Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2015, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.9. 2015 Græjur og tækni Motorola sækir í sig veðrið hér á landi eftir aðGoogle umbylti farsímalínunni og Lenovo tók viðtaumunum – Google átti Motorola frá 2011 til 2014 og Lenovo upp frá því. Eitt af því sem Google gerði á sínum tíma var að leggja áherslu á miðlungsdýra farsíma sem væri þó með fyrsta flokks búnaði og eins að símarnir væri raunveru- legir snjallsímar með ýmiskonar viðbótum í hugbúnaði sem gerði þá sérdeilis handhæga í notkun. Moto X-símarnir frá Motorola voru gott dæmi um þetta, verðið hagstætt en mikið lagt í hugbúnað, radd- stýringu og tilheyrandi. Fyrsta kynslóð af Moto X kom út fyrir rétt rúmum tveimur árum og þriðja kynslóð á dögunum. Sú var reyndar í tveimur hlutum, Moto X Play og Moto X Style, en eins og heiti símanna ber með sér voru mismunandi áherslur í hönnun og útfærslu. Moto X Style hef ég ekki séð á mark- aði hér, en Moto X Play er fáanlegur og um að gera að prófa. Eitt sem auðveldar manni lifið til muna er að á einfald- an hátt er að hægt að lesa nánast allt af gamla síman- um yfir á þann nýja. Fyrst leggur maður símana saman til að tengja þá og lesa Google-reikningsupplýsingar á milli og svo notar maður sérstakt forrit frá Motorola sem sett er upp a símanum (og setja þarf upp á gamla símann), til að lesa símtakaskár, SMS skeyti, vídeó, ljós- myndir og tónlist á milli, en símarnir tengjast með sér- stöku WiFi-neti til þess arna. Sitthvað fleira má tína til, eins og til að mynda það að hægt er að kveikja á myndavél símans með því að velta honum til og frá tvívegis, sem er óneitanlega fljót- legra en að smella á hnapp, slá inn lykilorð eða teikna mynstur og ræsa síðan myndavélina. Líka er hægt að láta símann lesa SMS eða efni tölvupósta þegar hann skynjar að hann er í bíl á ferð, hægt er að stýra ýmsu með röddinni (á ensku) og svo má telja. Mér fannst það til að mynda snjallt að þegar ég setti símann upp og Goggle sendi mér SMS með lykilorði vegna tveggja þrepa innskráningarinnar (sem allir eiga að vera með upp sett – sjá Two Step Verification í Go- ogle-stillingum) þá las síminn SMS-ið og ég þurfti ekki að opna það eða slá kóðann inn. Við þetta má svo bæta við að síminn gagnast notandanum meira eftir því sem hann er meira notaður og lærir betur á eigandann. Fleiri hugvitssamlegar lausnir eru í boði og ýmsar eiga eflaust eftir að skila sér í síma ann- arra framleiðenda. Dæmi: Þó að síminn sé með fasta rafhlöðu, þ.e. ekki er hægt að opna símann til að komast að innvolsi hans, er hægt að bæta við í hann minniskorti. Þetta sér maður þegar ör- smárri skúffu fyrir SIM-kort er skotið út (síminn notar nano SIM-kort). Aftan á henni er nefnilega pláss fyrir minniskort, allt að 128 GB microSD- kort, sem smellur í skúffuna. Snilldarlausn! Rafhlaðan í símanum er býsna góð. Hún spændist reyndar ansi hratt upp hjá mér fyrst eftir að ég kveikti á símanum, enda var ýmislegt sem þurfti að uppfæra og uppfæra svo aftur. Eft- ir það entist hún aftur á móti afskaplega vel. Á símanum er ómengað Android, útgáfa 5.1.1, Lollipop, og uppfærslur koma nánast um leið og þær eru tilbúnar, til að mynda Android 6.0 sem fer í dreifingu í næstu viku. Reyndar skilst mér að byrjað verði á Galaxy 5 og Galaxy 6 símum, en kosturinn að vera með hreint Android-upp sett er að uppfærslur skila sér mun hraðar en ella. Kostirnir við Moto X Play eru óneitanlega nokkrir eins og ég hef rakið en hvað með galla? Þykktin og þyngd gætu staðið í einhverjum og eins er skjárinn ekkert til að hrófa húrra fyrir; víst er hann góður, en ekki frábær. Síminn er líka ekki ýkja hraðvirkur og svo sakna ég þess að hann styðji ekki þráðlausa hleðslu. Að þessu sögðu þá má ekki gleyma því að Moto X Play er á mjög fínu verði miðað