Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2015, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2015, Blaðsíða 48
S ýning á verkum Gunnars Rúnars Ólafssonar ljósmyndara (1917- 1965) verður opnuð í Ljósmynda- safni Reykjavíkur á 6. hæð Gróf- arhússins við Tryggvagötu í dag. Á sýningunni verða nýjar handstækkaðar ljósmyndir eftir filmum Gunnars Rúnars, myndir sem hann tók á árabilinu 1947 til 1964. Auk þess sýnir Kvikmyndasafn Íslands valin myndbrot úr kvikmyndum hans. Gunnar Rúnar varð ungur áhugamaður um ljósmyndun, nam síðar fagið og kvik- myndagerð í Bandaríkjunum og starfaði við ljósmyndun eftir heimkomuna, til að mynda sem lausamaður við Morgunblaðið. Verk Gunnars Rúnars vöktu verðskuldaða athygli, enda hafði hann afskaplega „gott auga“, var slyngur í að fanga augnablik og finna áhuga- verð sjónarhorf á mannlífið í landinu. Hann lést einungis 48 ára gamall úr bráðalungna- bólgu og er filmusafn hans varðveitt í Ljós- myndasafni Reykjavíkur, þar sem myndir úr því vekja sífellt meiri og verðskuldaða at- hygli og sýna að hann var einn markverðasti ljósmyndari landsins upp úr miðri síðustu öld. Það er því fyllilega tímabær sýning með úrvali verka úr safni Gunnars Rúnars sem nú er sett upp í safninu. Nam í Bandaríkjunum Gunnar Rúnar fæddist í Hafnarfirði, gekk í Barnaskóla Hafnarfjarðar og síðan Flens- borgarskóla og lauk gagnfræðaprófi árið 1933. Næstu árin stundaði hann verslunar- störf og sjómennsku, starfaði við síldarsöltun og skamman tíma sem túlkur fyrir breska setuliðið. Hann opnaði síðan árið 1942, 25 ára gamall, leikfanga- og gjafavöruverslunina G.R.Ó. í Hafnarfirði. Ljósmyndun varð snemma eitt af helstu áhugamálum Gunnars Rúnars. Hann varð sér úti um tæki til ljósmyndunar og fram- köllunar og kynnti sér handtökin með lestri fagbóka og tímarita. Varðveitt er nokuð af ljósmyndum sem han tók á stríðsárunum, að- allega athyglisverðar mannlífs- og umhverf- ismyndir frá Hafnarfirði. Þá myndaði Gunn- ar lýðveldishátíðina á Þingvöllum árið 1944. Eftir að hafa starfrækt verslunina í tvö ár seldi Gunnar hana og sigldi til Bandaríkj- anna vorið 1945 þar sem hann hóf stutt en hnitmiðað nám við New York Institute of Photography, sama skóla og Ólafur K. Magnússon (1926-1999), síðar ljósmyndari Morgunblaðsins í 49 ár, og Jóhanna Sigur- jónsdóttir (1914-2010) námu við ári fyrr. Gunnar Rúnar lauk námi síðsumars 1945 og þá var unnusta hans, Þórdís Bjarnadóttir, komin vestur og gengu þau þar í hjónaband. Óku þau síðan vestur yfir Bandaríkin, til Los Angeles þar sem Gunnar kynnti sér kvik- myndagerð um hálfs árs skeið og var við tökur á mörgum kvikmyndum. Viðamiklar heimildarkvikmyndir Eftir heimkomuna vorið 1946 starfaði Gunn- ar Rúnar sem kvikmyndagerðarmaður fyrir SÝNING Á LJÓSMYNDUM EFTIR GUNNAR RÚNAR ÓLAFSSON (1917-1965) Veiðimaður augna- blika og andrúmslofts LJÓSMYNDIR GUNNARS RÚNARS ÓLAFSSONAR VEKJA VERÐSKULDAÐA OG VAXANDI ATHYGLI. Á SÝNINGU SEM VERÐUR OPNUÐ Í LJÓSMYNDASAFNI REYKJAVÍKUR Í DAG GETUR AÐ LÍTA ÚRVAL VERKA HANS. