Fréttablað - 01.04.1966, Page 1

Fréttablað - 01.04.1966, Page 1
KIWANISKLÚ BBURINN HEKLA 2 FRETTABLAÐ 2. tbl. apríl 1966 1. árg. UPPELDISHEIMILIÐ KUMBARAVOGI Laugardaginn 16. þ.ra. fóru tólf Heklubræður ásamt konum og börnum austur að Kumbaravogi til að afhenda leiktækin, sem rætt var um í síð- asta blaði, og koma þeim fyrir. Þegar komið var austur, var strax geng- ið til verks og tækjunum komið fyrir á skömmum tíma. Husráðendur buðu öllu fólkinu upp á kaffi, heita kjötsúpu og aðrar veitingar, sem voru vel þegnar, þótt enginn skortur væri á nesti, sem Haraldur í Hafnarbúð- um sá um. Auk leiktækjanna frá klúbbnum, fékk hvert barn á heimilinu gjafapakka, og Hákon gaf fjölmarga bolta af ýmsum stærðum og badminton- spaða með tilheyrandi fjaðrakúlum. Asgeir átti gamlan þvottapott, sem Ljósvirkinn gerði við endurgjaldslaust, og var hann afhentur uppeldis- heimilinu að gjöf, en Sveinn Viðar sá um að koma honum fyrir og tengja hann. Harapiðjan gaf tvö net fyrir handboltamörk, en Slippfélagið gaf all- ar skrúfur og bolta, sem þurfti við niðursetningu leiktækjanna. Auk þess gaf Asgeir glugga, sem vafalaust verður hægt að nota í viðbygginguna, sem reisa á þarna. Húsráðendurnir að Kumbaravogi, Kristján Friðbergsson og kona hans, voru afskaplega þakklát fyrir allar gjafirnar, og börnin ekki síður, og báðu þau fyrir beztu kveðjur og þakklæti til allra meðlima klúbbsins. Leiktækin voru óspart notuð þegar í stað, og m.a. sást lítill hnokki, sem heitir Einar A. Jónsson, leika sér í klifurgrindinni og renna sér á rassinum niður rennibrautina, á meðan hinir "drengirnir" fóru í handbolta, en markvörðurinn Asgeir, sem var jafnfrarat kvikmyndatökumaður ferðarinnar, stóð sig með slíkum ágætum á báðum þessum sviðum að Handknattleikssamband íslands og íslenzka sjónvarpið rífast um að fá hann. FUNDAREFNI Fyrirlesarar á næstu tveim almennum fundum verða ölafur Egilsson (26. apríl), sera ræðir um NATO, og Garðar Pálsson (10. maí), sem skýrir frá starfi Landhelgisgæzlunnar. Hér er um mjög fróðleg fundarefni að ræða, og ætti ekki að þurfa að hvetja ykkur til að mæta vel. NtlR KLÚBBFÉLAGAR Við bjóðura hina nýju félaga velkomna í klúbbinn og hlökkum til sam- starfs við þá, en þeir eru: Magnús Guðmundsson, bryti, Breiðási 3 (Fell), Garðahreppi, sími 50528, f. 23. ágúst 1909, vinnur hjá Dvalarheimili aldraðra sjómanna, Hrafnistu. Magnús G. Jensson, húsasmíðameistari, Stóragerði 21, Rvík, sími 35801, f. 29. júní 1933. Hörður Sveinsson, fulltrúi, Barmahlíð 19, Rvík, sími 15788, f. lö.inarz 1933, vinnur hjá Upplýsingaþjónustu flugmálastjóra, sími 17430.

x

Fréttablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablað
https://timarit.is/publication/1177

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.