Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Qupperneq 51
Guðlaug Vilbogadóttir, Guðmundur
Rafn Sigurðsson, Hjörleifur Gutt-
ormsson, Hjörleifur Stefánsson, Lilja
Árnadóttir og Pétur H. Ármannsson.
Ljósmyndir tók Ívar Brynjólfsson.
Í 25. bindi er sagt frá Bakkagerð-
iskirkju, Eiðakirkju, Hjaltastaðakirkju,
Klyppstaðarkirkju, Seyðisfjarðarkirkju
og Þingmúlakirkju. Höfundar texta eru
Gísli Sverrir Árnason, Guðlaug Vil-
bogadóttir, Guðmundur Rafn Sigurðs-
son, Hjörleifur Guttormsson, Hjör-
leifur Stefánsson, Lilja Árnadóttir og
Pétur H. Ármannsson. Ljósmyndir tók
Ívar Brynjólfsson.
Gert ráð fyrir að verkinu ljúki næsta
haust með þremur bindum af um-
fjöllun um 28 kirkjur í Vestfjarða-
prófastsdæmi.
Meðútgefandi og dreifingaraðili er Hið íslenska bókmennta-
félag.
Fyrsta bindið í bókaröðinni Kirkjur Ís-
lands kom út 2001, en í röðinni er gerð
„menningarsöguleg úttekt á öllum frið-
uðum kirkjum landsins, gripum þeirra og
minningarmörkum“, eins og því er lýst á
vefsetri Minjastofnunar sem stendur að
útgáfunni ásamt Þjóðminjasafni Íslands,
og Biskupsstofu. Í röðinni er fjallað um
viðkomandi kirkjur frá sjónarhóli bygg-
ingarlistar, stílfræði og þjóðminjavörslu
og var útgáfunni hrint af stað í tilefni af
1000 ára afmæli kristnitöku á Íslandi.
Kirkjurnar voru 207 þegar verkið
hófst 1996 og því ljóst að verkið yrði
umfangsmikið og tæki drjúgan tíma, en
24. og 25. bindi bókaraðarinnar komu út
á dögunum og í þeim er fjallað um frið-
aðar kirkjur í Múlaprófastsdæmi.
Í 24. bindi er sagt frá Áskirkju, Eiríksstaðakirkju, Hofskirkju í
Vopnafirði, Hofteigskirkju, Kirkjubæjarkirkju, Skeggjastaðakirkju
og Vopnafjarðarkirkju. Höfundar texta eru Gísli Sverrir Árnason,
KIRKJUR Í MÚLAPRÓFASTSDÆMI
20.9. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51
Á degi læsis, 8. september
sl., kom út bókin Nesti og
nýir skór - Úrval úr íslensk-
um barnabókmenntum sem
unnin var að frumkvæði IBBY
á Íslandi í samstarfi við For-
lagið.
Nesti og nýir skór hefur
að geyma úrval úr íslenskum
barnabókmenntum fram til
síðustu aldamóta, auk þjóð-
sagna og kvæða.
Í bókinni má lesa um litrík-
ar persónur á borð við
Gutta og Fóu feykirófu,
Bakkabræður og tvíbura-
bræðurna Jón Odd og Jón
Bjarna. Flesta textana prýða
myndir sem hafa fylgt þeim
frá fyrstu útgáfu.
Ritstjórar útgáfunnar eru
Sigþrúður Gunnarsdóttir og
Sólveig Ebba Ólafsdóttir.
Nesti og nýir
skór
Í viðtali við Morgunblaðið
vegna bókaraðarinnar Kirkjur
á Íslandi fyrir nokkrum árum
lét Þorsteinn Gunnarsson, ann-
ar ritstjóra verksins, þau orð
falla að Hóladómkirkja væri
honum afar kær og í nýju riti,
Hóladómkirkjur til forna, sem
Hið íslenska bókmnenntafélag
gefur út, segir hann frá timbur-
kirkjunum fjórum sem stóðu á
Hólum í Hjaltadal áður en nú-
verandi kirkja var reist 1757-1763. Þær kirkjur voru
Jónskirkja sem reist var uppúr 1101, Jörundarkirkja sem
reist var um 1280, Péturskirkja sem reist var 1395 og
Halldórukirkja sem reist var 1625-1627, en í bókinni eru
teikningar af viðkomandi kirkjum byggðar á rannsóknum
Þorsteins og upplýsingar um stærð þeirra og gerð og
byggingarsaga þeirra er rakin.
