Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2015, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2015, Blaðsíða 39
annað eins dæmi um villimennsku. Nú er helst um það deilt, hvort Rauðu Kmerarnir komu 3 milljónum eða 4 milljónum manna fyrir kattarnef! En þeir menn voru þó til sem kepptu í sömu deild. Því að á seinustu áratugum nýliðinnar aldar voru um 800 þúsund manns myrt í Rúanda. Og á áratugunum á und- an á þriðja hundrað þúsunda í Búrúndí og tæplega hundrað þúsunda í Úganda og svo fyrir skemmstu mörghundruð þúsund manns í Darfur. Þar og í Súdan öllu geisar enn óöld. Þær ótöldu milljónir sem hafa dáið úr hungri og pest- um, ekki síst börn, sem beint eða óbeint má rekja til óhæfuverka og kúgunar, má í raun telja til fallinna í stríði. Suður-Ameríka er enn ónefnd og allt það sem gerst hefur í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins og stendur enn yfir þar og í löndum í Austur-Asíu. Hryllingurinn á Balkanskaganum eftir hrun Júgó- slóvakíu er í minni og margt er ónefnt. Efnahagslega vargöldin Og á þessari sömu öld notaði heimurinn tímann á milli styrjalda til að ganga í gegnum Heimskreppuna auk margra annarra heldur minni. Má minna á kreppuna 2007-2008 sem sumir halda staðbundna við Ísland. Staðbundnari kreppur eru auð- vitað til á þessum tíma, svo sem í Japan, Taílandi og Argentínu. Nú kraumar ein slík í Brasilíu, fimmta stærsta ríki í heimi, hvort sem miðað er við landsstærð eða íbúa- fjölda. Og menn vita hvernig ástandið er í Úkraínu og Rússlandi þar sem íslensk stjórnvöld hafa boðist til að tapa tugum milljarða á ári til að koma á reglu á meðan borgarstjórnin sér um deilur Ísraels og Palestínu, sem fjöldi manna hefur þó þegar fengið friðarverðlaunin í Osló fyrir að hafa leyst. Enn ónefnt Enn er rétt að nefna tvö „afrek,“ sem telja má heims- óáran til tekna, auk þess sem áður er talið. Það fyrra er að á miðju tímabilinu var varpað tveimur kjarnorku- sprengjum á borgir í Japan sem þurrkuðu út fleira fólk á fáeinum mínútum en tekist hafði áður. Það síðara er, að því er haldið fram af vísindamönnum, að manninum hafi tekist, í fyrsta sinn í sögunni, að hafa með um- svifum sínum slík áhrif á andrúmsloft jarðar, að annað Armageddon, en sagt er að Opinberunarbókin boði, blasi örugglega við nema gripið verði harkalega í tauma. Eins og efnahagsástandið er í heiminum um þessar mundir er ástæðulaust að búast við öðru en froðukenndum sýndarákvörðunum. Önnur sjónarmið Framangreind dæmi, sem eru aðeins smábrot af því sem telja mætti til, ættu að duga til að segja, að þessi tími, aldarskeiðið 1915-2015 sé óöld allra alda. En er það rétt? Ýmsir sjá þennan tíma, þrátt fyrir allt, í öðru ljósi. Og það eru ekki eingöngu Pollýönnurnar sem horfa svo afsakandi um öxl. Fréttaskýrendur og fræðimenn í þúsundatali færa gild rök fyrir sömu sjónarmiðum. Þeir segja að fyrr- nefndur tími sé mesta framfaraskeið sem maðurinn hafi lifað. Fleiri gangi nú til sængur hvert kvöld með mettan maga en nokkru sinni áður. Barn, sem fæðist nú, megi gera ráð fyrir að lifa ára- tugum lengur en barn sem fæddist fyrir einni öld. Menning hafi aldrei blómstrað eins og nú, og er þá miðað við það, að allur almenningur eigi kost á að njóta hennar. Almenn