Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Qupperneq 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2015, Qupperneq 56
Helen Mirren Leikkona ÞRÍFARAR VIKUNNAR J. K. Rowling Rithöfundur Ragna Fossberg Förðunarmeistari Heiða Rún Sigurðardóttir, eða Heida Reed eins og hún kallast í Bretlandi, kemur fram sem gestaleikari í fimmtu seríu hinnar geysivinsælu bresku sjónvarpsþáttaraðar Death in Para- dise. Frá þessu er greint í fréttamiðlum í Bretlandi og vestanhafs svo sem í Huff- ington Post en aðrir gestaleikarar í nýj- ustu þáttaröðinni eru meðal annarra Paul Nicholls úr sjónvarpsþáttunum The C Word, Emma Catherine Rigby úr sjónvarpsþáttunum Hollyoaks og Charlotte Hope úr Game of Thrones. Death in Paradise hefur í fjögur ár verið ein vinsælasta sjónvarpsþáttaröð BBC-sjónvarpsstöðvarinnar og hlotið mikið lof gagnrýnenda. Þættirnir, sem teknir eru upp á frönsk-karabísku eyj- unni Guadeloupe, eru blanda af drama, spennu og fyndni. Þættirnir verða teknir til sýningar í byrjun árs 2016. Sýningar hófust á Poldark síðasta sunnudag en sem kunnugt er hefur Heiða Rún gert nokkurra ára samning um að leika í þáttunum, sem notið hafa mikilla vinsælda í Bretlandi. FRÆGÐARFÖR HEIÐU RÚNAR Gestaleikari í Death in Paradise Death in paradise sjónvarps- þættirnir njóta mikilla vinsælda. AFP Heiða Rún Sigurðardóttir er orðin stórstjarna í bresku sjónvarpi. SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2015 „Mér hafði verið sagt að á Íslandi væri mikið af fallegum stúlkum, enda var ég fljót að sannfærast um það þegar ég kom. Þegar ég geng um göturnar, er ég stöðugt að sjá stúlkur, sem mig langar til að stanza og tala við – en ég geri ekki ráð fyrir að það sé heppileg leið til að komast í samband við þær.“ Með þessum orðum hófst frétt í Morgunblaðinu fyrir réttum 45 ár- um. Skoðum málið nánar: „Þetta kann að þykja undarlega mælt af konu, en Christa Fiedler, sem þetta sagði, hefur sérstaka ástæðu til að vilja tala við fallegar íslenzkar stúlkur. Hún rekur nefnilega umboðsskrifstofu fyrir ljósmyndafyrirsætur í París og því er eitt aðalstarf hennar að „upp- götva“ nýjar fyrirsætur.“ Fiedler upplýsti Morgunblaðið um að það væri algengur misskiln- ingur að stúlkur sem kæmu til Parísar héldu að fyrirsætuvinnan væri lítið annað en ferðalög og skemmtanir. Þvert á móti væri þetta mikil vinna. Fiedler hafði þegar rætt við nokkrar áhugasamar íslenskar stúlkur með samning í huga og leist mjög vel á sumar, þótt þær þyrftu aðeins að grenna sig. GAMLA FRÉTTIN Horfir á stúlkur Christa Fiedler (t.h.) ræðir við ungfrú Reykjavík 1969 og fulltrúa ungu kyn- slóðarinnar 1970 meðan á heimsókn hennar til landsins stóð haustið 1970. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 Akureyri • Sími 461 1099 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja sé r ré tt til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 6 7 9 0 4 Sikiley 5.október í 10 nætur Frá kr.139.900 Sikiley kemur á óvart með áhugaverðri blöndu af öllu því helsta sem ferðamenn sækjast eftir. Samfelld 3000 ára menningarsaga, einstök náttúrufegurð, ótrúlegar fornminjar, fallegar byggingar og söfn, ásamt áhugaverðri matarmenningu og blómlegu mannlífi – allt þetta og miklu fleira finnurðu á Sikiley. Heimsferðir bjóða bæði sérferð og sólarferð í beinu flugi til Sikileyjar í byrjun október á yndislegum tíma. Hitastigið er ennþá notalegt og hentar bæði til sólbaða og fyrir þá sem vilja verja tímanum til að skoða þessar stórbrotnu eyju. Sérferð Í sérferðinni er flogið til Palermo og dvalið í 5 nætur á Campofelica di Rocella ströndinni sem er 45 km austan við Palermo og um 15 km frá Cefalu bænum. Þar er boðið upp á kynnisferðir til Cefalu, Palermo og Monreale, ásamt dagsferð til Corleone. Þann 10. október er ekið til austurstrandarinnar og dvalið á ferðamannastaðnum Giardino Naxos í 5 nætur þar sem áhugaverðar kynnisferðir eru í boði með íslenskum fararstjórum. Sólarferð Í sólarferðinni er flogið til Palermo og ekið til ferðamannastaðarins Giardini Naxos á austurströnd- inni og dvalið þar í 10 nætur. Bestu baðstrendurnar á Sikiley eru á austurströndinni og þar er öll þjónusta við ferðamanninn eins og best verður á kosið. Bæir og þorp flétta á skemmtilegan hátt saman það besta úr fortíð og nútíð og matarmenningin sameinar ítölsk og arabísk áhrif og er afar heillandi. Á Sikiley eru einnig framleidd afar góð vín. Frá kr. 199.800 m/hálft fæði og drykki innifalið Netverð á mann frá kr. 199.800 á Fiesta Garden Beach og Hotel Giradini Naxos Villas m.v. 2 í herbergi m/hálfu fæði og drykkjum með kvöldverð. Frá kr. 139.900 m/morgunmat innifalinn Netverð á mann frá kr. 139.900 á Hotel Tysandros m.v. 2 í herbergi m/morgunmat innifalinn. SÉ RT IL BO Ð

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.