HÓLADÓMKIRKJUR
TIL FORNA
Skáldsagan Hendingskast hefst
þar sem sögumaður hittir fé-
laga sína Símon og Anton á
kaffihúsi, nýlega orðinn at-
vinnulaus, og í ljós kemur að
Anton hefur unnið tugmilljónir
í lottói. Skömmu síðar verða
foreldrar sögumanns fyrir því
að húsið þeirra er málað app-
elsínugult í skjóli nætur.
Þessir atburðir koma róti á
líf persónanna í bókinni, sem
vonlegt er, og líf aðalpersón-
unnar fer á hvolf.
Hendingskast er fyrsta
skáldsaga Sigurjóns Bergþórs
Daðasonar, en hann er annars
menntaður tónlistarmaður og
stundaði tónlistarnám og starf-
aði sem klarinettuleikari í Sví-
þjóð og Frakklandi, en sneri
aftur hingað til lands fyrir fjór-
um árum.
Veröld gefur bókina út.
Hendingskast
Sigurjóns
Daðasonar
Sigurjón Bergþór Daðason.
Haustið og
íslenskur
skáldskapur
BÓKAÚTGÁFA
SUMARIÐ ER ALLA JAFNA HELGAÐ ÞÝÐINGUM,
OFT Á REYFURUM OG ÖÐRU LÉTTMETI EN LÍKA
Á HEIMSBÓKMENNTUM. Á HAUSTIN KEMUR AFT-
UR Á MÓTI ÚT OBBINN AF ÍSLENSKUM SKÁLD-
SKAP ÁRSINS, LJÓÐABÆKUR OG SKÁLDSÖGUR,
OG SVO TÍNAST ÚT ÆVIMINNINGAR, LÍFS-
REYNSLUSÖGUR OG FRÆÐIRIT.
Tilfinningarök heitir ný ljóðabók
Þórdísar Gísladóttur sem Bjartur
gefur út. Þetta er þriðja ljóðabók
Þórdísar sem hlaut Bókmennta-
verðlaun Tómasar Guðmundssonar
2010 fyrir Leyndarmál annarra og
var tilnefnd til Íslensku bókmennta-
verðlaunanna fyrir Velúr 2014.
Bókin skiptist í þrjá hluta, Laghent-
ur maður leitar að lífsförunaut,
Skyndimyndir og Til huggunar.
Tilfinningarök
Þórdísar
Birgitta Haukdal sendi á dög-
unum frá sér sínar fyrstu bækur
sem segja báðar frá ævintýrum
hinnar lífsglöðu Láru.
Vaka-Helgafell gefur bæk-
urnar út, en þær heita Lára
lærir að hjóla og Lára fer í
flugvél.
Í fyrri bókinni lærir Lára að
hjóla með hjálp Atla, besta
vinar síns, pabba og bangs-
ans Ljónsa, en í þeirri síðari
fer hún í ferðalag til Frakk-
lands með foreldrum sínum
að heimsækja afa og ömmu.
Anahit Aleqsanian teikn-
aði myndir í bækurnar.
Ævintýri Láru
BÓKSALA 09.-16. SEPTEMBER
Allar bækur
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
Kiljur
1 Stúlkan í trénuJussi Adler-Olsen
2 Ljósmóðir af guðs náðKatja Kettu
3 Fjársjóður Herra IsakowitzDanny Wattin
4 Það sem ekki drepur mannDavid Lagerkrantz
5 Secret GardenJohanna Basford
6 Í nótt skaltu deyjaViveca Sten
7
Hugarfrelsi
Hrafnhildur Sigurðardóttir/Unnur
Arna Jónsdóttir
8 Enchanted ForestJohanna Basford
9 SmáskammtarAna María Shua
10 Stórbók-Sitji guðs englarGuðrún Helgadóttir
1 Stúlkan í trénuJussi Adler-Olsen
2 Ljósmóðir af guðs náðKatja Kettu
3 Fjársjóður Herra IsakowitzDanny Wattin
4 Í nótt skaltu deyjaViveca Sten
5 SmáskammtarAna María Shua
6 Konan í lestinniPaula Hawkins
7 Þúsund og einn hnífurHassan Blasim
8 Framúrskarandi vinkonaElena Ferrante
9 Ár héransArto Paasilinna
10 LjósaKristín Steinsdóttir