Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Blaðsíða 51
Guðlaug Vilbogadóttir, Guðmundur Rafn Sigurðsson, Hjörleifur Gutt- ormsson, Hjörleifur Stefánsson, Lilja Árnadóttir og Pétur H. Ármannsson. Ljósmyndir tók Ívar Brynjólfsson. Í 25. bindi er sagt frá Bakkagerð- iskirkju, Eiðakirkju, Hjaltastaðakirkju, Klyppstaðarkirkju, Seyðisfjarðarkirkju og Þingmúlakirkju. Höfundar texta eru Gísli Sverrir Árnason, Guðlaug Vil- bogadóttir, Guðmundur Rafn Sigurðs- son, Hjörleifur Guttormsson, Hjör- leifur Stefánsson, Lilja Árnadóttir og Pétur H. Ármannsson. Ljósmyndir tók Ívar Brynjólfsson. Gert ráð fyrir að verkinu ljúki næsta haust með þremur bindum af um- fjöllun um 28 kirkjur í Vestfjarða- prófastsdæmi. Meðútgefandi og dreifingaraðili er Hið íslenska bókmennta- félag. Fyrsta bindið í bókaröðinni Kirkjur Ís- lands kom út 2001, en í röðinni er gerð „menningarsöguleg úttekt á öllum frið- uðum kirkjum landsins, gripum þeirra og minningarmörkum“, eins og því er lýst á vefsetri Minjastofnunar sem stendur að útgáfunni ásamt Þjóðminjasafni Íslands, og Biskupsstofu. Í röðinni er fjallað um viðkomandi kirkjur frá sjónarhóli bygg- ingarlistar, stílfræði og þjóðminjavörslu og var útgáfunni hrint af stað í tilefni af 1000 ára afmæli kristnitöku á Íslandi. Kirkjurnar voru 207 þegar verkið hófst 1996 og því ljóst að verkið yrði umfangsmikið og tæki drjúgan tíma, en 24. og 25. bindi bókaraðarinnar komu út á dögunum og í þeim er fjallað um frið- aðar kirkjur í Múlaprófastsdæmi. Í 24. bindi er sagt frá Áskirkju, Eiríksstaðakirkju, Hofskirkju í Vopnafirði, Hofteigskirkju, Kirkjubæjarkirkju, Skeggjastaðakirkju og Vopnafjarðarkirkju. Höfundar texta eru Gísli Sverrir Árnason, KIRKJUR Í MÚLAPRÓFASTSDÆMI 20.9. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Á degi læsis, 8. september sl., kom út bókin Nesti og nýir skór - Úrval úr íslensk- um barnabókmenntum sem unnin var að frumkvæði IBBY á Íslandi í samstarfi við For- lagið. Nesti og nýir skór hefur að geyma úrval úr íslenskum barnabókmenntum fram til síðustu aldamóta, auk þjóð- sagna og kvæða. Í bókinni má lesa um litrík- ar persónur á borð við Gutta og Fóu feykirófu, Bakkabræður og tvíbura- bræðurna Jón Odd og Jón Bjarna. Flesta textana prýða myndir sem hafa fylgt þeim frá fyrstu útgáfu. Ritstjórar útgáfunnar eru Sigþrúður Gunnarsdóttir og Sólveig Ebba Ólafsdóttir. Nesti og nýir skór Í viðtali við Morgunblaðið vegna bókaraðarinnar Kirkjur á Íslandi fyrir nokkrum árum lét Þorsteinn Gunnarsson, ann- ar ritstjóra verksins, þau orð falla að Hóladómkirkja væri honum afar kær og í nýju riti, Hóladómkirkjur til forna, sem Hið íslenska bókmnenntafélag gefur út, segir hann frá timbur- kirkjunum fjórum sem stóðu á Hólum í Hjaltadal áður en nú- verandi kirkja var reist 1757-1763. Þær kirkjur voru Jónskirkja sem reist var uppúr 1101, Jörundarkirkja sem reist var um 1280, Péturskirkja sem reist var 1395 og Halldórukirkja sem reist var 1625-1627, en í