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Gunnar Rúnar Ólafsson, með Rolleiflex- myndavél á heimili sínu seint á sjötta áratugnum. Uhro Kekkonen Finnlandsforseti stígur hér prúðbúinn út úr flugvél Finn- air á Reykjavíkurflugvelli í ágúst árið 1957, kominn í opinbera heimsókn. Drengir í sumarbúðum þjóðkirkjunnar á Löngumýri í Skagafirði í knatt- spyrnu. Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður skallar boltann. Börn og kennari að leik við barnaskólann á Selfossi. Kennarinn er Sigríður Österby Christensen (1937-2008) en nemendurnir eru Guðlaug Ásgeirsdóttir og Þórunn Engilbertsdóttir. 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.9. 2015 Þær Ólöf Arnalds, söngkona og tónskáld, og Katie Buckley hörpuleikari koma fram saman á tónleikum í Mengi við Óðinsgötu í kvöld, laugardag, og hefjast þeir klukkan 21. Í tilkynningu segir að þær hafi í nokkurn tíma dreymt um samstarf og nú sé komið að því. Á efnisskrá er tónlist eftir Ólöfu í nýjum útsetningum í bland við tónlist úr öðrum átt- um, í tærum hljóðheimi söngraddar, gítars og hörpu. Listakonurnar segja aðeins um upphaf samstarfs þeirra að ræða því báðar eru ákafir aðdáendur enska endurreisnartónskáldsins John Dowland og langar einhvern tímann í framtíðinni til að flytja dagskrá sem helguð er honum í bland við aðra tónlist frá miðöldum til barokktímans. LISTAKONUR MÆTAST Í MENGI ÓLÖF OG KATIE Ólöf Arnalds syngur og leikur á gítarinn á tón- leikunum en Katie Buckley á hörpuna. Morgunblaðið/Ómar Ein ljósmynda Ásdísar Ásgeirsdóttur af fjöl- skrúðugu mannlífi í borginni Oaxaca í Mexíkó. Ljósmynd/Ásdís Ásgeirsdóttir Sýningin „Oaxaca /wa’ha’ka/“ með verkum Ásdísar Ásgeirsdóttur ljósmyndara verður opnuð í Mjólkurbúðinni á Akureyri í dag, laug- ardag, klukkan 14. Yfirskrift sýningarinnar er sótt til sam- nefndrar borgar í Suður-Mexíkó. Ásdís tók þar ljósmyndirnar á sýningunni þegar hún sótti tíu daga námskeið í febrúar á þessu ári hjá hin- um heimskunna ljósmyndara Mary Ellen Mark. Ásdís er blaðaljósmyndari að mennt og starfaði á Morgunblaðinu frá 1995 til 2007. Þá settist hún aftur á skólabekk og lauk BA-námi í listfræði. Þaðan lá leiðin í meistaranám í blaða- og fréttamennsku og lauk Ásdís því í vor. ÁSDÍS SÝNIR Á AKUREYRI OAXACA Átta íslenskir myndlistar- menn eiga verk á sýning- unni „Reykjavík stories“ sem verður opnuð í Quartair galleríinu í Den Haag í Hollandi í dag. Listamennirnir eru þau Jón Óskar, Hulda Hákon, Finnur Arnar, Jóhann Lud- wig Torfason, Ragnhildur Jóhanns, Guðmundur Thoroddsen, Sindri Leifsson og Dodda Maggý. Verkin á sýningunni tengjast Reykjavík með einum eða öðrum hætti. Út verður gef- in vegleg bók um sýninguna og listamennina þar sem Markús Þór Andrésson skrifar meginmál en Bergdís Ellertsdóttir sendiherra ritar formála. Hún mun einnig opna sýn- inguna formlega. Sýningin er samstarf Quartair gallerísins og art365. Sýningarstjóri er Tim Junge. ÁTTA SÝNA Í HOLLANDI REYKJAVÍKURVERK Finnur Arnar Menning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.