menntun hafi aldrei verið ríkulegri né verið eins aðgengileg og nú. Olían, raforkan, kolin og kjarnorkan séu borin röng- um sökum. Einmitt þau hafi létt slítandi striti af öllum fjöldanum. Laun hafi hækkað, frítími aukist og lífeyris- aldur orðið sanngjarn. Sjúkdómar, sem áður fólu í sér dauðadóm, séu nú læknaðir með einföldum aðferðum. Og ýmsir kvillar, sem áður töldust ólæknandi sjúkdóm- ar séu það ekki endilega lengur, vegna ótrúlegra fram- fara í læknavísindum, tækjum og lyfjum. Þessar fram- farir hafi ekki síst orðið síðustu 100 árin. En hvað þá með allan ófriðinn sem áður var nefndur? Hinir glaðbeittu benda á að friðarverðlaun séu veitt ár- lega með fjaðraþyt og söng. Og kjarnorkuvopnabúrin fordæmdu tryggi það, að nú sé aðeins hægt að heyja staðbundin stríð, þar sem kjarnorkuveldi takist ekki á. Í því felist framfarir! Að vísu kunni friðardúfurnar í Osló ekki enn við að láta framleiðendur kjarnorkuvopna fá friðarverðlaunin, enda þótt verðlaunin séu kennd við frægasta sprengju- gerðarmann heimsins. Niðurstaðan Miðað við allt þetta er varlegast að segja að tilveran þessi 100 ár sé þversagnarkennd. Öldin, þegar menn komust loks til tunglsins, og Arms- trong tunglnámsmaður (eða einhver hinna) náði í tungl- stein handa Íslendingum til að sýna á Húsavík, og öld penisilínsins og annarra kraftaverka, tækni og vísinda, hafi óneitanlega einnig verið öld ófriðarbáls og ógna. Þótt þær fullyrðingar standist skoðun, að aldrei hafi mannlífinu fleygt svo fram sem síðustu 100 árin, þá verði andstæðunni ekki neitað. Jörðin hafi þá verið lögð í stærri stíl, oftar og lengur undir vígvöll en í annan tíma. Viðurkenna ber að aldrei hafi meira fé verið varið til framfærslu fátæklinga, menntunar, bólusetninga og heilsugæslu alls almenn- ings, og að fæðuframleiðsla og fæðuúrval og mannsæm- andi húsakynni séu mun aðgengilegri eftir þessa öld en áður. En hitt sé jafn rétt að aldrei hafi öðru eins ógrynni fjár verið eytt í hergagnaframleiðslu, þar á meðal til gereyðingarvopna, kjarnorku og eiturefna, og aldrei hafi meira blóð runnið á jafn fáum árum ofan í þessa vol- uðu jörð og þá. Og nær hver einasti dropi þess hafi kom- ið úr sakleysingjum, því milljóna tugir unglinga í her- búningum hafi flestir verið jafnsaklausir og konur og börn, þótt þeir fylgdu fyrirmælum um að drepa fremur en vera drepnir, því ættjörðin krefðist þess af þeim. Þeir fáu lítrar blóðs, sem t.d. láku úr Hitler á kjallara- gólfið í Byrginu fyrir 70 árum eða úr þeim hinum, nær og fjær, sem mörkuðu vígvellina, en létu aðra um bar- dagann, voru eins og ósjálegir dropar í blóðhafinu. Samviskuspurning Nútímamaðurinn nýtur svo sannarlega þeirra miklu framfara sem orðið hafa s.l. 100 ár, en hvað varð um allt hitt? Eru menn, sem hvergi komu nærri, enn með hluta þess í sínu farteski? Kannski hafa sumir enn nagandi samviskubit vegna þess alls og kannski litar það nú afstöðu lykilfólks í valdakerfinu og jafnvel ræður því á hvern veg ákvarð- anir falla. Hver veit? Það væri ekki nema mannlegt og jafnvel stórmann- legt, en ekki öruggt að það væri farsælt. Spurningum um það efni verður svarað síðar. Kannski það herrans ár 2115. Morgunblaðið/RAX 27.9. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.