bókinni eru teikningar af viðkomandi kirkjum byggðar á rannsóknum Þorsteins og upplýsingar um stærð þeirra og gerð og byggingarsaga þeirra er rakin. HÓLADÓMKIRKJUR TIL FORNA Skáldsagan Hendingskast hefst þar sem sögumaður hittir fé- laga sína Símon og Anton á kaffihúsi, nýlega orðinn at- vinnulaus, og í ljós kemur að Anton hefur unnið tugmilljónir í lottói. Skömmu síðar verða foreldrar sögumanns fyrir því að húsið þeirra er málað app- elsínugult í skjóli nætur. Þessir atburðir koma róti á líf persónanna í bókinni, sem vonlegt er, og líf aðalpersón- unnar fer á hvolf. Hendingskast er fyrsta skáldsaga Sigurjóns Bergþórs Daðasonar, en hann er annars menntaður tónlistarmaður og stundaði tónlistarnám og starf- aði sem klarinettuleikari í Sví- þjóð og Frakklandi, en sneri aftur hingað til lands fyrir fjór- um árum. Veröld gefur bókina út. Hendingskast Sigurjóns Daðasonar Sigurjón Bergþór Daðason. Haustið og íslenskur skáldskapur BÓKAÚTGÁFA SUMARIÐ ER ALLA JAFNA HELGAÐ ÞÝÐINGUM, OFT Á REYFURUM OG ÖÐRU LÉTTMETI EN LÍKA Á HEIMSBÓKMENNTUM. Á HAUSTIN KEMUR AFT- UR Á MÓTI ÚT OBBINN AF ÍSLENSKUM SKÁLD- SKAP ÁRSINS, LJÓÐABÆKUR OG SKÁLDSÖGUR, OG SVO TÍNAST ÚT ÆVIMINNINGAR, LÍFS- REYNSLUSÖGUR OG FRÆÐIRIT. Tilfinningarök heitir ný ljóðabók Þórdísar Gísladóttur sem Bjartur gefur út. Þetta er þriðja ljóðabók Þórdísar sem hlaut Bókmennta- verðlaun Tómasar Guðmundssonar 2010 fyrir Leyndarmál annarra og var tilnefnd til Íslensku bókmennta- verðlaunanna fyrir Velúr 2014. Bókin skiptist í þrjá hluta, Laghent- ur maður leitar að lífsförunaut, Skyndimyndir og Til huggunar. Tilfinningarök Þórdísar Birgitta Haukdal sendi á dög- unum frá sér sínar fyrstu bækur sem segja báðar frá ævintýrum hinnar lífsglöðu Láru. Vaka-Helgafell gefur bæk- urnar út, en þær heita Lára lærir að hjóla og Lára fer í flugvél. Í fyrri bókinni lærir Lára að hjóla með hjálp Atla, besta vinar síns, pabba og bangs- ans Ljónsa, en í þeirri síðari fer hún í ferðalag til Frakk- lands með foreldrum sínum að heimsækja afa og ömmu. Anahit Aleqsanian teikn- aði myndir í bækurnar. Ævintýri Láru BÓKSALA 09.-16. SEPTEMBER Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson Kiljur 1 Stúlkan í trénuJussi Adler-Olsen 2 Ljósmóðir af guðs náðKatja Kettu 3 Fjársjóður Herra IsakowitzDanny Wattin 4 Það sem ekki drepur mannDavid Lagerkrantz 5 Secret GardenJohanna Basford 6 Í nótt skaltu deyjaViveca Sten 7 Hugarfrelsi Hrafnhildur Sigurðardóttir/Unnur Arna Jónsdóttir 8 Enchanted ForestJohanna Basford 9 SmáskammtarAna María Shua 10 Stórbók-Sitji guðs englarGuðrún Helgadóttir 1 Stúlkan í trénuJussi Adler-Olsen 2 Ljósmóðir af guðs náðKatja Kettu 3 Fjársjóður Herra IsakowitzDanny Wattin 4 Í nótt skaltu deyjaViveca Sten 5 SmáskammtarAna María Shua 6 Konan í lestinniPaula Hawkins 7 Þúsund og einn hnífurHassan Blasim 8 Framúrskarandi vinkonaElena Ferrante 9 Ár héransArto Paasilinna 10 LjósaKristín Steinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.