Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2015, Blaðsíða 30
FJÖLSKRÚÐUGRA FJÖLSKYLDULÍF Hvernig gæludýr hentar barninu? Getty Images/Fuse ÞAÐ FER EFTIR ÞROSKA OG ALDRI HVENÆR BÖRN ERU TILBÚIN TIL AÐ HUGSA UM GÆLUDÝR. ÞAÐ ER LÍKA BREYTILEGT HVERNIG GÆLUDÝR HENTA HVAÐA ALDRI OG FJÖLSKYLDUGERÐ. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is 30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.9. 2015 Fjölskyldan Samkvæmt skoðanakönnun sem lesendur The Telegraph hafa svar-að á vefútgáfu blaðsins telja 93% lesenda að ekki eiga að láta það eftir matvöndum börnum að fá að sleppa því að borða ákveðnar fæðutegundir heldur láta þau borða það sem í boði er. Matvendni ekki liðin Naggrísir eru skemmtileg gæludýr sem aðlagast mannfólkinu vel en fjölskyldur skyldu hafa í huga að þeim líður betur með einhvern fé- laga af sömu dýrategund sér við hlið og því er í raun þægilegra að eiga tvo naggrísi heldur en einn. Naggrísir eru félagslyndir og því skemmtileg gæludýr fyrir börn en þeir eru samt viðkvæmir svo að það er ekki gott að það séu of mikil læti í kringum þá og þeir henta síð- ur á heimili þar sem stærri dýr búa líka, svo sem hundar. Þá er mik- ilvægt að þeir eigi sitt athvarf í búrinu þar sem þeir geta falið sig ef þeir ókyrrast en þeir dvelja þó stutt á „felustaðnum“ sínum. Ákjósanlegur aldur fyrir börn til að vera á þegar naggrís er tekinn á heimilið er 9-11 ára og barnmörg heimili þar sem mikill hávaði fylgir óhjákvæmilega heimilishaldi eru síður hentug fyrir viðkvæman naggrísinn. Hafa ber í huga að naggrís getur verið skuldbinding í meira en áratug þar sem hann get- ur orðið allt að 12 ára. Góðar vefsíður fyrir fjölskyldur í naggrísahugleiðingum eru til dæmis jackiesguineapiggies.com og ca- vyspirit.com. Naggrísir þurfa rólegra umhverfi en mörg gæludýr. Morgunblaðið/Eyþór Félagslyndir en viðkvæmir Kanínur henta ekki endilega barna- fjölskyldum, sérstaklega með ung börn, því þær eru ekki mikið fyrir að láta hnoðast með sig. Þannig eru þær hentugri gæludýr fyrir eldri börn sem skilja að kanínurnar eru ekki gæludýr til að halda á. Kanínan getur jafnvel lifað í 12 ár svo að fjölskyldan þarf öll að vera saman í ráðum um hvort hún sé heppilegt gæludýr þar sem börnin geta jafn- vel verið farin að heiman meðan kanínan er í fullu fjöri og það kem- ur þá mest í hlut foreldranna að líta eftir þeim. Þá eru kanínur félags- lyndar svo að það má alls ekki láta þær of afskiptar, þær þurfa stórt búr og þurfa að vera þannig stað- settar að þær séu í tengslum við aðra fjölskyldumeðlimi. Það er mikilvægt að kynna sér vel hvernig kanínueigendur þurfa að sinna dýrinu sem best og með þeim kanínusíðum sem eru góðar til að kynna sér fæði, húsnæði þeirra og annað frá A-Ö má nefna myhouserabbit.com, rabbit.org og thebunnyguy.com. Þá má benda á facebookhópinn kanínur á Íslandi þar sem eigendur þeirra geta deilt góðum ráðum og myndum af gælu- dýrunum sínum. Kanínur eru falleg gælu- dýr en ekki fyrir yngri börn til að hnoðast með. Morgunblaðið/Styrmir Kári Þurfa sitt pláss Það höfðar mjög til krakka að geta kennt gæludýr- unum sínum eitthvað og þjálfað þau og til þess eru páfagaukar mjög hentugir þar sem þeir eru afar gáf- aðir en til þess þarf þolinmæði og réttar aðferðir. Því er afar mikilvægt strax frá byrjun að umhirða og fram- koma við fuglinn sé góð og rétt, varfærin og þolin- móð, því það getur verið erfitt að ætla að byrja að fara rétt að eftir að fuglinn hefur verið á heimilinu í einhvern tíma. Fyrsta skrefið er að venja páfagaukinn á að hoppa á fingurinn og hægt er að kenna honum ótal kúnstir, þeir allra þolinmóðustu geta jafnvel kennt honum að tala. Vissulega fer það eftir þroska barnsins en jafnvel er mælt með því að barn sem á að vera aðalumsjónar- maður fuglsins sé í það minnsta orðið 12 ára gamalt. Bæði er það sökum þess hve mikla þolinmæði þarf til að tamning fuglsins heppnist sem best en einnig þola fuglarnir afar illa snöggar hreyfingar og læti. Þá er afar mikilvægt að fjölskyldur geri sér grein fyrir að það að eiga páfagauk getur verið afar löng skuldbinding. Ævilengd páfagauka er mislöng eftir teg- undum en sumir geta lifað í tugi ára svo að það þarf að kynna sér vel. Einnig þarf fuglinn gott pláss og það þarf að þrífa búrið hans oft og vel til að honum líði sem best. Góðar heimasíður fyrir þá sem vilja verða góðir páfagaukseigendur eru meðal annarra thep- arrotsocietyuk.org og parrotparrot.com. Morgunblaðið/Eyþór Þolinmæði mikilvæg Páfagauka er hægt að þjálfa og gera að sínum bestu vinum. Hamstrar eru krúttleg gæludýr og gaman að fylgjast með uppátækjum þeirra í leiktækjum sínum, svo sem rörgöngum. Fjölskyldur þurfa hins vegar að gera sér grein fyrir að þeir vilja sofa mikið á daginn og hamast svo á nóttunni, helst í hamstrahjól- inu sínu. Það þarf því að ræða við barnið um að ekki er endilega hægt að hafa hamsturinn inni hjá sér í herberginu á nóttunni. Mannúðar- samtök Bandaríkjanna mæla með að börn séu orðin a.m.k. átta ef þau eiga að vera yfirumsjónarmenn dýrsins. Fjölskyldur eiga ekki endilega að búast við því að hamstur sé dýr sem vilji láta halda á sér. Sumir vilja það en aðrir ekki og þeir eru ekki alltaf meðfærilegir. Góðar vefsíður til að kynna sér hamsturinn vel eru til dæmis ham- sterdiariesblog.com, hamsters- uk.org og pethamstercare.com. Hamsturinn er leik- glaður, en vill samt helst leika sér á nóttunni. Morgunblaðið/Ernir Umsjónarmenn orðnir 8 ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.