Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2015, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.9. 2015 Frjáls viðskipti eru ekki aðeins uppsprettahagsældar heldur stór þáttur í frið-samlegum samskiptum manna. Ég eyddi nýlega nokkrum dögum í Ulaanba- atar, höfuðborg Mongólíu, sem ber þess enn nokkur merki að hafa verið undir hæl Sov- étríkjanna þar til þau liðu undir lok. Áratuga vanræksla innviða blasir við og alþjóðavæð- ingin svokallaða, sem undanfarið hefur fært jafnvel afskekktustu bæjum vörumerki stór- borganna, er ekki áberandi þarna. Ein helsta verslunarmiðstöð borgarinnar skammast sín ekkert fyrir fortíð sína frá síðustu öld og þar er enn verslað undir merkjum ríkisins, „State Department Store“. Það er fátt í Ulaanbaatar sem minnir á stórkostlega sögu Mongóla í al- þjóðaverslun með endurreisn Gengis Khan á Silkileiðinni, þeirri miklu verslunarleið sem teygði sig frá Evrópu yfir alla Asíu að Kyrra- hafi. Undir forystu Gengis skáru Mongólar upp herör gegn tollheimtumönnum, stigamönnum og öðrum hindrunum sem voru á vegi versl- unarinnar á 13. og 14. öld. Hina miklu land- vinninga Mongóla á þessum tíma má ekki síst rekja til áherslu þeirra á verslunarfrelsi sem hafði í för með sér hagsæld, jafnvel á þeim svæðum þar sem hernaðarbrölt þeirra hafði skilið eftir sig sviðna jörð. En að deginum í dag. Þrátt fyrir að frjáls verslun sé undirstaða hagsældar um allan heim eru þeir stjórnmálamenn enn til sem tefla fram viðskiptabanni sem tæki til þess að ná pólitísk- um markmiðum sínum. Rússar hafa þannig lagt víðtækt bann við verslun með matvæli frá löndum Evrópu. Hér á landi hafa sumir sýnt því skilning og telja að bannið sé eðlileg hefnd- araðgerð vegna samráðs ESB og fleiri ríkja um að selja ekki Rússum vopn og lána ekki peninga til ríkisbanka og ríkisfyrirtækja sem talið er að fjármagni hernaðarbrölt Rússa yfir landamæri. Þarna er hins vegar ólíku saman að jafna. Aðgerðir ESB lutu ekki að neinu leyti að almennum viðskiptum, voru hreinlega ekki við- skiptabann, og munu ekki bitna með nokkrum hætti á almennum borgurum Rússlands eða annarra landa. Gagnaðgerð Rússa miðar hins vegar beint að því að skaða hagsmuni almenn- ings í löndunum sem hún beinist að. Það mun vissulega takast til skamms tíma en til langs tíma verður skaðinn mestur hjá almenningi í Rússlandi. Hinar frjálsu þjóðir munu spjara sig þrátt fyrir viðskiptabann Rússa. Hollensku blóminn og íslenski makríllinn rata til nýrra kaupenda. Tilgangi Rússa með viðskiptabann- inu verður ekki náð. En skaðsemi viðskiptahindrana er vænt- anlega öllum ljós eftir sýnikennslu borg- arstjórnar Reykjavíkur þar um. Og nú vilja Pí- ratar bæta um betur og leggja til sniðgöngu vara frá Kína. Er líklegt að kínverskur al- menningur fagni því? Viðskiptabann er sjálfsmark * Það er aumt að ætla aðslá sig til riddara meðviðskiptabanni í nafni mann- réttinda. Viðskiptabann er atlaga að mannréttindum. