Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2015, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2015, Blaðsíða 33
Hæg þróun Það kann að koma mörgum á óvart sem finnst sjálfsagt að nota netið á hverjum degi við leik og störf, en mið- að við þróunina í heiminum er líklegt að í lok árs verði enn meira en helm- ingur jarðarbúa ekki tengdur við net- ið. Á jörðinni búa rúmlega 7,125 millj- arðar manna en eins og stendur eru netnotendur aðeins 3,2 milljarðar. Það þýðir að enn eru 57% jarðarbúa án nettengingar. Þetta eru vonbrigði fyrir hina svo- kölluðu breiðbandsnefnd sem Samein- uðu þjóðirnar og UNESCO standa meðal annarra að og hafa að markmiði að efla upplýsinga- og samskipta- tækni í heiminum og þá sérstaklega í þróunarlöndunum. Eitt af helstu markmiðum nefndarinnar var að 60% heimsins yrðu tengd árið 2015. Í þróunarlöndunum eru aðeins 34% heimila með netaðgang en 82% í hinum þróaða heimi. Meðal þeirra sem vinna í því að breyta þessu eru stofnendur Face- book, en með verkefninu internet.org er leiðandi fólki í tækniheiminum stefnt saman til að vinna að því sam- eiginlega markmiði að tengja heim- inn í gegnum netið. Helstu ljónin á veginum eru hversu dýr búnaðurinn sem þarf til er fyrir almenning í landinu, netkerfi eru fá og langt á milli þeirra og þá vantar oft hreinlega vefsíður á því tungumáli sem heimamenn skilja. MEIRA EN HELMINGUR JARÐARBÚA ÁN NETS Morgunblaðið/Ernir Þróunarlöndin sitja eftir í net- heimum sem víðar. 27.9. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 *Ólöglegt niðurhal mun eyðileggjakvikmyndaiðnaðinn og kvikmyndir semlistgrein því það er dýrt að búa þær til. Helen Mirren leikkona. Snjallsímar hafa tekið við hlutverkimyndavéla, í það minnsta meðalalmennings, og á síðasta ári voruyfir 1,8 billjónir ljósmynda teknar á hverjum degi á snjallsímana okkar. Þetta varðveitir vissulega ferðalagið fyrir okkur að horfa á síðar meir og afkom- endur til að skoða en samkvæmt rann- sókn Lindu Henkel, sálfræðings við Fair- field-háskóla á Bretlandi, geta þessar myndatökur spillt upplifuninni þar sem fólk man í raun lítið frá sjálfri stundinni og umhverfinu því öll athyglin beindist að því að taka myndina Það er ólíklegt að fólk láti sér segjast engu að síður og á vefútgáfu breska dag- blaðsins The Guardian birtist úttekt í vikunni á bestu ljósmyndaöppum fyrir snjallsímana enda veitir ekki af smá leið- beiningum miðað við þann aragrúa ljós- myndaforrita sem bjóðast. Facetune kostar tæpar 600 krónur og er til fyrir Android-, iOs- og Windows- stýrikerfin. Forritið er mjög vinsælt hjá þeim sem finnst fátt skemmtilegra en að taka sjálfsmynd en ekki síðra fyrir myndatökur af öðru fólki. Það er hægt að gleyma sér heillengi við að leika sér með að vinna í andlitum, húð, brosi, augum og öllu tilheyrandi. VSCO Cam er ókeypis og er gert fyrir Android og iOS. Þeir sem taka sín- ar myndatökur alvarlega nota þetta forrit gjarnan þar sem það er einkar gott að nota í hvers kyns eftirvinnslu. Einnig á VSCO sitt eigið sterka samfélag ljós- myndara sem deila myndum sín á milli. EyeEm er ókeypis app, gert fyrir Android, iOS og Windows. Fyrir utan að vera með ótal filtera og fleira til að vinna myndirnar er sérstaða þessa forrits að notendur geta hlaðið sinni bestu mynd inn í gegnum það þar sem bæði fjölmiðlar og vörumerki geta keypt myndina ef þeim líst á. Þannig er hugs- anlega hægt að græða á myndatökunum. Þá velur EyeEm bestu ljósmyndir ársins. Camera51 er ókeypis ljósmyndaforrit, fyrir Android og iOS en á meðan mörg ljósmyndaöpp miða að því að hægt sé að vinna mikið með myndirnar eftir á einblínir þetta forrit á að gera mynda- tökuna sjálfa sem best úr garði og kem- ur með ýmsar gagnlegar ábendingar þeg- ar verið er að mynda; til dæmis hvort eitthvað í bakgrunninum sé að þvælast fyrir, hvort eigi að færa fólkið eitthvað til í rammanum og ef það er stór hópur fólks kemur forritið jafnvel með tillögur að uppröðun á hópnum. Afterlight kostar innan við 200 krón- ur og er fyrir iOS- og Windows-síma og hentar vel þeim sem vilja vinna mynd- irnar en á afar einfaldan og fljótlegan hátt og kemur með góðar ábendingar um filtera sem henta hverri töku. Þetta er fínt fyrir þá sem vilja „gljáfægja“ myndina. FIMM GÓÐ FYRIR SNJALLSÍMANA Góð ljósmyndaöpp til að leika sér með EyeEm þykir með skemmtilegri ljósmyndasmáforritum fyrir snjallsíma. SJALDAN HEFUR ÆVISAGA VERIÐ JAFN VEL SKRÁÐ Á STAFRÆNT FORM ÞAR SEM SÍMARNIR OKKAR FANGA ÓTAL AUGNABLIK ÆVI OKKAR. MARGIR VITA SVO FÁTT SKEMMTILEGRA EN AÐ LEIKA SÉR MEÐ VINNSLU Á MYNDUNUM EFTIR Á. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Afterlight er gott forrit til að nota fyrir alls kyns útimyndatökur, af umhverfi og náttúru. Á vefútgáfu Telegraph stendur yfir skoðanakönnun þar sem lesendur geta kosið um hver sé mikilvægasti notkunarmöguleiki netsins. 9% lesenda telja mikil- vægast að geta pantað pítsu. Til hvers er netið? Þann 22. október drögum við út heppinn áskrifanda sem hlýtur að gjöf sjálfskiptan Suzuki Vitara GLX sportjeppa að verðmæti 5.440.000 kr. í áskriftarleik Morgunblaðsins. mbl.is/askriftarleikur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.