Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Side 49
Fjórar sýningar að eigin vali
á besta verðinu.
Áskriftarkort
Borgarleikhússins
Vertu með
í vetur!
Miðasala
568 8000 | borgarleikhus.is
Morgunblaðið/Ernir
Það má segja að allt er þegar þrennt er,“segir Atli Ingólfsson tónskáld, enCinnober-leikhúsið í Gautaborg frum-
sýnir annað kvöld, sunnudagskvöld, nýja óp-
eru hans sem nefnist Njáls saga við texta
sænska leikskáldsins Ludvigs Uhlbors, en
ráðgerðar eru 14 sýningar á næstu vikum.
Þetta er þriðja samstarfsverkefni Atla og
Cinnober-leikhússins sem stýrt er af Svante
Aulis Löwenborg sem jafnframt hefur leik-
stýrt öllum þremur sýningum, en áður hefur
Cinnober sett upp eftir Atla Suzönnuh við
texta norska leikskáldsins Jon Fosse síðla árs
2005 og Play Alter Native við texta norska
leikskáldsins Finn Iunker snemma árs 2012.
„Suzannah var svo vel heppnuð sýning að
fljótlega var farið að ræða um frekara sam-
starf. Ég nefndi að gaman væri að vinna
barnasýningu eða sýningu um mjög þekkt
efni. Vegna þess að í báðum tilvikum hefur
maður sérstakt frelsi í leikhúsinu. Play Alter
Native er mjög abstrakt og frjáls vegna þess
að börn þurfa ekki söguþráð heldur frekar
form. Kosturinn við að vinna með Njáls sögu
er að þetta er saga sem allir þekkja og því
þarf ekki að segja söguna,“ segir Atli og
bendir á að Íslendingasögurnar hafi nýverið
komið út á öllum Norðurlandatungumálunum í
nýrri þýðingu.
Endalaus runa af ofbeldi
„Njáls saga er fyrir fjóra karlleikara, hljóð-
nema og rafhljóð, en leikarar sýningarinnar
eru James Hogg frá Englandi, Martin Alex-
andersson og Rikard Björk frá Svíþjóð og
Fabian Silén frá Finnlandi. Rétt eins og í öðr-
um óperum byggist verkið á skipulagðri radd-
beitingu frá upphafi til enda þótt hér sé að-
eins hluti verksins beinlínis sunginn.
Hreyfingar, raddbeiting og rafhljóð eru látin
renna saman í einn samfelldan þráð,“ segir
Atli og bendir á að Uhlbors byggi leiktexta
sinn á öllum bardagalýsingum sögunnar.
„Textinn verður þannig ein endalaus runa
af ofbeldi, sem setti mig í erfitt en skemmti-
legt hlutverk. Ég þurfti að finna út úr því
hvernig hægt væri að búa til músík úr þess-
um bardagatexta. Ég brá á það ráð að búa til
ólík sigti sem textinn fer í gegnum. Stundum
kemur hann í gegn í heilu lagi, en stundum
koma bara brot. Í raun gaf textinn mér það
mikið frelsi að ég gat búið til mitt músíkform
og mokað textanum inn í eftir hentugleikum.
Á stórum köflum hverfur textinn og leik-
ararnir eru bara með raddskúlptúra og óhljóð.
Textinn hverfur þannig inn í hljóðaþoku,“ seg-
ir Atli og bendir á að þessi nálgun virki
ímyndunaraflið vel.
„Ætlunin er að textinn renni algjörlega
saman við sviðshreyfingar,“ segir Atli þegar
hann er spurður hvort uppfærslan verði mjög
líkamleg. „Leikararnir eru þjálfaðir í bardaga-
listum og eru allir fjórir í góðu formi. James
Hogg er sérfræðingur í bardagalistum og hef-
ur þjálfað hina,“ segir Atli og tekur fram að
hann geti auðvitað aðeins lýst verkinu eins og
hann sjái það fyrir sér, en þegar blaðamaður
náði tali af honum var hann á leið til Svíþjóð-
ar til að vera viðstaddur frumsýninguna.
