Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2015, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.9. 2015 *Með frumvarpi þessu er leitast við að skerpa og styrkjastjórnsýslu menntamála, gæðastarf og þjónustu viðskólana. Illugi Gunnarsson á Alþingi ÞjóðmálEYRÚN MAGNÚSDÓTTIR eyrun@mbl.is Lítið fór fyrir því í fjölmiðlumþegar Menntamálastofnunvarð til með lagasetningu á Alþingi í júlí síðastliðnum en breyt- ingin er þó töluverð og engin logn- molla var um málið í stjórnsýslunni. Tvær eldri stofnanir, Námsgagna- stofnun og Námsmatsstofnun, voru lagðar niður og að auki voru nýrri stofnun færð önnur verkefni á sviði stefnumótunar í menntamálum sem áður voru unnin í mennta- og menn- ingarmálaráðuneyti. Fjórir starfs- menn fóru úr ráðuneytinu yfir til Menntamálastofnunar en þar starfa alls um 70 manns. Menntamála- stofnun tekur formlega til starfa og kynnir starfsemi sína og skipulag í byrjun október. Fjöldi athugasemda kom fram við tilteknar greinar frumvarpsins til laga um stofnunina þótt umsagnir hafi í heild verið jákvæðar. Ekki var beinlínis deilt um þörfina á nýrri stofnun, heldur frekar um fram- kvæmdina og skilgreiningu á hlut- verki hennar. Umboðsmanni Alþingis barst í fyrra kvörtun frá starfsmanni Náms- gagnastofnunar vegna þess að unnið væri að breytingum á fyrri stofn- unum án þess að lög hefðu verið sett um nýja stofnun. Í framhaldinu hef- ur Umboðsmaður Alþingis óskaði í kjölfarið eftir upplýsingum frá ráðu- neytinu um hvernig og hvers vegna staðið var þannig að málum að flutn- ingur starfsmanna hefði hafist áður en lögin voru sett. Ráðuneytið hefur þegar svarað spurningum umboðs- manns en þær upplýsingar fengust hjá embætti hans að ekki hefði verið tekin afstaða til þess hvort haldið yrði áfram með málið. Fær tæpar 800 milljónir á fjárlögum Menntamálastofnun hefur úr umtals- vert meira fjármagni að spila en fyrri stofnanirnar tvær höfðu sam- anlagt. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi eru 794,4 milljónir króna eyrna- merktar Menntamálastofnun fyrir árið 2016, eða um 23% meira fé en stofnanirnar tvær samanlagt fengu fyrir þetta ár. Á fjárlögum fyrir árið 2015 voru 159,5 milljónir eyrnamerktar Náms- matsstofnun en 488,9 milljónir áttu að renna til Námsgagnastofnunar. Samanlagt fengu þessar tvær stofn- anir því 648,4 milljónir króna á fjár- lögum fyrir 2015, um 32 milljónum meira en kostaði að reka þær árið 2014. Menntamálastofnun fær ekki að- eins framlög tveggja niðurlögðu stofnananna heldur eru fleiri verk- efni færð til hennar. Færðar voru 64,5 milljónir króna af liðnum „framkvæmd nýrrar skólastefnu“ á fjárlögum yfir til Menntamálastofn- unar, 16,7 milljónir færðust frá því að vera eyrnamerktar „FS-neti, sí- menntunarstöðvum“ yfir til stofn- unarinnar og 30 milljónir færast til stofnunarinnar af lið sem áður nefndist „sérstök fræðsluverkefni.