævistarfið Inntur eftir því hvaða verkefni séu framundan hjá sér segir Arnar ýmislegt í bígerð, en að- eins megi segja frá litlu broti af því á þessari stundu. „Á mér hvíla líka vanrækslusyndir sem ég væri mjög áfram um að geta komist í að sinna. Mér finnst að mér beri skylda til að skrá eitthvað í sambandi við Alþýðuleikhúsið. Auk þess er í bígerð heimildarmynd um ævi- starfið sem Þór Ómar kemur að. Svo er margt fleira,“ segir Arnar og bendir á að hann langi líka til að sinna öllum barnabörnunum sem skyldi og hafa möguleika á að fylgjast með börnum sínum sem séu að gera það gott í leik- listinni erlendis. „Það væri mjög gaman að geta fylgst betur með þeim. Þannig að það er engin ládeyða framundan hjá mér.“ Aðspurður segist Arnar alltaf njóta þess jafnmikið að standa á leiksviðinu. „Með reynslunni og aldrinum finn ég að ég eflist sem leikari,“ segir Arnar. Spurður hvort hann eigi sér enn eitthvert draumahlutverk eða hvort hann sé búinn að fá tækifæri til að takast á við allt sem hann gat óskað sér svar- ar Arnar: „Ég er búinn að fá tækifæri til að glíma við allt sem ég gat óskað mér og svo miklu meira en það. Helst vildi maður fást við eitthvað sem væri bæði krefjandi en um leið líka eitthvað sem ögraði manni, þ.e. eitt- hvað sem maður hefði ekki mikið gert áður. Því maður er búinn að skila því helsta sem maður vildi. En það væri mjög gaman að tak- ast á við ögrandi og nýja hluti og hlutverkið í Býr Íslendingur hér? fellur undir það. Leik- arinn er mjög nakinn í þessari uppfærslu. Það eru engin hjálpartæki sem fleyta þér áfram, þú verður að sækja það allt inn í sjálf- an þig og þinn reynslubrunn,“ segir Arnar og nefnir að lokum að þau Þórhildi eiginkonu hans langi einnig til að vinna meira saman í framtíðinni. „Við erum með ýmsar hugmyndir sem okkur langar að koma á koppinn. Þannig að fólk verður að þola það að hafa mig fyrir augunum eitthvað áfram,“ segir Arnar að lok- um. LEIKFÉLAG AKUREYRAR SÝNIR BÝR ÍSLENDINGUR HÉR? „Mér fannst gaman að geta lokað hringnum“ ARNAR JÓNSSON LEIKUR Í SÝNINGUNNI BÝR ÍSLENDINGUR HÉR? SEM FRUMSÝND VAR Í SAMKOMUHÚSINU Á AKUREYRI Í GÆR. HANN FAGNAR ÞVÍ AÐ FÁ TÆKIFÆRI TIL AÐ SNÚA AFTUR NORÐUR ÞAR SEM HANN TÓK SÍN FYRSTU SKREF SEM LEIKARI OG MUN SÝNA ÞAR SVEINSSTYKKI EFTIR ÞORVALD ÞORSTEINSSON SÍÐAR Á ÁRINU. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Ljósmynd/Auðunn Níelsson „Mér fannst þetta mjög áhugavert verkefni þegar leik- stjórinn bauð mér það,“ segir Arnar Jónsson sem leikur í Býr Íslendingur hér? ásamt Benedikt Karli Gröndal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.