Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2015, Blaðsíða 14
Úttekt 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.9. 2015 L undinn hefur orðið meira áberandi í borgarlandslaginu á síðustu tíu árum með auknum ferðamanna- straumi til landsins. Þessi skrýtni og skemmtilegi fugl sem stundum er kallaður prófastur vegna útlits og atferlis er afar vinsæll meðal ferðamanna. Aðalheiður Guðmundsdóttir, dósent í þjóð- fræði við Háskóla Íslands, tengir ekkert sér- staklega við lundann. Hún skilur samt af hverju hann heillar, hann er fugl með karakter og eftirminnilegt útlit og því skiljanlegt að hann sé ákjósanlegur minjagripur. Krummi nær þjóðarsálinni „Persónulega hefði ég talið að krummi væri nær þjóðarsálinni, enda skortir ekki þjóðsögur og -kvæði þar. Krummi lifði í návígi við fólk öldum saman, ólíkt lundanum, og tilheyrði ís- lenskum hversdagsveruleika. Annar vinsæll fugl var maríuerlan, sem vappaði víða við bæina, og svo auðvitað lóan, sem er vorboðinn. Álftir koma fyrir í einhverjum þjóðkvæðum, sem og spóinn,“ segir hún. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur kannast ekki við lundann úr þjóðsögum eða alþýðutrú nema hvað sagt var að mýs þrifust ekki í eyj- um þar sem væri lundabyggð. „Því áttu menn það til að fá sér mold úr lundaholum og flytja inn í bæjarhús þar sem músagangur hafði ver- ið mikill og þótti reynast vel,“ segir hann en engin skýring er á þessu gefin en einhverjum hefur dottið lundalúsin í hug. Frá þessu segir í Íslenskum þjóðháttum Jónasar frá Hrafnagili. Árni telur að hin nýlega lundatíska eigi rætur að rekja til erlendra ferðamanna. „Þegar ég stundaði leiðsögn á sumrin á árunum kringum 1970 kom mér á óvart hvað útlendingar voru spenntir fyrir lundanum og vildu tefja sem lengst við lundabyggðir. Hann er vissulega skemmtilegur útlits,“ segir hann og undrast ekki að verslunarrekendur hafi ýtt undir þessi tengsl. „Ég hef engin persónutengsl við lundann, og ætti ég að velja dýr fyrir Ísland, dytti mér fyrst í hug blessað litla lambið ellegar land- námskýrin sem er nokkuð sérstök í heim- inum,“ segir hann. Bjó til lunda árið 2005 Örn Svavarsson, sem þá var með Heilsuhúsið en rekur núna Minju við Skólavörðustíg lét framleiða fyrir sig lunda í Kína árið 2005. „Þetta er skondin fígúra sem margir hafa haft gaman af í gegnum tíðina. Þetta lundaæði sem slíkt var ekki komið í gang þá. Hann var byrj- aður að sjást, það voru til póstkort með lund- um og sjálfsagt einhverjir farnir að gera lykla- kippu eða dúkku en þetta var ekkert æði,“ segir hann. Lundinn sem um ræðir er eitthvað sem er vel þekkt í dag. Hann lítur út eins og upp- stoppaður lundi en er í raun eftirmynd. „Ég hafði séð á sýningu fyrirtæki sem framleiddi nákvæmar eftirlíkingar af allskonar fuglum úr plasti og fjöðrum. Það var varla hægt að sjá muninn á þessu og uppstoppuðum fugli,“ segir Örn sem datt í hug að láta framleiða þetta fyr- ir sig því það hafi alltaf selst einn og einn upp- stoppaður lundi en með þessum hætti væri hægt að selja eitthvað svipað fyrir brot af verðinu. Um þetta leyti stofnaði Örn Minju sem er öðruvísi minjagripabúð sem selur m.a. íslenskan hönnunarvarning og fellur ekki í flokk hefðbundinna lundabúða þó að lundinn hans góði sé þarna enn inni á milli. En hvað heldur Örn að sé það sem heilli fólk svona við lundann? „Það er fyrst og fremst goggurinn og þessi litagleði,“ segir hann og bætir við að til sé mikið af dúkkum og dóti í mörgæsalíki en