Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.9. 2015 Bækur Ana María Shua er með helstu rithöf-undum Argentínu, höfundur fjöldabóka, skáldsagna, barnabóka og smá- sagnasafna, en hún er einna þekktust fyrir bók- menntaform sem kallað hefur verið örsögur og birtast til að mynda í bókinni Smáskammtar sem Dimma gaf út fyrir stuttu, en í henni er úrval af örsögum Shua úr átta örsagnasöfnum hennar sem komið hafa út á síðustu þrjátíu ár- um. Örsagnaformið er fjörgamalt, en undanfarna áratugi hefur það staðið með einna mestum blóma í Suður-Ameríku og rithöfundarnir Jorge Luis Borges og Adolfo Bioy Casares eru gjarn- an nefndir sem meistarar örsögunnar, eins og Shua gat um í fróðlegum fyrirlestri um formið sem gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík. Velkist einhver í vafa um hvað örsaga sé þá birtist svarið í fyrirlestrinum: „Ef það líkist brandara, þá er það brandari. Ef það líkist ljóði, þá er það ljóð. Ef það líkist smásögu, þá er það smásaga. Ef þú veist ekki hvað það er, þá er það örsaga.“ Hún ítrekar þessa skýringu í spjalli undir lok hátíðarinnar, en hlær líka við, enda er hún sett fram sem glens öðrum þræði, þó með þeim sannleikskjarna að örsaga er ekki bara stutt smásaga og örsaga er ekki heldur ljóð þó hún sé skyld því. Shua segist hafa byrjað að skrifa örsögur þegar hún rakst á örsagnakeppni í mexíkósku bókmenntatímariti þegar hún var 24 ára og fannst svo skemmtilegt að semja slíkar sögur að hún hefur haldið þeirri iðju áfram meðfram öðrum skrifum. „Ég vann reyndar ekki til verð- launa, en ég sendi síðan margar af fyrstu ör- sögunum mínum til tímaritsins, en frétti svo ekkert meira af þeim sögum og taldi líklegt að þær hefði aldrei verið notaðar. Seinna kom í ljós að þær höfðu allar verið birtar í tímaritinu en þar sem herforingjar rændu völdum í Arg- entínu 1976 við tók ströng ritskoðun og inn- flutningsbann á ýmsum ritum komst ég ekki að því fyrr en á síðasta ári að gefið var út ör- sagnasafn í Mexíkó og þar voru sögurnar mín- ar,“ segir hún og hlær við. Þó að Shua hafi fallið fyrir örsögunum og skrifað fjölda sagna í framhaldinu, þá voru út- gefendur ekki spenntir fyrir örsögum, hún seg- ir að enginn útgefandi í heimalandi hennar hafi treyst sér til að gefa sögurnar út. „Það var ekki fyrr en ég gaf út skáldsögu sem seldist mjög vel að menn voru til í að prófa að gefa þær út. Ég hef hlotið frama og notið viðurkenningar fyrir skáldsögur og framfleyti mér með barna- bókum, Hjarta mitt er þó í örsögunum, þær eru ástríða mín.“ Bækur Shua hafa notið hylli í heimalandi hennar og einnig verið gefnar út víðar á spænsku og þýddar á önnur mál. Hún segir það merkilega staðreynd um menningarsögu Suður- Ameríku að lengst af hefur því verið svo háttað að vilji argentínskur höfundur vera lesinn í Síle þurfi hann að koma bókum sínum í útgáfu á Spáni. Víst sé menning spænskumælandi þjóða Suður-Ameríku mjög skyld en löngum hafi ver- ið langt á milli landanna. „Sem betur fer er það að breytast og við erum að ná saman hvað bók- menntir varðar að minnsta kosti, en það er þá aðallega fyrir atbeina óháðra útgefenda, smá- fyrirtækja sem einbeita sér að því að gefa út minna þekkta og óþekkta höfunda.