“ Ráðgjafarnefnd í stað stjórnar Í umræðum á Alþingi og í umsögn- um um lög um Menntamálastofnun fyrr á árinu kom fram ýmiss konar gagnrýni. Meðal annars var fundið að því að hlutverk stofnunarinnar væri of óljóst, stjórnsýslulegt sjálf- stæði hennar ekki tryggt, vald for- stjóra væri víðtækt og námsefn- isgerð væri ekki gert nægilega hátt undir höfði í lögunum. Þá var bent á að því að engin stjórn er yfir stofnuninni líkt og var með hinar fyrri en það gæti leitt til þess að lýðræði skertist á mennta- vettvangi hér á landi, enda væri stofnuninni ætlað mikilvægt hlut- verk í menntakerfinu. Í stjórn Námsgagnastofnunar sál- ugu áttu fulltrúa Samtök íslenskra sveitarfélaga, Kennarasambandið og landssamtök foreldra grunnskóla- barna. Í stjórn Námsmatsstofnunar átti Kennarasambandið fulltrúa auk samstarfsnefndar háskólastigsins. Fulltrúar þessara hópa sem eiga hagsmuna að gæta innan mennta- kerfisins hafa því ekki beina aðkomu að þessari lykilstofnun gegnum stjórnarsetu líkt og áður. Eftir umræður í þinginu var sú breyting þó gerð að skipuð verður sérstök ráðgjafarnefnd við hlið for- stjórans en í henni eiga sæti fulltrú- ar þeirra aðila sem áður áttu sæti í stjórnum hinna stofnananna. For- stjóra Menntamálastofnunar er að auki ætlað að skipa sérstök fagráð um tiltekin verksvið stofnunarinnar. Áhyggjur af óljósu hlut- verki við námsgagnagerð Stjórn Námsgagnastofnunar gerði athugasemdir við frumvarpið og taldi að hlutverk hinnar nýju Menntamálastofnunar væri óljóst þegar kemur að námsgögnum. Taldi stjórnin brýnt að sett yrði ákvæði í lög um hvernig standa ætti að námsgagnagerðinni. Þetta var þó ekki gert. Aðeins er vikið að náms- gögnum á einum stað í lögunum um Menntamálastofnun. Í fjórðu grein laganna, þeirri grein sem fjallar um verkefni stofnunarinnar, segir í lið a að henni sé ætlað að „sjá nem- endum í skyldunámi fyrir vönduðum og fjölbreyttum námsgögnum og öðrum nemendum eftir því sem stofnuninni kann að verða falið.“ Arnór Guðmundsson forstjóri Menntamálastofnunar segist telja að jákvætt skref hafi verið stigið með því að leggja niður eldri stofnanir og búa til nýja. „Menntamálastofnun er liður í miklum breytingum sem eru að verða á menntakerfinu. Það er síðan sjálfstætt viðfangsefni í fram- haldinu að ráðast í stefnumótun og endurskoðun á lögum um náms- gögn. Ég hef sannfærst um það í þessu ferli að það sé mikill ávinn- ingur af því að sameina námsmat og gerð námsgagna í einni stofnun og það muni stuðla að bættri þjónustu við skóla og nemendur á Íslandi.“ Enn er eftir að skipa ráðgjaf- arráðið og útfæra einstök ákvæði laganna með reglugerð sem ráð- herra setur um starfsemi Mennta- málastofnunar en sú vinna er nú í gangi. Engin stjórn yfir nýrri stofnun MENNTAMÁLASTOFNUN VARÐ TIL Í JÚLÍ OG UM LEIÐ VORU NÁMSGAGNASTOFNUN OG NÁMSMATSSTOFNUN LAGÐAR NIÐUR. ENGIN STJÓRN ER YFIR NÝJU STOFN- UNINNI OG FORSTJÓRI HEYRIR BEINT UNDIR RÁÐHERRA. FORSTJÓRI VAR RÁÐINN OG STARFSMENN FLUTTIR TIL ÁÐUR EN FRUMVARP TIL LAGA STOFNUNINA VAR RÆTT Á ALÞINGI. DÓSENT Í OPINBERRI STJÓRNSÝSLU TELUR AÐ Í BREYTINGUNNI FELIST AUKIN MIÐSTÝRING Í MENNTA- KERFINU. FORSTJÓRINN SEGIR NÝJA STOFNUN JÁKVÆTT SKREF OG AÐ ÞJÓNUSTA VIÐ SKÓLA MUNI