lundinn hafi eitthvað svipað við sig. „Hann hefur þennan krútt- leika. Það höfðar til fólks. Eru ekki allir að horfa á kattavídeó á YouTube? Fólk vill sjá eitthvað krúttlegt,“ segir hann. Nýlundar Nýdanskrar Hann segir að þessir lundar sem hann lét framleiða hafi alltaf verið notaðir í ýmiss kon- ar sprell en nýjasta dæmið er frá hljómsveit- inni Nýdönsk sem fékk lunda hjá honum. Jón Ólafsson segir að hljómsveitin hafi vilj- að auka vöruúrvalið en fyrir utan geisladiska og vínylplötur hafa bæst við fánar hljómsveit- arinnar, nótnabækur og fleira. „Okkur þótti rétt að þjónusta tónleikagesti nú í september með því að bjóða upp á lunda til sölu. Fannst okkur þetta sjálfsögð þjónusta enda lundinn afar vinsæl söluvara. Við mál- uðum goggana í nýdönsku fánalitunum, tölu- settum fimmtíu eintök og árituðum. Þar með voru þetta orðnir Nýlundar. Nýlundarnir seld- ust upp á 15 mínútum þarna 12. september. Við fórum svo út á land viku síðar með 30 Sér- lunda sem eru mjög líkir Nýlundunum en ótölusettir. Þetta upplag kláraðist líka. Við handmáluðum goggana sjálfir og tókum í þetta tvo fimmtudagsmorgna. Okkur líkaði fönd- urgerðin mjög vel og gætum vel hugsað okkur að föndra meira saman í framtíðinni, til dæmis útilokum við ekki árlegt jólaföndur Ný- danskrar,“ segir Jón, gamansamur að vanda. Bolir, bangsar og bollar Alexander Þór Crosby er í beinum tengslum við ferðamenn í starfi sínu sem verslunar- stjóri í fjórum minjagripabúðum sem bera einfaldlega nafnið Lundinn. Lundinn hefur þar fengið heiðurssess og er boðið upp á fjöl- breytt úrval vara sem tengjast lunda, allt frá fatnaði yfir í spilastokka og styttur. Hann segir það vera mjög persónubundið hvað ferðamenn velji sér en bolir, bangsar og bollar séu dæmi um vinsælar lundavörur. Um aðdráttarafl lundans segir hann: „Ég held að lundinn höfði til ferðamanna á sama hátt og norðurljósin, hann er mjög fallegur og einstakur, ekki til á mörgum stöðum í heiminum og maður þarf að hafa fyrir því að sjá hann með eigin augum,“ segir hann og bætir við að hann telji að lundinn hafi lengi verið eitt af táknum Íslands líkt og norður- ljósin á veturna og nætursólin á sumrin. Hann segir ferðamannina hafa jafnan mik- inn áhuga á lundanum, þeir spyrji mikið um hann og tali um hvað hann sé fallegur fugl. „Lundinn er mjög fallegur og sjarmerandi fugl,“ segir hann. Ef hann sjálfur hefði valið eitthvert dýr sem tákn fyrir Ísland þá hefði hesturinn orð- ið fyrir valinu. „Ég hef alltaf talið að íslenski hesturinn sé eitt af táknum landsins enda mjög einstakur.“ Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur og ljósmyndari, þekkir lundann betur en flestir. Bók hans Lundinn kom út hjá Forlaginu á ís- lensku, ensku og þýsku árið 2008. Einnig hefur hann tekið myndir í lundadagatal Snerruútgáf- unnar síðustu ár, sem hefur notið vinsælda, en fyrirtækið gefur líka út lundaspil. Verðmætasti fugl landsins HVAÐ ER SVONA HEILLANDI VIÐ LUNDA OG AF HVERJU VARÐ HANN AÐ TÁKNI FYRIR ÍSLAND? HVÍ EKKI HRAFNINN, ÍSLENSKI HUNDURINN, HEST- URINN EÐA JAFNVEL KÝRIN? VINSÆLDIR HANS VIRÐAST AÐ MESTU TENGD- AR ÚTLITI, ÞESSI MÖRGÆS NORÐURSINS ER BARA SVO AGALEGA KRÚTTLEG. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is * Lundinn höfðar til ferðamanna á samahátt og norðurljósin, hann er mjög fal-legur og einstakur, ekki til á mörgum stöð- um í heiminum og maður þarf að hafa fyrir því að sjá hann með eigin augum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.