Langar að leikstýra eigin verki
„Leikhús er samstarf og maður getur ekki
verið harðstjóri. Þannig veit ég ekki hvort
leikstjórinn hefur gert miklar breytingar á
verkinu, en ég treysti honum listrænt séð. Ef
ég vildi vera fullkomlega viss um að verkið
eins og ég sé það fyrir mér rati á svið verð ég
hreinlega að leikstýra eigin verki, sem ég
væri reyndar alveg til í að gera einhvern tím-
ann,“ segir Atli og viðurkennir að hann sé
kominn með háskalega leikhúsbakteríu og því
sé aldrei að vita nema hann í framtíðinni muni
leikstýra eigin verki.
Spurður hvað sé framundan hjá honum seg-
ist Atli vera að skrifa grein. „Hún nefnist
„Sex tilgátur um óperuformið“ og þar er ég
NJÁLS SAGA ER NÝ ÓPERA EFTIR ATLA INGÓLFSSON
ATLI INGÓLFSSON FRUMSÝNIR
NÝJA ÓPERU HJÁ CINNOBER-
LEIKHÚSINU Í GAUTABORG.
Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is
James Hogg er meðal leikara verksins.
að gera upp mínar hugmyndir um óperu-
formið. Óperan hefur þróast mikið sem form
og ég held það sé óþarfa tepruskapur eða
smámunasemi að spara það hugtak fyrir dautt
form sem flutt er í óperuhúsi með vissum
fjölda söngvara. Ég vil helst að hugtakið eigi
við um allar músíkættaðar leiksýningar og ég
færi rök fyrir því í greininni. Ein af for-
sendum greinar minnar er að allt tal sé söng-
ur, bara mismikill söngur. Mér finnst væn-
legra að skilgreina bæði stórar óperur,
kammeróperur og tónleikhús sem óperur. Við
þurfum að endurskoða afstöðu okkar til hug-
taksins og til tónlistarleikhúss ásamt því að
nálgast tónlist á sviði á meira skapandi og
frjálsari hátt því annars drepst þetta form
hreinlega.“
Árið 2006 var Suzannah flutt hérlendis í
Þjóðleikhúsinu eftir góðar viðtökur úti, en
Play Alter Native hefur enn ekki ratað á svið
hérlendis. „Ég veit að barnakór hérlendis er
byrjaður að skoða tónlistina og ég mun leita
allra leiða til að fjármagna uppsetninguna
hérlendis.“
„Textinn hverfur í hljóðaþoku“
„Óperan hefur þróast mikið sem form og ég held
það sé óþarfa tepruskapur eða smámunasemi að
spara það hugtak fyrir dautt form sem flutt er í
óperuhúsi með vissum fjölda söngvara.“
Síðustu forvöð eru að sjá
sýninguna Samspil – Sigur-
jón Ólafsson & Finn Juhl í
listasafni Sigurjóns á Laug-
arnesi um helgina. Birgitta
Spur, sem er sýningarstjóri
ásamt Æsu Sigurjónsdóttur, mun
leiða gesti um sýninguna á morg-
un, sunnudag, kl. 15 og fjalla um
tengsl Sigurjóns við danska fram-
úrstefnulistamenn á tímabilinu
1928-1945.
1
MÆLT MEÐ
Alda Sigurðardóttir leiðir
gesti um sýninguna Gull-
kistan: 20 ár á morgun,
sunnudag, kl. 15. Í Lista-
safni Árnesinga má sjá verk eftir
tuttugu og fjóra listamenn af átta
þjóðernum, en það sem listamenn-
irnir eiga sameiginlegt eru tengsl
við Gullkistuna á Laugarvatni, ann-
aðhvort sem þátttakendur í
listahátíðum Gullkistunnar eða
dvalargestir í miðstöð sköpunar.
2 Viðamikil yfirlitssýningmeð verkum frá öllumferli hinnar merku mynd-listarkonu Nínu
Tryggvadóttur (1913-1968)
hefur verið opnuð í Listasafni Ís-
lands. Ástæða er til að hvetja
fólk til að kynna sér athyglis-
verðan feril hennar og áhrifarík
verkin, sem mörg hver eru í
einkaeigu og sjást sjaldan op-
inberlega.
3