Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2015, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2015, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.9. 2015 S íðustu mánuði höfum við fylgst með í gegnum fjölmiðla fólkinu sem flýr allslaust gangandi í gegnum Evrópu, þetta stríðs- hrjáða fólk sem neytt er til að yf- irgefa fósturjörðina, vini, fjölskyldu og skilja eftir allar veraldlegar eigur. Sumt af þessu allslausa fólki hefur knúið dyra hjá Íslend- ingum í leit að skjóli. Jarran-fjölskyldan er þeirra á meðal. Horfðu á fólk deyja Í stofunni þar sem við hittumst eru þau sam- an komin, faðirinn Zoher, kona hans Rim og börnin þrjú, Mohmad, tvítugur, þá Laeth fimmtán ára og yngst er heimasætan Mais sem er tólf. Frændi þeirra systkina og bróðir Zoher, Reda, er hér líka en hann flúði frá Jórdaníu. Þau slökkva á sjónvarpinu þar sem fréttir á arabísku glymja í eyrum og við hefj- um spjallið. Við tölum saman í gegnum Hilal sem er þriðji bróðirinn sem búið hefur hér í 11 ár en Jarran-fjölskyldan talar enga ensku. Það ríkir engin gleði í stofunni því þó að þau séu fegin að vera örugg eru þau enn full af kvíða og angist. Sprengjuregn var daglegt brauð hjá fjölskyld- unni frá Sýrlandi sem hing- að er komin í leit að betri framtíð. Laeth, fimmtán ára, togar bolinn frá öxlinni til að sýna mér ör eftir sprengjubrot og bendir á annað ör á enninu. Faðir hans Zoher sýnir mér líka ör eftir stríðið. Ég horfi á örin á húðinni en skynja að þau eru líka með ör á sálinni. Þau segjast kippast við þegar þau heyra flugvélagný því minningarnar um sprengjuregn og myndirnar í huga þeirra hverfa aldrei. Í þeirra veruleika hrundu hús til grunna og fólk lét lífið fyrir framan augunum á þeim í þessu skelfilega stríði sem virðist engan enda ætla að taka. Erfitt er fyrir Íslendinginn að gera sér það í hugarlund. Húsið löngu hrunið Jarran-fjölskyldan sem er frá Damaskus, kom til Ís- lands fyrir mánuði. Í heilan mánuð voru þau á hrakn- ingi í gegnum Evrópu áður en þau náðu að lenda hér á eyjunni í norðri, langt frá stríði og hörmungum. Zo- her var bílasali í Damaskus. „Hann missti allt og kom aðeins hingað með sinn eigin líkama,“ segir bróðir hans Hilal. Elsti sonurinn Moh- mad hefur búið hér hátt í tvö ár en hann flúði hingað svo hann þyrfti ekki að fara í herinn. „Lífið var gott fyrir stríðið, en þegar stríðið brast á fluttum við oft milli staða. Við héldum að stríðinu myndi ljúka en svo varð ekki. Þetta var svona í langan tíma, 3-4 ár,“ segja þau. Húsið þeirra er löngu hrunið og þau komu hingað allslaus, ekki einu sinni með eina ferðatösku. Leiðin til skjóls var þyrnum stráð. Þau segja frá flóttanum. Mánuð á skelfilegum flótta Ferðalagið frá Sýrlandi til Íslands segja þau hafa verið skelfilegt, svo skelfilegt að þau íhuguðu að snúa aftur heim í hryllinginn þar frekar en að halda áfram. Leiðin lá fyrst frá Sýrlandi til Bodrum í Tyrklandi. Þaðan fóru þau með gúmmíbát til Kos í Grikklandi. En það gekk svo sannarlega ekki áfallalaust því í fyrstu tveimur tilraunum hvolfdi bátunum og þeim lá við drukknun. „Þú manst eftir mynd- inni af litla drengnum sem drukknaði? Þar vorum við,“ útskýra þau. Báturinn var sex metra langur með 55 manns um borð. Ekki Með ör á líkama og sál JARRAN-FJÖLSKYLDAN FRÁ SÝRLANDI FLÚÐI ALLSLAUS FRÁ HEIMALANDINU ÞAR SEM SPRENGJUR FALLA DAGLEGA. FERÐALAGIÐ TÓK MÁNUÐ OG LENTU ÞAU Í SKELFILEGUM RAUNUM. TVISVAR HVOLFDI BÁTUM ÞEIRRA OG BJARGAÐI FJÖLSKYLDUFAÐIRINN MANNSLÍFUM. Í UNGVERJALANDI VORU ÞAU BARIN OG SVELT OG MARGOFT SVÁFU ÞAU UNDIR BERUM HIMNI. EFTIR MIKLA ÞRAUTAGÖNGU ERU ÞAU KOMIN HINGAÐ ÞAR SEM ÞAU HAFA STÖÐU HÆLISLEITENDA. ÞAU ÞRÁ NÝTT OG BETRA LÍF Á ÍSLANDI. Texti og mynd: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is * Við vorumbarin og þaðvar hundur sem var látinn hræða okkur. Þau vildu fá fingraförin okkar og við vorum þarna í fimm daga, þar til þau fengu að taka fingraförin. MÁLEFNI FLÓTTAMANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.