við tækni og útfærslu, 16 GB sími kostar 89.900 kr. í netversl- un Nýherja og sjálfsagt minna hjá símafyrirtækj- unum. Sennilega bestu kaupin á síma í þessum Stærðarflokki í dag. SNJALL SNJALLSÍMI NÝR SÍMI FRÁ MOTOROLA, MOTO X PLAY, SEM ER ÞRIÐJA KYNSLÓÐ AF MOTO X, SÝNIR AÐ FYRIRTÆKIÐ STENDUR VIÐ ÞÁ HUGSJÓN AÐ FRAMLEIÐA TÆKNILEGA SÍMA MEÐ SNJÖLLUM HUGBÚNAÐAR- LAUSNUM Á SKAPLEGU VERÐI. * Síminn er ekki vatnsheldur, enhann er vatnsvarinn, þ.e. ekki er hægt að fara með hann í sund, en það er óhætt að nota hann í roki rigningu – hann er með nano-húð og fellur að IP52, semsé rykvarinn (IP5) og varinn fyrir vatnsgusum (IP2). Örgjörvinn 1,7 GHz Qual- comm Snapdragon, átta kjarna. * Myndavélin í símanum er venjufremur góð, með 21 MP myndflögu, sem gefur upplausn upp á 5248 x 3936 díla. Hún er reyndar ekki með hristivörn í linsu, en afskaplega góð engu að síður. Hún tekur 4K UHD myndskeið, 1080p og 720p HD, 30 ramma á sek. Flassið er fínt á henni, tveir ljóstvistar. * Moto X Play síminn er nokkuðþykkur, en þynnist út til brúnana og fer því einkar vel í hendi. Fyrir vikið finnst manni hann nettari þó að hann sé rúmur sentímetri að þykkt þar sem hann er þykkastur um mitt bakið. Annars er hann 148 mm á hæð og 75 mm á breidd og 169 g að þyngd og skjárinn 5,5". Græjan ÁRNI MATTHÍASSON Tæknifyrirtækið Mobileye, sem þekktast er fyrir árekstravarn- ir í bílum eins og sjálfvirkar bremsur, hefur nú kynnt sjálfkeyr- andi tækni sína og stefnir á toppinn á þeim markaði. Sjálfkeyrandi Mobileye Tvær bækur um tölvuleikinn Minecraft eru nú komnar út á íslensku. Þetta eru Byrjenda- handbókin (The Official Beginners Handbo- ok) og Rauðsteinahandbókin (The Official Redstone Handbook) en tvær til viðbótar koma út um miðjan október. Minecraft-leikjaheimurinn hefur notið vin- sælda víða um heim. Ýmis skýringarmynd- bönd eru fáanleg á Youtube auk þess sem heilmiklar upplýsingar er að finna á verald- arvefnum um leikinn og þá möguleika sem Minecraft-veröldin býður upp á. Það hefur því vakið talsverða athygli hversu vel bækur um tölvuleikinn hafa selst. Minecraft-bækurnar fjórar komust til dæmis allar á lista yfir 10 mest seldu bækur Bretlands á síðasta ári. Þær komust líka allar á lista yfir 100 mest seldu bækur í Bandaríkj- unum á síðasta ári. Þrátt fyrir að enginn skortur sé á stafræn- um leiðbeiningum og ýmsu ít- arefni á netinu um víðáttumikinn leikjaheim Minecraft virðast margir kjósa að hafa innbundnar handbækur til hliðsjónar. Kannski veitir útgáfa bók- anna á íslensku kjörið tækifæri fyrir foreldra sem hafa átt í vandræðum með að fá börn og unglinga til að líta upp frá tölvunni og lesa bækur. Börnin geta einfaldlega lesið bækur um tölvuleikinn. Að sögn Arnars Vals Jóns- sonar leiðbeinanda á Minecraft námskeiðum hjá Skema er mik- ið af gagnlegum leiðbeiningum í bókunum. „Þær hafa líka ákveðið skemmtanagildi því krökkunum finnst gaman að geta haft eitthvað í höndunum sem tengist leiknum. Þannig geta þau líka sýnt foreldrum sínum hvað þau eru að gera í þessari leikjaveröld. Það er gaman fyrir krakka að fá þessar bækur á íslensku í staðinn fyrir að hanga á Google til að finna leiðbeiningar og myndbönd, sérstaklega þau yngstu.“ Skema hefur staðið fyrir námskeiðum í Mi- necraft fyrir börn niður í sjö ára aldur og segir Arnar Valur í bígerð að bjóða einnig námskeið fyrir foreldra sem vilja fá meiri upplýsingar um þá möguleika sem Minecraft býður, en leikurinn hefur notið vinsælda víða um heim fyrir að ýta undir sköpunargleði og þjálfa rökhugsun barna. TÖLVULEIKJABÓKMENNTIR Nú er hægt að lesa um Minecraft leikjaheiminn á íslensku. Bækurnar hafa notið mikilla vin- sælda í Bretlandi og Bandaríkjunum og eru lesnar bæði af börnum og fullorðnum. Minecraft-bækurnar komnar út á íslensku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.