“ Í bókum Önu Maríu Shua eru sögurnar alla jafna ósamstæðar, en stundum þó tengdar, en í síðasta örsagnasafni hennar, Fenómenos de circo, Fyrirbæri úr fjölleikahúsi, sem kom út 2011, hverfast þær allar um fjölleikahús, ótelj- andi sjónarhorn á þeim fjölbreytilega og um leið sérkennilega heimi sem slík hús geyma. Í Skáskömmtum eru tuttugu sögur úr því safni og Shua lýsir ánægju sinni með það enda segir hún að þar sé komin hennar besta bók að sínu mati. „Ég vissi ekki að ég væri að fara að skrifa svo samstæða bók, en þegar ég las hana yfir sá ég að mér hafði tekist að fanga fjölleika- húsið, sögu þess og sögupersónur. Þetta er sjötta örsagnasafnið mitt og það fyrsta sem fjallar aðeins um eitt söguefni. Ég hef áður reynt að skrifa þannig bækur og til dæmis hélt ég að draumar myndu duga í fyrstu örsagnabók mína, en annað kom á daginn. Fyrir næstu bók bjó ég til vændishús hugmyndanna, en það dugði ekki heldur fyrir heila bók, það var ekki fyrr en ég komst í fjölleikahúsið að hugmyndin gekk upp.“ FJÖRGAMALT BÓKMENNTAFORM Örsögur eru ástríða mín Ana María Shua, einn þekktasti rithöfundur Argentínu, var meðal erlendra gesta Bókmenntahátíðar í Reykjavík. Morgunblaðið/Árni Sæberg ARGENTÍNSKI RITHÖFUNDURINN ANA MARÍA SHUA KOM Á BÓK- MENNTAHÁTÍÐ TIL AÐ SEGJA OKKUR FRÁ ÖRSÖGUM SEM ERU SNAR ÞÁTT- UR Í HÖFUNDARVERKI HENNAR. Árni Matthíasson arnim@mbl.is * Ég hef hlotið frama ognotið viðurkenningarfyrir skáldsögur og fram- fleyti mér með barnabókum, Hjarta mitt er þó í örsög- unum, þær eru ástríða mín. Ég átti alltaf uppáhaldsbók sem heitir Meistarinn og Margaríta eftir Mikhail Bulgakov, rússneskan snilling sem var hálfvegis ritskoðaður í hel af Stal- ín og hans krónum. Bókin fjallar um skrattann og nokkra púka hans sem koma til Moskvu á þriðja áratug síð- ustu aldar þegar fyrirheitna landið átti að vera orðið til þar, og snúa öllu á annan end- ann. Svo er líka átakanleg ást- arsaga fléttuð saman við ásamt píslarsögu Krists. Ég fékk bókina í tvítugs- afmælisgjöf frá góðri vinkonu minni og hún olli bókstaflega straumhvörfum í minni bókmenntaupplifun og báðum heilahvelum, enda snilldarlega samsett háðsádeila á kerfiskarla, ritskoðun og smá- borgara, með snert af fantasíu par exellence. Síð- an þá hef ég lesið margar snilldarbækur og var hálfvegis búinn að gleyma minni gömlu vinkonu Margarítu en rétt áður en þessi grein varð til, vildi svo skemmtilega til að ég ákvað að dusta rykið af henni og lesa hana fyrir unga vinkonu mína sem ákvað, öllum á óvörum, að láta ferma sig í kirkju, en til þess þurfti að skrá hana í þjóð- kirkjuna, enda fjölskyldan ekki þar framarlega í flokki. Hinsvegar langaði mig svo til að finna heim- spekilega og öðruvísi nálgun á píslarsöguna og Jesú Krist til þess að deila með vinkonu minni svo að kirkjunnar opinber útgáfa sé ekki það eina sem hún heyri, og þá mundi ég allt í einu eftir þessum kostulegu samtölum í Meistaranum og Margarítu milli Pontíusar Pílatusar og Jesua, eins og hann heitir í meðförum Bulgakovs og þvílík þeysireið, þetta er í þriðja sinn sem ég les þessa bók á lífsleiðinni og hún er sem ný í hvert sinn. BÆKUR Í UPPÁHALDI SIGTRYGGUR BALDURSSON Sigtryggur Baldursson, fram- kvæmdastjóri ÚTÓN, las uppáhalds- bók sína, Meistarann og Margarítu, í þriðja sinn fyrir stuttu. Morgunblaðið/Ómar Mikhail Bulgakov – Ég get flogið, segir konan. Hún er stór og þreytuleg að sjá. Hefur verið falleg í eina tíð. – Loftfimleikakona. Frábær loftfim- leikakona, álítur fjölleikastjórinn. – Nei. Ég flýg. Í alvörunni. – Með ósýnilegum böndum? Með segulstálum eins og töframaðurinn David Copperfield? Þú skilur ekki. Eins og Súpermann. Konan tekst á flug og fer í heilan hring um allt tjaldið. – Þú ert mikill listamaður. En þetta er ekki staður fyrir þig, góða mín, segir fjölleikastjórinn hreinskilinn og finnst leitt að hafna sönnum lista- manni. – Þetta er fjölleikahús örsagna sem lætur lítið yfir sér. Ég er sann- færður um að þú verður heppnari í skáldsögu töfraraunsæis. (Úr Smáskömmtum eftir Ana María Shua, Kristín Guðrún Jónsdóttir þýddi. Dimma gefur út.) Fljúgandi kona
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.