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Sigríður Ásthildur Andersen sigga@sigridur.is Rithöfundurinn Auður Jóns- dóttir skrifaði á Facebook: „Fólk verður að gæta orða sinna þegar það alhæfir um gyðinga, hvort sem það er fólk sem fullyrðir að gyð- ingar upp til hópa snúist gegn ís- lenskum við- skiptamönnum út af tillögu Reykjavíkurborgar eða fólk sem skrifar blákalt um meint ítök gyðinga um heiminn hér á fés- ið. Á meðal þeirra sem eru hvað harðastir á móti tillögu Reykjavíkur og líka á meðal þeirra sem eru hvað harðastir með henni eru raddir sem gera sig sekar um grunnhyggna fordóma gagnvart því fólki sem kallast gyðingar með því að setja það allt undir sama hatt. Gyðingar eru allskonar fólk, vítt og breitt um heiminn, með allskonar skoðanir og er margt hvert mjög gagnrýnið á blóðugan hernað rík- isstjórnar Ísraels í Palestínu. Og rekstrarstjórinn Einar Bárðarson kom nýjasta Íslands- vininum Justin Bieber og háðs- glósum um hann til varnar á Face- book: „Allir sem þéna 60-80 millj- ónir dollara á ári og gefa 3-5 millj- ónir dollara til góðgerðarmála á ári, semja sín eigin lög og hafa selt 15 milljónir platna um allan heim og komið fyrstu 7 smáskífunum af fyrstu plötunni sinni á toppinn á Billboard top 100 listann rétti upp hönd … allir sem réttu upp hönd geta haldið áfram að gera grín að Justin Bieber. Hinir mega halda áfram að æfa sig.“ Og Nanna Rögnvaldardóttir deildi af visku sinni á Facebook: „Vissuð þið að það er ekkert svo óskaplega langt síðan að: a) það var aldrei talað um lundir í eintölu, allt- af fleirtölu (og það þurfti að út- skýra fyrir fólki að þetta væri sama kjötið og mörbrad) og b) lamba- lundir töldust til innmatar og fylgdu með þegar maður tók slátur?“ AF NETINU Á Facebook má finna hina fjölbreytilegustu hópa sem deila með sér sameiginlegum áhugamálum og hugðarefnum. Þónokkuð er um að minni byggðarlög hér á landi, skólar og fleiri lítil samfélög haldi hópa þar sem gamlar ljósmyndir og myndbönd eru sett inn, ekki síst til gamans fyrir þá sem ólust upp á staðnum og eru kannski fluttir þaðan. Má þar meðal annars nefna hópana Gaml- ar myndir úr Hrunamannahreppi, Gamlar myndir úr Mosfellssveit, Gamlar ljósmyndir úr Eyjum, Gamlar fréttir frá Árneshreppi, Gamlar myndir frá Hraunsrétt í Aðaldal og í hópnum Gamlar myndir úr Hafralækja- skóla eru 500 manns sem deila með sér ljós- myndum. Sumir hópar sérhæfa sig í að safna sam- an gömlum vídeóupptökum og má þar nefna Áhugafólk um gamalt Video-myndefni frá Ólafsvík. Í hópnum eru 600 meðlimir sem ræða bæði hvernig best er að varðveita gamalt VHS-myndefni frá Ólafsvík en einn- ig getur fólk hlaðið inn myndböndum sem það á og vill leyfa öðrum að njóta. Meðal myndefnis er til dæmis 25 ára gamalt myndband frá netaróðri með Svein- birni Jakobssyni SH 10, nær 30 ára gamlar grillveislur sem fóru fram í plássinu, svip- myndir úr frystihúsinu frá árinu 1990, göm- ul skólaleikrit, 17. júní-gleði frá árinu 1989 og ýmislegt sem bæði gömlum og nýjum Ólafsvíkingum, brottfluttum sem öðrum, þykir eflaust gaman að skoða. Einn vinsælasti hópurinn með gömlu myndefni á Facebook telst þó án efa vera hópur sem kallast einfaldlega Gamlar ljós- myndir en meðlimir telja um 11.000 og þar birtist myndefni sem tekið er um allt land, úti og inni. Þar er gerð sú krafa að ljós- myndir séu úr einkaeigu eða birtar með leyfi ljósmyndaranna séu þeir þekktir og að myndefnið sé í það minnsta 25 ára eða eldri. Ljósmynd frá snjóþungum vetri á Ólafsvík í kringum árið 1984. Myndin er í eigu Morgunblaðsins. Minningar á Facebook Í hópnum Gamlar ljósmyndir, eiga þær að vera minnst 25 ára. Þessi er í eigu Morgunblaðsins. Vettvangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.