Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2015, Blaðsíða 28
Fyrir 6 2 kg nautaskankar (osso buco) 1 l nautasoð ½ l þurrt hvítvín 800 g tómatar niðursoðnir 1 lítill fennelhaus 4 hvítlauksgeirar 500 g skalottlaukur 500 g gulrætur litlar lárviðarlauf hveiti salt og pipar eftir smekk timían nokkrar greinar olía 1. Hitið ofninn í 180°C. 2. Setjið saman í pott nautasoð og hvítvín og sjóðið niður um þriðjung, bæt- ið þá út í pottinn niðursoðnum tómöt- um, gróft skornu fenneli og lárviðarlaufi, leyfið því síðan að sjóða við hægan hita. 3. Setjið hveiti og salt á disk og veltið osso bucoinu upp úr því, steikið á heitri pönnu með olíu þar til gullinbrúnt. 4. Setjið kjötið í eldfast mót og hellið nautasoðinu yfir, rífið út í þetta hvítlauks- geirana og bætið timíani við. Leyfið þessu að malla í ofninum í 3 klst, bætið vatni við eftir þörfum. 5. Skrælið gulrætur og lauk og hafið í heilu, setjið í eldfasta mótið þegar 1 klst er eftir. 6. Þegar tíminn er liðinn er kjötið orð- ið æðislega mjúkt og sósan þykk og bragðmikil. Smakkið þá til með salti og pipar og berið fram með kartöflumús og stráið gremolata yfir. Osso buco 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.9. 2015 Matur og drykkir G estir í matarboði Lárusar Guðmundssonar gátu ekki kvartað undan matreiðslunni enda þessi 21 árs athafnamaður búinn að elda mat síðan hann var sjö ára gamall. „Eldamennskan hefur alltaf heillað mig og ég byrjaði ungur að elda og láta finna fyrir mér í eldhúsinu. Ætli ég hafi ekki verið svona 13 eða 14 ára þegar framtíð mín var alveg geirnegld við matargerðina en þá bauð ég heim tíu manns í átta rétta máltíð og var það mál manna að hver einasti réttur hefði verið afbragð,“ segir Lárus en hann stefnir á nám í hinni virtu Paul Bocuse institut í Frakklandi. „Já, það hefur verið draumur hjá mér að komast í þennan virta kokka- háskóla og geta lokið þaðan BA-námi. Skólagjöldin eru hins vegar nokkuð há og auk þess þarf ég að ná góðum tökum á frönskunni áður en ég get sótt um í skólann.“ Eftir að hafa rætt málin við foreldra sína segir Lárus að niðurstaðan hafi verið sú að hann þyrfti að leita einhverra leiða til að auka tekjur sínar ef hann ætti að geta lagt fyrir nægan pening fyrir náminu í Frakklandi. „Jafnvel þó ég væri í góðri vinnu á veitingahúsi eða í góðu eldhúsi var ljóst að það myndi ekki duga mér. Þar sem ég hef aldrei gert neitt ann- að en að elda mat og eingöngu unnið við það síðustu sex árin var ljóst að ég þyrfti að gera eitthvað á því sviði til að afla meiri tekna.“ Eigin rekstur góður skóli Lárus horfði vestur um haf til Bandaríkjanna en þar hefur svo köll- uð Food Truck-menning blómstrað og er kominn vísir að henni hér á landi. „Ég ákvað að stofna Vefjuvagninn og reyna fyrir mér í eigin rekstri. Það var ofboðslega góður skóli enda allt annað að reka þitt eigið fyrirtæki en að vinna fyrir einhvern annan. Þetta var því mjög góður skóli fyrir mig.“ Núna starfar Lárus hjá Veitingahúsi Vesturbæjar en hann útilokar ekki að opna veitingasölu í matarvagni á nýjan leik að ári. „Þetta gekk bara vel í sumar og ég náði að leggja dálítið fyrir og það má vel vera að ég verði með sambærilegan vagn á næsta ári.“ Spurður um heilsubylgjur og áherslu á hollan mat og hvort það hafi áhrif á eldamennsku hans segir Lárus svo ekki vera. „Ég elska mat og hef mikla ástríðu fyrir matargerð. Heilsustefnur hafa því engin áhrif á mig og ég geri ekki málamiðlanir í matargerð minni. Það þýðir samt ekki að ég eldi mér ekki góð salöt eða hollan mat. Ég elda líka upp úr smjöri og geri það oft. Frekar fer ég oftar út að hreyfa mig en að gera málamiðlun í eldhúsinu.“ Kíkt í ofninn í matarboði í Breiðholtinu hjá Lárusi Guðmundssyni. Lárus Guðmundsson fær andlegan stuðning í eldhúsinu. MATARBOÐ VERÐANDI KOKKANEMA Gerir ekki málamiðlanir í eldhúsinu * Ég elska matog hef miklaástríðu fyrir matar- gerð. Heilsustefnur hafa því engin áhrif á mig og ég geri ekki málamiðlanir í matargerð minni. ÞEGAR LÁRUS VAR SJÖ ÁRA GAMALL FÓR HANN AÐ ELDA MEÐ FORELDRUM SÍNUM OG HEFUR VERIÐ VIÐ ELDAVÉLINA SÍÐAN. HANN STEFNIR Á NÁM Í HINNI VIRTU PAUL BOCUSE-STOFNUN Í FRAKKLANDI OG VAR MEÐ EIGIN VEITINGAREKSTUR Í SUMAR. Vilhjálmur Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Við enda borðsins situr Valur Guðmundsson og honum á hægri hönd eru Guðrún Ýr Guðmunds- dóttir og Þorvaldur Bollason. Lárus sjálfur stendur við borðið og fyrir framan hann sitja Ólöf Sigþórsdóttir og Hekla Sigurð- ardóttir. Passað upp á að ekkert brenni á plötunni og hrært vel í sósunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.