Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2015, Blaðsíða 20
Myndastyttuleikur Íslendinga og bakgrunnurinn var óvið- jafnanlegur. Þorsteinn Garðarsson og Birna Guðjóns- dóttir, og Auður Harðardóttir er tilbúin að smella af. F róðlegt væri að frétta í hvaða ham höfuðskepnurnar voru þegar þær sköpuðu vesturhéruð Bandaríkjanna. Sunn- arlega í Utah-ríki, nærri landamærunum sem liggja að Arizona, er þjóð- garðurinn Bryce Canyon sem einkennist af stór- brotinni hliðstæðulítilli náttúru, eins og blaða- maður Morgunblaðsins sem var þarna á dög- unum getur staðfest. Eft- ir langa ferð um landbún- aðarhéruðin á hásléttu Utah er komið í þjóðgarðinn, hvar fyrst er ekið um kletta- þröng sem gefur forsmekkinn að því er koma skal. Fjölbreytt flóra Leiðin liggur að barmi himinhárra gljúfra, þar sem eru óteljandi drangar úr rauðum sandsteini. Jarðmyndanir þessar eru reglu- legar að lögun og einnig klettar þeir sem liggja að gljúfrunum, sem kunnugir lýsa sem hringleikahúsi. Það spannar 20 til 30 ferkíló- metra og er dýpst 240 metrar. Það er stór- brotið að vera á áhorfendapalli leikhússins og sjá þessa undrasmíð; landslag og liti sem í kolli einhverra kalla fram hughrif úr gömlum kúrekamyndum. Þá er flóra þessa svæðis fjöl- breytt; um fjögur hundruð tegundir plantna vaxa á svæðinu og til dæmis á gljúfurbörmum er smávax- in fura áberandi. Lítið er vitað um manna- byggðir við Bryce Canyon. Fornleifarannsóknir hafa þó leitt í ljós mannvistar- leifar sem eru minnst tíu þúsund ára gamlar. Fyrr á öldum voru indíánar þarna allsráðandi en veldi þeirra vék þegar mormónar námu land á svæðinu um og eftir 1850. Þjóðgarður í bráðum níutíu ár Það var fyrir um öld sem fyrstu frásagnir af Bryce Canyon birtust í blöðum í Bandaríkj- unum. Svæðið var þá mjög afskekkt og fáfar- ið. Fáum árum síðar voru járnbrautarteinar lagðir þar og þá varð leiðin greið og lestin brunaði. Árið 1928, fyrir bráðum níutíu ár- um, var svæðið svo gert að þjóðgarði og í krafti þess farið í framkvæmdir og aðgerðir til að bregðast við álagi á svæðinu. Hefur þeirri stefnu verið fylgt æ síðan, því aðstaðan sem mætir ferðafólki er öll hin besta. Göngu- stígar liggja um gljúfrin, útsýnispallar eru víða og vel staðið að öryggismálum – rétt eins og þarf á fjölförnum stað. UNDRAHEIMUR Í UTAH Í BANDARÍKJUNUM Hringleikahús á hásléttunni 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.9. 2015 Ferðalög og flakk Þúsundir ferðamanna koma til Bryce á hverju ári og afar vel er staðið að öllum aðgengismálum þar. * Landslag og litir sem í kollieinhverra kalla fram hug-hrif úr gömlum kúrekamyndum. Utah í USA Bryce Canyon NÁTTÚRAN Í BRYCE CANYON-ÞJÓÐGARÐINUM Í UTAH Í BANDARÍKJ- UNUM ER STÓRBROTIN. RAUÐAR STRÝTURNAR ERU HIMINHÁAR OG UMHVERFIÐ ALLT LÍKAST LISTASAFNI. ÞÁ ER FLÓRAN ÞARNA FJÖLBREYTT. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.