Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2015, Blaðsíða 18
G runnskólanemar sem fengu að minnsta kosti 25 mínútur í mat eru líklegri til að velja ávexti og borða meira af matnum sínum, mjólk og grænmeti, samkvæmt nýrri rann- sókn sem birt var í Journal of the Academy of Nutrition and Dietetics. Rannsóknin var gerð í Bandaríkjunum en þar getur skólahádegismaturinn verið allt að helmingurinn af því sem börn frá fátæk- ari heimilum borða, að því er segir í grein á psychcentral.com. Rannsóknin leiddi í ljós að þegar börn fá minna en 20 mínútur sitjandi við borð í mötuneytinu fyrir hádegismat eru þau ólík- legri til að velja ávexti en þau börn sem fengu að minnsta kosti 25 mínútur í hádeg- ismat (tölurnar voru 44% á móti 57%). Börn sem höfðu styttri matartíma en 20 mínútur borðuðu 13% minna af aðalrétt- inum, 10% minna af mjólk og 12% minna af grænmeti en nemendur sem fengu að minnsta kosti 25 mínútna matartíma. Þessar niðurstöður gefa til kynna að börn sem fá styttri matartíma missi meira af þeim hluta matarins sem veitir góðar trefjar og kalk. „Stefna sem bætir matarumhverfi í skól- um getur haft mikilvæg lýðheilsuáhrif og tekist á við þætti er varða offitu og bætt heildarnæringargildi í mataræði barna,“ sagði Juliana F.W. Cohen hjá heilbrigðisvís- indadeild Merrimack-háskóla í Massachus- etts sem gerði rannsóknina. Ferðatími og raðir líka þáttur Samkvæmt rannsókninni er annað sem börn þurfa að takast á við að tíminn sem þau fá í mat fer líka í annað athæfi en að borða eins og að ferðast í mötuneytið eða bíða í röð. Ef tekið er tillit til þessara þátta kom í ljós að sum börn höfðu aðeins tíu mínútur til að borða matinn. „Þrátt fyrir að ekki allir skól- ar geti gefið lengra hlé geta þeir bætt sig á öðrum sviðum,“ segir Cohen og bendir þá á þætti eins og fleiri raðir og meiri sjálfvirkni, sem geti aukið skilvirknina talsvert. Í rannsókninni eru skýr tengsl á milli tímans sem nemi fær til að borða og magns matarins sem hann innbyrðir og það þýðir að nemendur eiga á hættu að missa af mik- ilvægum kaloríum, kaloríum sem nemandinn þarf að nota yfir skóladaginn. „Stefna sem gerir nemendum kleift að hafa 25 mínútur við borðið í matartímanum getur bætt mataræðið og minnkað matar- sóun í skólamötuneytum,“ segir Cohen enn- fremur. Tekið tillit til niðurstaðnanna við endurskoðun ráðlegginga Sunnudagsblað Morgunblaðsins leitaði til Embættis landlæknis til að fá álit á þessari rannsókn og varð Hólmfríður Þorgeirs- dóttir, verkefnisstjóri næringar, fyrir svör- um: „Við vitum ekki til þess að þetta hafi verið kannað hér á landi. Í Handbók fyrir skólamötuneyti sem Embætti landlæknis hefur gefið út er talið eðlilegt að gera ráð fyrir minnst 20 mínútna matartíma og reikna ég með að það sé raunin í mörgum skólum. Niðurstöður þessarar rannsóknar eru mjög áhugaverðar og benda til þess að hægt sé að bæta matarvenjur skólabarna umtalsvert á mjög einfaldan hátt með því að börnin fái minnst 25 mínútur til að mat- ast í staðinn fyrir innan við 20 mínútur. Reikna ég með að tekið verði tillit til þessa þegar ráðleggingarnar verða næst endurskoðaðar. Einnig verður þetta skoðað hér í tengslum við heilsuefl- andi skóla- og sam- félagsverkefni. Það er mjög mikilvægt að börnin fái nægan tíma til að borða og geti notið þess með félögum sínum en matartímarnir mega ekki vera streituvaldar. Svo var þetta umhverfisvænt en auk þess að auka neyslu á m.a. ávöxtum og grænmeti dró þetta úr matarsóun.“ Í kaflanum „Matsalurinn og framreiðslan“ í Handbók um skólamötuneyti segir meðal annars: „Þótt helsta hlutverk skólamötuneytisins sé að sjá börnunum fyrir staðgóðum og næringarríkum máltíðum verður ekki hjá því komist að matartíminn gegni einnig mikilvægu uppeldishlutverki. Þegar mörg börn eru saman komin þurfa þau að vera þolinmóð, kurteis og tillitssöm hvert við annað og starfsfólk mötuneytisins, eigi mál- tíðin að verða að ánægjulegri samverustund. Börnin læra því að fylgja settum reglum og temja sér góða borðsiði ekki síður en að borða hollan og góðan mat. Máltíðir þurfa að fara fram í notalegu umhverfi og æskilegt er að fullorðnir borði með börnunum eða séu þeim innan hand- ar og sýni þeim gott fordæmi, kenni þeim rétta borðsiði og kurteisi. Matartíminn verð- ur að vera nógu langur til að nemendurnir geti borðað á eigin hraða. Nauðsynlegt er að reikna með minnst 20 mínútna matarhléi. Það skiptir líka máli hvenær maturinn er borinn fram. Tímasetning matartíma er oft breytileg til að hægt sé að anna því að matreiða fyrir alla, en hádegismat ætti þó ekki að bera fram fyrir klukkan 11.30 og allir ættu að fá að borða ekki seinna en 12.30.“ LENGD MATARTÍMA Í SKÓLUM SKIPTIR MÁLI Betra mataræði með lengra hléi Það dugar ekki að fjölbreytt fæði sé á boðstólum í skólamötuneytum heldur þurfa börnin líka nægan tíma til að matast. Morgunblaðið/Sigurgeir S. * Það er mjög mikil-vægt að börnin fáinægan tíma til að borða og geti notið þess með félögum sínum en mat- artímarnir mega ekki vera streituvaldar. GRUNNSKÓLANEMAR SEM FÁ 25 MÍNÚTUR Í MAT Á SKÓLATÍMA BORÐA MEIRA AF HOLLARI MAT EN ÞEIR NEMAR SEM FÁ 20 MÍNÚTUR EÐA MINNA TIL AÐ MATAST. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.9. 2015 Heilsa og hreyfing Til að auka líkurnar á því að börnin borði fjölbreytt fæði er gott að bjóða upp á tvo valmögu- leika, t.d. tegundir grænmetis eða ávaxta. Það getur haft veruleg áhrif á það hverju börnin venjast og kennt þeim að meta fleiri tegundir, segir í Handbók um skólamötuneyti. Safaríkir ávextir, t.d. melónur og vínber auk banana hafa verið hvað vinsælastir. Ávexti og grænmeti alla daga Getty Images/Hemera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.