BATNA. Grunnskólanemar að störfum. Forstjóri nýrrar Menntamála- stofnunar telur að taka þurfi lög um námgögn til endurskoðunar og móta heildstæða stefnu um framtíð námsgagnagerðar. Morgunblaðið/Styrmir Kári Ekki var auglýst eftir forstjóra Menntamálastofnunar þegar hún var stofnuð í sumar heldur var búið að ráða hann tæpu ári áður en lög um stofnunina voru sett. Í mars 2014 var auglýst var eftir forstöðumanni Námsmats- stofnunar og í auglýsingu um það starf tekið fram að sá sem ráðinn yrði myndi verða for- stjóri nýrrar stofnunar sem ætti að verða til. Raunar hafði staðið til frá því í október 2013 að sameina stofnanirnar tvær í eina í nýja stofnun. Alls bárust 19 umsóknir um starfið eftir að umsóknarfrestur hafði verið framlengdur og í lok júlí 2014 var svo tilkynnt um ráðningu Arnórs Guðmunds- sonar, sem þá starfaði sem skrif- stofustjóra í mennta- og menn- ingarmálaráðuneytinu, í starfið. Arnór var svo formlega skip- aður forstjóri Menntamála- stofnunar hinn 4. ágúst 2015 til fimm ára. „Alla jafna þegar menn end- urskipuleggja svona þá er lögð áhersla á það að auglýsa eftir forstöðumanni eða forstjóra. Þetta er stofnun sem fær nýja stöðu í menntakerfinu, sem er í sjálfu sér þarft og gott. En þarna hefði ekki verið óeðlilegt að auglýsa stöðuna miðað við hvað þetta er mikil breyting. Þessa breytingu má m.a. sjá á því hvernig stofnunin er að stimpla sig rækilega inn í opinbera um- ræðu um einstaka þætti mennta- mála,“ segir Sigurbjörg Sigur- geirsdóttir, dósent í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Ekki sambærileg störf Hún segir það hafa tíðkast að þegar stofnanir eru sameinaðar séu störf forstöðumanna ekki endilega aug- lýst, enda sé um sambærileg störf að ræða fyrir og eftir breytingar. Það eigi þó varla við í þessu tilviki, enda hafi ekki aðeins verið um sameiningu að ræða. „Þarna er verið að draga út úr mennta- kerfinu ákveðin hlutverk og setja þau saman í eina stofnun. Þetta skerpir á og breytir svolít- ið ákveðinni dínamík í kerfinu. Hvorki Námsgagnastofnun né Námsmatsstofnun ein og sér sinnti því hlutverki sem Mennta- málastofnun er ætlað að sinna einni, en henni er meðal annars ætlað veigamikið eftirlits- hlutverk. Aukin miðstýring með nýrri stofnun Þetta er stofnun sem fær þannig séð alveg nýja stöðu sem lyk- ilstofnun inn í menntakerfinu og í raun felst í þessari breytingu aukin miðstýring. Þess vegna hefði verið betra að byrja með hreint borð og að óhlutbundin nefnd hefði valið þann besta og hæfasta í starfið,“ segir Sig- urbjörg og bætir við að í orðum hennar felist alls ekki vantraust á núverandi forstjóra Mennta- málstofnunar. „En fjöreggið í stjórnsýslunni er trúverðugleiki og traust. Þá þarf að gæta að því að öll nálgun við svona breyt- ingar sé þannig að hún gefi nýrri stofnun styrk og trúverðugleika. Stofnunin hefði þá líka fengið meiri athygli og skilaboðin til al- mennings um breytingar á menntakerfinu hefðu orðið skýrari.“ FORSTJÓRI RÁÐINN ÁÐUR EN LÖGIN VORU SETT Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.