Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2015, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2015, Blaðsíða 49
Kvikmyndafélagið Sögu sem framleiddi að- allega stuttar fræðslu- og landkynningar- myndir. Starfsemi Sögu lognaðist út af um 1950 en Gunnar hélt áfram að starfa að kvik- myndagerð. Í desember 1953 var heimildar- mynd hans Fagur er dalur – Barrskógar á Íslandi, sem gerð var fyrir Skógrækt ríkis- ins, tekin til sýningar, og 1955 til 1957 vann Gunnar að einu viðamesta verkefni sínu sem kvikmyndagerðarmaður, heimildarmyndinni Sigur lífisns sem fjallar um sögu berklavarna á Íslandi. Frumefni margra þessara kvik- mynda, auk annarra kvikmyndabúta, er varðveitt í Kvikmyndasafni Íslands. Skrásetti lífið í landinu Starfsferill Gunnars Rúnars sem atvinnu- ljósmyndari hófst í lok árs 1953 er hann hóf að taka myndir fyrir Morgunblaðið, samhliða starfi sem kvikmyndagerðarmaður. Um íhlaupavinnu var að ræða, skráningu á fréttatengdum atburðum og öðru sem til féll. Meðal viðameiri verkefna Gunnars fyrir Morgunblaðið var myndröð frá vélsmiðjunni Héðni og myndir úr línuróðri með vélbát. Í verkefnum sínum skráir Gunnar viðburði „eins og fluga á vegg“, fylgist með atvinnulífi sem æskulýðsstarfi barna og unglinga, og óhætt er að fullyrða að eftir standi merkar og áhugaverðar heimildir um lífið í landinu, fangaðar af mikilli natni. Gunnar Rúnar myndaði síðast fyrir Morg- unblaðið árið 1957. Meðal verkefna hans eftir það eru myndatökur fyrir Sjálfstæðisflokkinn en Gunnar hafði verið virkur í félagsstarfinu. Síðustu árin sem Gunnar lifði starfaði hann sjálfstætt og þá töluvert sem iðnaðar- og auglýsingaljósmyndari. Einnig myndaði hann marga kunna listamenn, og mannlíf og mannvirki í Reykjavík, Hafnarfirði, Akureyri og á Suðurlandi í aðskildum verkefnum, svo fátt eitt sé nefnt. Gunnar Rúnar var nútíma- legur og formrænn ljósmyndari, frísklegur húmor læðist oft inn í myndir hans, og eins og sýningin leiðir glögglega í ljós var hann slyngur við að lesa í og fanga augnablik og andrúmsloft samtíma síns. Misvel upplögð börn fylgjast með 17. júní-hátíðahöldum í Reykjavík upp úr miðri síðustu öld. Ungmenni æfa hástökk á íþróttasvæði Knattspyrnufélags Reykjavíkur við Frostaskjól í júní 1959. * Verk Gunnars Rún-ars vöktu verðskuld-aða athygli, enda hafði hann afskaplega „gott auga“, var slyngur í að fanga augnablik og finna áhugaverð sjónarhorn á mannlífið í landinu. Ljósmyndir/Gunnar Rúnar Ólafsson, Ljósmyndasafn Reykjavíkur 27.9. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 Í Listasafni Reykjanesbæjar, Duus-húsum, stendur nú yfir áhugaverð sýning, Andlit bæjarins, með um 300 ljós- myndum eftir Björgvin Guðmundsson af íbúum bæjarins. Sýningin var opnuð á Ljósanótt og hefur vakið athygli. 2 Í Bæjarbíói í Hafnarfirði er þess nú minnst með veglegri dagskrá að öld er liðin frá því að konur á Íslandi fengu kosningarétt. Á tónleikum í bíóinu í kvöld koma af því tilefni fram tvær hljómsveitir skipaðar konum; Dúkku- lísur, þrítug sveit, og Ylja, sem vakið hefur athygli síðustu ár. 4 Listakonan Marta María Jónsdóttir mun á morgun, sunnudag, klukkan 15 fjalla um verk sín á sýningunni Heimurinn án okkar, sem er haust- sýning Hafnarborgar. Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni fjalla um alheiminn á einn eða annan hátt. 5 Guðrún Tryggvadóttir myndlistarkona opnar sýn- ingu á nýjum verkum í hlöð- unni í Alviðru við Sogið í dag, laugardag, klukkan 14. Guðrún hefur um skeið unnið að seríu mál- verka um formæður sínar, tímann og endurnýjun kynslóðanna og verða þessi verk nú sýnd í fyrsta skipti. 3 Vetrarstarf Kammermúsík- klúbbsins er að hefjast og fyrstu tónleikarnir verða í Norðurljósasal Hörpu á sunnudagskvöldið. Þá leika Sigrún Eðvaldsdóttir og félagar kvartetta eftir Sibelius og Mendelssohn. MÆLT MEÐ 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.